Vikan


Vikan - 27.10.1977, Page 2

Vikan - 27.10.1977, Page 2
Froskurinn Kermit asamt frk. Svínku. sem er 300 ound oq miki/i mannþekkjari. Prúðulei Gamall, slitinn vetrarfrakki og tvær tenniskúlur urðu til þess, að ungur Bandaríkjamaður, Jim Henson að nafni, fékk hugmyndina að frosknum Kermit, sem nú er aðalstjarnan í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum um Prúðuleikarana. 43. tbl. 39. árg. 27. okt. 1977 Verö kr. 400 VIÐTÖL: 14 Það er ekkert gaman að vera frægur á íslandi. Viðtal við Steinunni Bjarnadóttur. GREINAR: 2 Prúðuleikaraa'ði. 4 Ungfrú heimur 1907. 22 Líkami til sölu. 46 Sonurinn er frelsistrygging lestarræningjans. SÖGUR: 12 Veiðiferðin. Smásaga eftir Erlu Kristjánsdóttur. 18 Boðberar óttans. 2. hluti fram- haldssögu eftir Dorothy Simpson. 38 Nóttin eina. Smásaga eftir Joyce Towers. 44 I skugga ljónsins. Framhalds- saga eftir Isobel Lambot. Sögulok. FASTIR ÞÆTTIR: 7 Poppfræðiritið: Supertramp. 9 í næstu Viku. 10 Póstur. 23 Heilabrot Vikunnar. 25 Myndasögublaðið. 35 Tækni fyrir alla. 36 Mest um fólk. 40 Stjörnuspá. 48 Draumar. 54 Eldhús: Ilmandi gerbakstur. ÝMISLEGT: 41 Stjörnuspá ástarinnar. 50 Peysur handa báðum. Sóttin hefur borist hingað til lands. Hún á upptök sín í Bandaríkjunum og Bretlandi, en sjónvarpið hefur stuðlað að út- breiðslu hennar víða. Það er þó engin ástæða til að óttast, því sóttin erekki svo hættuleg. Oftast koma einkenni hennar í Ijós um það bil einu sinni í viku, á föstudagskvöldum. Fólk verður eldrautt í framan af hlátri og geiflar sig og glennir við imba- kassann. Þetta eru aðaleinkenni veik- innar, og smitberarnir eru leik- brúður af öllum stærðum og gerðum, Prúðuleikararnir. Frægir skemmtikraftar sækjast eftir því að fá að koma fram í þáttunum þeirra þ.á.m.; Joel Grey, Rita Moreno, Peter Ustinov, Charles Aznavour, Candice Bergen, Twiggy og Juliet Prowse. Þetta fólk hefur reyndar, eins og flestir aðrir, fallið fyrir frosknum Kermit og vinum hans. Hvað finnst ykkur t.d. um frk. Svínku, sem er yfir sig hrifin af honum Kermit? Honum tekst samt að halda aftur af henni, þótt það sé oft erfitt, því Svínka er 300 pund og mikill mannþekkjari. Svo er það hinn hjartagóði Fossi, björninn, sem er alltaf að gera einhver mistök. Hann veit þó með sjálfum sér, að hann er skemmtikraftur á heimsmæli- kvarða, og þeir, sem öfunda hann, ættu ekki að gera svona mikið grín að honum. Það má heldur ekki gleyma hundinum Hrólfi, bítlahljómsveit- inni og söngparinu Vein og Vöndu, sem aldrei geta byrjað rétt. Sýningarnar fara fram í gamalli enskri hljómleikahöll, og í hvert skipti, sem manni verður litið upp á svalirnar, má sjá þá Statler og Waldorf, tvo enska séntilmenn, sem koma alltaf til þess að setja út á allt og alla. Þegar á heildina er 'Feögarnir Henson og Kermit. Henson var átján ára gamaii, þegar hann bjó froskinn til. litið, er sýningin ákaflega litrík. Ófreskjur af mörgum stærðum, talandi fiskur, hauslaust kvikindi, ógnvekjandi tröll, svín, hænsn og rottur eru meðal þátttakenda. Maðurinn, sem stendur að baki þessu öllu, er Bandaríkjamaður, sem heitir Jim Henson. Það eru meira en tuttugu ár síðan hann bjó til fyrstu leikbrúðuna sína, en það var einmitt froskurinn Kermit. Efnið, sem hann notaði, var gamall vetrarfrakki og tvær tennis- kúlur. Henson bjó Kermit sex sinnum til, áður en hann fékk það útlit, sem nú er þekkt um allan heim. Reyndar hafði hann alltaf haft Bítlahljómsveit Prúðuleikaranna■

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.