Vikan


Vikan - 27.10.1977, Side 13

Vikan - 27.10.1977, Side 13
t rjúpa fær flogið. Stofan var ekki lengur lítil stofa á ósköp venjuleg- um, afskekktum sveitabæ, heldur aðsetur mikilla manna, sem ekki gáfu gaum að svo fáfengilegum fugli og rjúpu, heldur klifu sæbarða hamra á sumrum og skutu erni á flugi, og rotuðu rostunga á ísjaka meðan þorri söng hungurstef sitt við smátt hugsandi landslvðinn. Það var löngu bjart, er rjúpna- skyttur reistu höfuð frá kodda daginn eftir, og sólin farin að gæla við hvíta kolla vesturfjallanna, þegar veiðarnar hófust. Við héldum sinn i hvora áttina, til að styggja ekki veiðina hvor fyrir öðrum. Báðir vorum við vissir um að komast heilu og höldnu til bæjar aftur að kvöldi með áttavita, landabréf og fulla hálfflösku upp á vasann. Góða stund reikaði ég fram og aftur í fjallshlíðinni og reyndi hvað ég gat að koma auga á eitthvað til að veiða, og ekki var það til að bæta skapið, að öðru hverju heyrði ég skothvelli frá Jónasi. Ég sá hann í anda koma klyfjaðan rjúpu og brosa góðlátlega til mín. ,,Þú ert nú ekki kominn til enn, rétt að byrja að halda á byssu.” Nei, enn hafði Jónas öruglega ekki heyrt skot úr þeirri átt, sem ég var. Og enn kvað við úr byssu Jónasar, storkandi gelt úr haglabyssunni, sem ég hafði lánað honum. Á meðan sit ég hér á steini, og hefst ekki að. Áður en ég vissi hafði tappinn af hálfflöskunni farið veg allrar veraldar og óðum gekk á innihaldið, en með enn meiri hraða óx rjúpnahlaðinn hjá Jónasi. Ég heyrði undur þýða rödd konu minnar hjá mér, ,,og ég sem var búin að lofa henni mömmu rjúpu i jólamatinn.” Ég skal, ég skal skjóta rjúpu, fullt af rjúpu, og þaut af stað, en það var eins og allir steinar og þúfur þessa fjalls hefðu bundist samtök- um gegn mér. Til lengdar má enginn við margnum og ég steyptist um þúfu, í bræði þess manns, sem finnur sig yfirunninn með brögðum, brölti ég um og reyndi bæði að standa upp og hefna harma minna á þúfunnu, er hvinur í lofti og vængjatak vakti athygli mína. Ég hætti að hugsa um þúfuna, reis upp til hálfs og skimaði i kringum mig, en ekkert var að sjá utan kolsvartan hrafn, sem sat á steini og krunkaði ertnislega að mér. Nýr skothvellur frá Jónasi minnti mig á gómsæta rjúpnasteik á jólaborði tengdamóður minnar, hrafninn velti vöngum háðskur á svip. Svei mér, ef þetta var ekki Jónas vinur minn lifandi kominn með hrafnshaus og hló að mér. ,,Það verða fæstir góð skytta i fyrstu tilraun.” Hrafninn stækkaði og stækkaöi, og hló hærra og hærra. Ég hrökk við, er skothvellur glumdi við og bergmálaði í klett- unum fyrir ofan mig, undrun minni verður ekki með orðum lýst, er ég sá, að skotið hafði komið úr minum eigin fjörutíu og fimm þúsund króna riffli. En steinsnar frá mér lá dauður rytjulegur hrafn, með blóðlitaða bringu. Endir. c » I f'l

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.