Vikan - 27.10.1977, Side 14
Það er ekkert gaman
Flestir kannast Sjálf segist hún
áreiðanlega við vera leikkona, en
lag, sem hefur oft ekki söngkona,
á Islandi
heyrst í útvarpinu því hún sé bara
— Eg fékk miklu meira klapp en strákarnir.
að undanförnu og
heitir Bjössi Bolla.
Ef einhver væri
spurður að því,
hver syngi þetta
lag, myndi hann
eflaust svara
eitthvað á þessa
leið: ,,Það er
einhver kelling,
sem heitir Steinka
Bjarna." Steinka
Bjarna, eða
Steinunn
Bjarnadóttir, eins
og hún heitir fullu
nafni, er líka
þekkt undir
nafninu Stína
Stuð, og margir
muna sennilega
eftir henni, sem
leikkonu frá fyrri
tíð, en þá lék hún
bæði í Þjóðleik-
húsinu og Iðnó.
Steinunn ásamt Brynjólfi
Jóhannessyni í Djúpt Hggja rætur
eftir Gow og D'Usseau, / Iðnó 1952.
með strigabassa-
rödd, en hvað
sem því líður, þá
var Steinka, sem
er búsett í
London, hér
heima fyrir stuttu,
og Vikunni tókst
að hafa uppá
henni og spjalla
örlítið við hana.
LEIKKONA, EN EKKI
SÖNGKONA
— Hvenær byrjaðir þú að
skemmta opinberlega, Steinunn?
— Þegar ég var tólf ára. Ég kom
þá fram á Borginni, en Hallbjörg
systir mín var þá mjög fræg söng-
kona, og ég var alltaf auglýst sem
systir hennar. „Systir Hallbjargar
skemmtir í kvöld" og þar fram eftir
götunum. Annars er ég leikkona,
en ekki söngkona.
— Já, þú starfaðir um tíma í
Þjóðleikhúsinu. Hvar stundaðirðu
leiklistarnám?
— Ég stundaði nám í Royal
Academy of Dramatic Art í
London og var þar um leið og
Ævar R. Kvaran, Baldvin Halldórs-
son og fleiri góðkunnir leikarar. Ég
byrjaði fyrst í undirbúningsdeild,
því enskan mín var svo slæm. En
þetta gekk allt saman vel, og
kennarinn minn hélt mikið uppá
mig. Ég var svo dramatísk, að ég
vildi helst alltaf leika alvarleg hlut-
verk. Svo lauk ég námi í undirbún-
ingsdeildinni og hlaut hæstu eink-
unn, en það kom mér á óvart. Með
það flaug ég auðvitað inn í sjálfan
skólann og lauk prófi eftir tveggja
ára nám.