Vikan


Vikan - 27.10.1977, Page 5

Vikan - 27.10.1977, Page 5
— lífið virtist svo skemmtilegt og auðvelt. — En ekkert jafnaðist á við fegurðardisirnar frá Montenegro. Það var farið með okkur eins og prinsessur, blöðin skrifuðu um okkur, og ég vann fegurðarsam- keppnina. Það var stórkostlegur tími. — Og ekki vantaði tilboðin. Margir ríkir menn báðu mín. Ég minnist sérstaklega lávarðar eins, sem var ástfanginn upp fyrir bæði eyrun. En ég mundi eftir loforðinu, sem ég gaf foreldrum mínum, segir Milena. — Ég kom heim i júní, og um haustið sama ár giftist ég. Ég hafði hitt Nikola á markaði, og pabbi hafði gengið frá málum, á meðan ég var að heiman. Við héldum mikið brúðkaup, og ég flutti hingað til Godinje. Það eru 70 ár siðan. — Það var líf og fjör og mikið um að vera á götunum hér í þá daga. Nú er staðurinn fámennur og mestan hluta ársins lítið um að vera. Á sumrin koma ferðamenn neðan frá ströndinni til að gæða sér á fiski staðarins, sem veiddur er úr vatninu í gríðarleg net, sem dregin eru á hverjum morgni. Fiskurinn er framreiddur reyktur og þykir lost- æti. Nú búa tæplega fimmtíu manns i Godinje, og flestir íbúanna eru gamalt fólk. Samgöngur við staðinn eru ótrúlega slæmar. Að vísu getur maður í dag ferðast með lest gegnum Evrópu og norður til hafnarbæjarins Bar i Júgóslavíu, skammt frá landamærum Albaníu Þegar síðasti hluti hinnar löngu járnbrautarlinu var vígð fyrir ári síðan, var talað um áttunda undur heims. Lestin fer gegnum hundruð langra jarðganga, yfir jafn margar brýr í svimandi hæð. Það er ekki að furða, þó þessi leið niður að hafinu sé nefnd heimsins lengsta neðan- jarðarbraut. Farið er úr lestinni á næst síðustu stöð fyrir endastöðina Bar, í litla fallega bænum Virpazar. Mjór og grýttur vegur liggur beint upp fjallið. Hann er næstum ófær á köflum, en leigubílstjóri staðarins lætur ekki þverhnípið hræða sig og stígur fastar á bensínið í beygjunum og brattan- um. Siðasta spölinn verður að klifra upp stig, sem meira að segja asnar eiga erfitt með að komast með byrðar sínar. — Á sumrin koma ættingjar og vinir í heimsókn, og þá eru íbúarnir þrefalt fleiri, segir Milena næstum afsakandi. — Við eignuðumst fjóra syni og eina dóttur í okkar langa hjóna- bandi. Af þeim lifa bara tveir synir minir, Mirko og Ljubo. En ég á fimm bamaböm, sem hafa ekki gleymt ömmu gömlu, segir Milena og þrýstir að sér sonarsyni sinum, sem situr i eldhúsinu og spilar á spil. — Elsti sonurinn minn var tekinn til fanga i stríðinu og dó í fanga- búðum á Italiu 1943. Það var erfiður tími fyrir okkur öll. Ég varð að selja alla gullmunina frá furstanum til að kaupa fjölskyld- unni mat. I dag á ég ekkert til minja um ævintýrið, segir hún angurvær. I svefnherberginu hangir ljós- mynd, sem tekin var skömmu eftir brúðkaupið 1907. — Hvað viljið þið með þessa gömlu mynd? Er ég ekki nógu falleg til að láta taka mynd af mér i dag? spyr Milena og setur þvottavélina, sem stendur í stóra eldhúsinu, af stað. — Lífið er svo auðvelt í dag. Við höfum rafmagn og vatn, þvottavél og isskáp, maður þarf bara að ýta á hnappa. Það var öðru vísi hér áður fyrr. Á hverjum morgm gengur hún um i þorpinu og kaupir mat af nágrönnunum, sem eru með dýr. í Godinje er engin verslun lengur, en fólkið er sjálfbjarga með flest. I stórum vasa á svarta kjólnum geymir hún mikilvægasta lykil heimilisins, — lykilinn að vinkjall- aranum. — Við bruggum okkar eigið vin, og það er afar ljúffengt. Það vita allir hér i nágrenninum, og sérstak- lega sækir unga fólkið til ömmu Milenu. En ég ákveð, hvenær á að ljúka upp, segir hún og hlær. — Án vins væri lifið dapurt, segir hún og skálar við okkur. Rautt vinið er létt eins og saft, en við finnum áhrifin, þegar við klifrum niður brattan stíginn á eftir. Milena fylgir okkur áleiðis, er stansar á miðri leið og segir: — Heyrið þið, hvemig asnarnir hneggja. Nú fer að rigna, og ég verð að taka inn þvottinn minn. mig. En ég var svo feimin, að þeir urðu að ganga lengi á eftir mér til að fara út og sýna mig. — Þú ert sú fegursta, sem við höfum séð, þú átt að fara til London, sögðu offiserarnir, þegar þeir sáu mig, og þannig varð það. — I höll furstans var tekið á móti okkur með kostum og kynjum. Við stúlkurnar fengum kjóla skreytta silfurútsaumi, gull- úr, gullhring og sex gullpeninga að gjöf frá furstanum. Svo fórum við til Englands með bát frá Dubrov- kiik. — Móðir mín var allan tímann á móti förinni, en faðir minn, sem var hermaður, tók þetta sem skipun frá furstanum og skipaði mér að fara. En ég varð að lofa þvi að snúa heim aftur. Þau ætluðu að finna mér eiginmann, meðan ég væri að heiman. — Við vorum i London í þrjá mánuði, og ég sá meira á þeim tíma, en ég hafði gert á allri minni ævi. Herramennirnir voru á lakkskóm, með flauelshatta og stifan fibba — Það hafði ég aldrei séð. Konurnar voru grannar og fölar í finu fötunum sínum og með stóra hatta henni, en hin fagra Milena vissi, hvar hennar staður var. Með líflegum tilburðum og sér- stöku minni á smáatriði, segir hún okkur frá liðinni tíð. — Ég var tuttugu og fimm ára þá og var í giftingarhugleiðingum, rétt eins og aðrar ungar stúlkur. Ég bjó með foreldrum minum i sveitaþorpi, sem Spos heitir, og ég var mér með- vitandi um fegurð mina. Ég fékk marga biðla, en í þá tið fékk maður ekki að velja sjálfur. Foreldrarnir sáu um að velja mannsefnið og ganga frá þeim málum. — Um þetta leyti fékk furstinn okkar, Nikolaus, skeyti frá London, þar sem tveimur stúlkum og tveimur piltum frá Montenegro var boðið til fegurðarsamkeppni. — Furstinn sendi tvo offísera um byggðirnar til að leita að fegursta æskufólkinu. Þeir komu til bæjar- ins okkar, og nágrannarnir bentu á 43. TBL. VIKAN5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.