Vikan


Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 12

Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 12
Smásaga eftir ERLU KRISTJÁNSDÖTTUR þótt ég hefði aldrei svo mikið sem hleypt af einu skoti úr byssu. En það var fleira með í för en byssur og skot. Það var kvöld seint í október, og ég hafði lofað sjálfum mér notalegu kvöldi, þegar konan min sagði mér, að Jónas vinur minn væri í simanum. Ég þreif tólið úr hendi hennar og heyrði Jónas segja, að hann hefði fengið leyfi til að skjóta ijúpu uppi á einhverju fjárans fjalli lengst vestur í landi, hjá einhverj- um bónda, sem héti Sigurður eða einhverju ámóta frumlegu nafni. Liklegast þeim sama Sigurði og Jónas hafði verið í sveit hjá á sínum strákaárum. ,,Ég hef aldrei skotið úr byssu,” sagði ég, lítið trúaður á fyrirtækið. „Blessaður vertu, það er ekki nokkur vandi. Og venjulega er fullt af rjúpu þarna, við getum komið heim með marga tugi, þú sérð það, að túrinn margborgar sig.” „Þetta er ekkert venjulegt núna, konan farin að hugsa til jólanna og þá verð ég líka að líta eftir krökkunum.” „Þú hefur gott af því að lyfta þér upp eina helgi, ekki þarf konan þín að baka og brasa á hverjum degi til jóla.” Samtalinu lyktaði á þann veg, að ég lofaði að koma með. En hafi ég haldið, að þar með væri málið útrætt, þá skjátlaðist mér illa. Næsta vika fór i það, að fá leyfi til að eiga byssu, fyrst hjá konunni og tengdaforeldrunum og svo hjá lögreglustjóranum það var nú reyndar auðfengnast hjá þeim síðastnefnda. En allt um það, eitt kvöldið arkaði ég heim til vinar mins Jónasar með hið nýfengna leyii upp á vasann. „Nei nú er ég alveg,” sagði Jónas, „Þú hefur þó ekki fengið þér leyfi upp á haglabyssu?”. „Og hvað með það? Fulltrúinn á skrifstofunni sagði að þær væru miklu beíri og hann er vön skytta.” „Það er miklu betra að vera með riffil” sannfærði Jónas mig um, „það er undirstöðuatriði, að hafa góða byssu, þegar maður er á skytteríi.” Og eftir dálitla þögn bætti hann við, „farðu á morgun á skrifstofuna og fáðu þér leyfi til að kaupa riffil.” „En hvað á ég að gera við hitt leyfið?” , ,Nú auðvitað kaupir þú þér bæði haglabyssu og riffil, þú getur æft þig með haglabyssunni, því þú ert alger byrjandi i sportinu,” útskýrði hann vinsamlega. Og ég keypti bæði haglabyssu og riffil og tilheyrandi skot, báðir fórum við Jónas á námskeið hjá hjálparsveit skáta og lærðum að fara með áttavita og landabréf. Ennfremur keyptum við veiðitösk- ur, bakpoka og sportmannafatnað yst sem innst. Á föstudag upp úr hádegi var flest til reiðu, sem til ferðarinnar þurfti, og þá gladdi konan min mig með þeim fréttum, að hún yrði hjá foreldrum sinum með börnin yfir helgina. Hún var stuttu farin, þegar Jónas vinur minn kom galvaskur og fullur tilhlökkunar. „Jæja, er nestið klárt” spurði hann. Ég kvað svo vera, og sýndi honum fullan skókassa af smurðu brauði, sem konan hafði búið út handa okkur, auk þess ýmislegt annað góðgæti, svo sem svið, hangikjöt og óvexti í öðrum stærri kassa, líklegast undan stígvélum. „Fint, fínt,” sagði Jónas, „það er ekki að því að spyrja, sem konan þín blessuð gerir. Ég verð líklegast að nó mér í eina slíka til prívat afnota, það er bara vandinn hverja ég á að velja, og sennilega leiðigjamt að hafa alltaf þá sömu. Ég vildi að mér gengi eins að veiða rjúpuna og kvenfólkið.” Mér varð hugsað með samúð til rjúpunnar, hún ó það vist sam- eiginlegt með kvenfólkinu, að eiga sér einskis ills von, þegar Jónas er annarsvegar. Við tróðumst inn í jeppann, sem reyndar var ekki allt of auðvelt, þvi hann rúmaði varla meira, en þann farangur, sem nauðsynlegur er góðum sportmönnum á rjúpnaveið- um. Sérstaklega var einn kassi þungur og fyrirferðarmikill, ég átti fullt í fangi með að ýta honum til, svo að ég gæti sest. „Blessaður farðu varlega með kassann,” sagði Jónas, „það er brothætt í honum. Ég hló með sjálfum mér þar sem ég tróð mér niður í sætið við hlið titt nefnds kassa og renndi huganum til tengdamóður minnar, blessaðrar, hún hefur um langt skeið verið ritari í bindindisdagsráði staðarins. „Jæja, þá brennum við af stað” heyrði ég í Jónasi um leið og hann setti i fyrsta. Hann ók gætilega og forðaðist holurnar eftir mætti, ef til vill átti kassinn einhvern þátt i þvi. „Hvað verðum við lengi vestur”, spurði ég. „Svona timm tíma, við byrjum að skjóta í birtingu í fyrramálið og verðum að allan daginn, og förum svo heim með fullfermi af rjúpu eftir hádegi á sunnudag.” „Það vill svo til,” sagði ég, ,,að við erum þegar með fullfermi, og vafasamt hvort við flytjum meira heim, en við förum með að heiman.” Jónas hlo að þessari athugasemd minni. sem honum fannst fjarri öllu raunsæi. Hægt og hægt sniglaðist tíminn ófram og við litlu hraðar i átt til hinnar fyrirheitnu paradisar fjalla- lofts og rjúpu. En loks síðla kvölds komum.við að bæ Sigurðar bónda, góðvinar Jónasar. Eftir að hafa innbyrt kjarnmikinn kvöldverð í eldhúsi þriflegrar hús- móðurinnar, var sest í stofu og tekið upp léttara hjal og kassi sá, er mest hafði þrengt að mér á leiðinni var sót.tur. Það gutlaði notalega í honum, þegar Jónas slengdi honum á borðið, og innan skamms hafði innihald hans flutt hugi okkar allra miklu hærra og víðar, en nokkur 12VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.