Vikan


Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 19

Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 19
Eftir Dorothy Simpson erar annað en að hvorugt þeirra væri fúst til að láta undan, hvað snerti hina furðulegu atburði undanfar- inna daga. En hvað heldur hann að ég sé að gera? spurði Sara sjálfa sig eftir að Alec var farinn í vinnuna? Hún var fegin að geta lagt af stað til að heimsækja Mary. Hún var viss um að Mary tryði henni. Mary fylgdist með henni. Þegar hún fór út úr bílnum kom Mary niður stíginn til að heilsa henni. gerast. Og þú trúir ekki orði af því sem ég segi.” Alec stóð líka. „Vertu róleg, Sara. Við skulum tala um þetta.” Hún hristi hann af sér. „Hver er tilgangurinn? Þú munt aldrei trúa mér. En það gerðist, það raunveru- lega gerðist eins og ég sagði þér.” „Hvar eru þá sönnunargögnin?” Augu þeirra mættust, en það voru augu ókunnugra án nokkurrar hlýju eða nokkurs skilnings. Hún hljóp blindandi út úr herberginu, tár reiði og örvæntingar blinduðu hana. Hún fleygði sér á rúmið. Allt í einu var Alec kominn að hlið hennar, huggandi og róandi. „Uss, Sara, uss. Þetta er hvorki gott fyrir þig né barnið. Elskan, ég þoli ekki að sjá þig svona. Ég elska þig. Gerðu það, hættu...” Uppgjörið var indælt. Þetta var það versta rifrildi, sem þau höfðu lent í, og á eftir áræddi hvorugt þeirra að fitja upp á umræðuefninu, sem hafði orsakað það. Daginn eftir voru þau varkár, kurteis og umhyggjusöm. Það virtist sem þau væru bæði að segja, að þeim þætti vænt hvoru um Sara varð fegin og fylltist þakk læti þegar hún sá Mary koma á móti sér traustvekjandi og um- hyggjusama. Sara fleygði kápunni yfir hand- legginn og Mary nam staðar að taka eitthvað upp. „Hérna, þú misstir eitthvað, Sara.” Og þegar hún rétti úr sér: „Hvað er að?” Sara starði á litla ferkantaða kortið í hendi Mary. „Sara, hvað er að? Þú lítur út eins og þú hafir séð draug.” Sara þvingaði fram bros um leið og hún tók kortið úr útréttri hönd Mary. „Kannski það.” Þær gengu upp stíginn að húsinu. Sara áræddi ekki að líta á kortið fyrr en þær voru komnar inn. Þó að hún horfði ekki á það var hún sér þess mjög meðvitandi að hún hélt þvi milli fingranna. Slétt, nokkuð hált yfirborð, lítið en hættulegt. Hún gat varla haldið á því. Hún komst úr jafnvægi. Hún hafði haldið að hún væri vel undir það búin að fá næsta kort, að hún hefði að einhverju leyti verið orðin sátt við þá staðreynd að einhver væri ákveðinn í að hræða hana að yfirlögðu ráði. Hún hlaut jafnvel að vera meira úr jafnvægi en hún gerði sér gein fyrir vegna ósamkomulagsins við Alec, og þess vegna hafði kortið meiri áhrif á hana heldur en hún hélt það myndi hafa. Hún varð vör við að Mary stumraði i kringum hana og lét hana setjast. „Hvað í ósköpunum er að?” Sara rétti fram kortið. „Þetta.” Mary varð leyndardómsfull á svipinn og las upphátt: „Líf fyrir líf, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót, bruna fyrir bruna, sár fyrir sár, skeinu fyrir skeinu. (önnur bók Móse 21-23)” Hún leit upp. „Hvað í ósköpunum táknar þetta?” Sara hristi höfuðið. „Ég vildi að ég vissi það. Þetta er það þriðja, sem ég hef fengið.” Skyndilega fór hún að gráta og huldið andlitið í höndum sér. Smám saman róaðist hún og fór að segja frá. Þegar hún hafði lokið þvi, var fyrsta spurning Mary: „Hvað segir Alec um þetta?” „Hann heldur að þetta sé uppspuni í mér eða hugarburður.” „Ekki er að undra þótt þú sért ekki í jafnvægi. Ertu alveg viss um að þú vitir um engan, sem gæti gert þetta — einhvem, sem þú gætir hafa sært eða móðgað? Jafnvel óvart?” Sara hristi höfuðið. „Það þýðir ekki, Mary. Ég sé ekkert svar. Ég veit að hægt er að særa manneskju án þess að gera sér grein fyrir þvi, en þetta er fullmikið. Þessi mann- eskja hlýtur að hata mig. Mér datt í hug, hvort það gæti verið herra Tumer, en ég get einfaldlega ekki séð að hann hafi nokkra ástæðu.” „Hann gæti viljað fá húsið sitt aftur.” „Hann myndi aldrei fallast á að borga uppsett verð. Þrátt fyrir allt held ég að þetta sé eitthvað persónulegra.” „Hafið þið rætt um að fara til lögreglunnar?” Mary virtist um- hyggjusöm. „Nei. Ég gæti ekki

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.