Vikan


Vikan - 09.06.1977, Síða 38

Vikan - 09.06.1977, Síða 38
1. kafli STUTT YFIRLIT UM GEORGE SMILEY. Lafði Ann Sercomb giftist George Smiley i lok seinni heims- styrjaldarinnar . Hún lýsti honum fyrir undrandi vinum sínum í Mayfair sem einkar hversdags- legum manni. Þegar hún svo tveimur árum síðar fór frá honum og tók saman við mótorhjólakappa frá Kúbu, tilkynnti hún, að ef hún hefði ekki yfirgefið hann þá, hefði hún aldrei getað fengið sig til þess. Og Sawley greifi gerði sér sérstaka ferð í klúbbinn sinn og sagði frá því, að nú væri fuglinn floginn. Þessa hótfyndni, sem varð um tíma fleyg, getur enginn skilið, nema hann hafi þekkt Smiley. Hann var stuttur, digur og rólegur i lund, og virtist eyða heilmiklum pening- um í fáránleg föt, sem hengu utan á digrum líkama hans eins og skinn á samanskroppinni pöddu. Sawley gerði raunar þá athugasemd i sjálfu brúðkaupinu, að „Sercomb væri gift froski í sjóhatti.” Og Smiley, sem ekki vissi um þessa illkvittnis- legu aulafyndni, kjagaði fram kirkjugólfið áfjáður í þann koss, sem myndi breyta honum í prins. Var hann rikur eða fátækur, kominn af almúgafólki eða yfir- stétt? Hvar hafði hún náð í hann? Ósamræmið á milli þeirra hjóna varð enn hróplegra vegna þess hversu óumdeilanlega fögur lafði Ann var. Þetta gerði gátuna allmiklu torráðnaði. En slúðurber- arnir kjósa að hafa persónur sínar í svart-hvitu og gera þeim því upp syndir og hvatir, sem auðvelt er að lýsa í almennum samræðum. Smil- ey gat hins vegar ekki státað af skóla, foreldrum, herdeild, starfi í viðskiptalífinu, auðæfum eða fá- tækt. Fljótlega eftir skilnaðinn varð hann því eins og illa gerður hiutur og vart áhugaverðari en blaðafréttir gærdagsins. Þegar lafði Ann elti stjömu sína til Kúbu leiddi hún hugann vissu- lega ögn á Smiley. Dræmt viður- kenndi hún það fyrir sjálfri sér, að ef aðeins væri um einn mann að ræða í lífi hennar, þá væri það Smiley. Eftir á að hyggja þótti henni vænt um, að hún skyldi hafa undirstrikað þetta með því að giftast honum. > Áhrif skilnaðarins á Smiiey vakti litla forvitni hjá fólki í samkvæmis- lifinu, enda missir það venjulega allan áhuga strax og mesta nýjabrumið er farið af hlutunum. Þó hefði verið gaman að vita hvað Sawley og hans líkir hefðu haft um viðbrögð Smileys að segja, það hvernig þessi holdugi maður hnykl- aði brýmar í ákafri einbeitingu, er hann las hina minni spámenn meðal þýskra skálda. Auðvitað gat Sawley ekki með öllu stillt sig um að gera sér mat úr atvikinu. „Tíminn læknar öll sár,” sagði hann í klúbbnum sínum og yppti öxlum. Hann virtist ekki gera sér grein fyrir því, að um leið og lafði Ann hafði hlaipist á brott með öðrum manni, þá hafði eitthvað brostið innra með George Smiiey. Atvinna Smileys var sá hluti hans, sem lifði þetta af og hún var eins ósamrýmanleg útliti hans og ástin eða dálæti hans á óþekktum ljóðskáldum. Hann starfaði í ör- yggisþjónustunni og kunni vel við það starf. Það veitti honum tækifæri til þess að umgangast fólk, sem var jafn þokukennt og dularfullt og hann sjálfur. Auk þess hafði hann í gegnum það færi á að stunda það, sem hann hafði alla tíð haft svo gaman af, þ.e. fræðilegar svaðilfarir um myrkviði mannlegrar hegðunar. Einhvem tíma á þriðja áratugn- um hafði Smiley komið úr hinum óálitlega skóla sínum og þvælst eins og blindur kettlingur inn i myrka ranghala einhvers menntaskóla í Oxford. Hann hafði látið sig dreyma um að hljóta námsstyrk og geta þannig helgað sig rannsóknum

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.