Vikan - 09.06.1977, Qupperneq 53
SÝRÐUR RJÓMI MEÐ RAUÐ-
RÓFUM, KAPERS OG LAUK
1 1 /2 dl sýrður rjóml
1 /2 dl jógúrt
2 msk. saxaðar rauðrófur
2 msk. kaperskorn
2 msk. saxaður hrár laukur
Hrærið saman rjóma og jógúrt og
blandið því saxaða saman við,
takið frá hluta til að skreyta með.
Berið fram strax. Til að flýta fyrir,
má saxa niður í sósuna, en ekki
blanda saman við, fyrr en um leið
og nota á sósuna.
INDVERSKSÖSA
Fíntsaxið 1 stóran lauk og brúnið í
4 msk. olíu. Bætið í safanum úr 1
sítrónu, 1 tsk. af karrí (eða meira
eftir smekk) 1 hvítlauksbát og
pipar. Gott með kjöt- og hrís-
grjónaréttum.
KAVÍARSÓSA
Blandið saman í jöfnum hlutföllum
stífþeyttum rjóma og majonesi.
Hrærið siðan saman við eins miklu
af svörtum kavíar og ykkur finnst
hæfa. Bragðast vel með soðnum
eða steiktum fiski ásamt sítrónu-
bátum, og einnig með soðnum
eggjum.
MALTESERSÓSA
Kryddið majones með rifnu hýði
og safa úr appelsínu (helst blóð-
appelsínu) og hrærið síðan 2 msk.
af jógúrt saman við. Gott með
öllum mat.
VINCENTSÓSA
Þýðið spínat og látið renna vel af
því. Blandið saman majonesi og
spínati. Kryddið með múskati og
estragon (tarragon). Gott með
fisk- og kjötréttum.
PIPARRÓTARRJÓMI
Kryddið 2 dl af stífþeyttum rjóma
(eða 2 dl af sýrðum rjóma) með
ca. 4 msk. af rifinni piparrót og
ögn af salti og sítrónusafa. Gott
með svínakjöti, tungu, soðnu kjöti
og fiski.
MAJONES
Má bera fram eitt sér eða setja í
það sítrónusafa, rjóma, sýrðan
rjóma eða stífþeytta eggjahvítu
(hitaeiningaminna). Kryddið eftir
smekk, t.d. með karrii, sinnepi og
pipar, og einnig má setja krydd-
jurtir saman við.
23. TBL. VIKAN 53