Vikan - 27.10.1977, Síða 20
#1
0
uu
'w/g
muA
m
Hárlagningarvökvinn
€) fyrir blástur:
mform
Inform í litlu, fjólubláu
og grænu glösunum.fær
hárið til að sitja alveg
eins og þú vilt hafa það,-
eðlilega og með lyftingu.
Inform - fyrir dömur
og herra.
HALLDÓR JONSSON HF.
Dugguvogi 8
W£UtI
BOÐBEBAR ÓTTANS
ferið til lögreglunnar nema Alec
samþykkti það, sérstaklega ekki án
þess að hafa hið minnsta sönnunar-
gagn.”
,,Þú hefur nú þetta kort.”
„Það er rétt.” Sara kom því
vandlega fyrir í kjólvasanum.
,,Ég læt það ekki úr augsýn.”
„Kannski að Alec skipti um
skoðun, þegar hann sér það.”
„Ég vona það.” En Sara
hljómaði vantrúuð og umhugsunin
um annað rifrildi kom róti á hug
hennar. Hún reis upp til að fara.
„Hvað um það, ég veit ekki,
hvernig ég á að segja þér hve mikill
léttir það hefur verið að tala um
þetta.”
Mary andvarpaði og hristi höfuð-
ið.
„Ég vildi bara að mér hefði dottið
í hug möguleg skýring.” Hún beið
með höndina á hurðarhúninum.
„Láttu þetta ekki halda svona
áfram án þess að gera eitthvað í
málinu.”
Þegar Sara ók heim var hún Mary
þakklát fyrir að hafa meðtekið sögu
hennar án nokkur efa. Um leið fann
hún fyrir samblandi af sekt og reiði í
garð Alecs. Sektar af því að henni
fannst hún hafa sýnt ótryggð með
því að upplýsa Mary um viðhorf
hans og reiði af því að hann hafði
ekki meðtekið sannleikann eins og
Mary hafði gert.
Að þriðja kortið kæmi hafði virst
svo óhjákvæmilegt að það var ekki
fyrr en núna, sem hún fór að hugsa
um, hvernig það hefði komist í
kápuna í bílnum.
Þá mundi hún að rétt áður en hún
ók af stað hafði hún munað eftir því
að hún hafði gleymt að taka
kjúklinginn út úr frystinum. Hún
hafði farið aftur inn í húsið og skilið
kápuna eftir. Hún hafði ekki verið
nema nokkrar mínútur og hún
skalf, þegar hún gerði sér enn einu
sinni grein fyrir, hversu vel var
fylgst með henni.
Eftir hádegið var hún dauðþreytt
og ákvað að hvíla sig.
Hún flýtti sér að aðgæta, hvort
allar dyrnar væru örugglega læstar,
kleif síðan þreytulega upp i svefn-
herbergið og tók kortið með sér.
Hún setti það undir koddann.
Svefninn var ekki eins góður og
hann hefði átt að vera. Hana
dreymdi illa og hún vaknaði með tár
á kinnum. I fjarska heyrði hún að
aðaldyrnar lokuðust.
Hún settist upp, hjartað barðist.
Hún fór fram úr og flýtti sér að
glugganum. Þar var engan að sjá.
Sú vitneskja að njósnarinn hafði
komist inn í húsið þegar það hafði
verið örugglega læst gerði það að
verkum að ótti hennar jókst að
mun. Hún fór að klæða sig. Hún
ætlaði að láta skipta um skrár undir
eins. Hún lét kortið renna í vasa
sinn og flýtti sér niður til að
hringja.
Það tók hana tuttugu mínútna
fortölur að fá járnsmiðinn til að gera
þetta. Já, hann ætlaði að koma
strax, þennan eftirmiðdag, og
skipta um.
Oti fyrir mætti henni ferskt loftið
eins og blessun.
Hún reikaði yfir veröndina og inn
í þann hluta garðsins.sem óx villtur.
Þarsnarstöðvaðist hún.Sumir runn-
anna höfðu verið troðnir niður.
Gatið í miðri runnalengjunni hafði
verið stækkað og greinilegur troðn-
ingur lá frá garðinum yfir í
aldingarðinn hinum megin.
Þegar hún stóð og horfði á þessa
opinberun breyttist grunur hennar
á herra Tumer í vissu.
Enginn hefði getað notað stiginn
inn í aldingarðinn hans eins oft og
þessi hafði verið notaður nema hann
sjálfur.
Hún varð vör við að flautað var
með óþolinmæði frá innkeyrslunni.
Það hlaut að vera járnsmiðurinn.
Hún flýtti sér að framgarðinum.
Hún gat enn ekki séð neina ástæðu
fyrir þvi hvers vegna herra Turner
stæði i þessu illskulega stríði en hún
varmjögþakklátfyriraðnúyrði Alec
að trúa henni.
En þegar hann kom heim voru
útskýringar óþarfar. Þegar bíllinn
sveigði inn í innkeyrsluna andaði
hún djúpt til að styrkja sjálfa sig
áður en hún fór til dyra. Hún kallaði
nafn hans lágri röddu. Hann stikaði
til hennar og tók utan um hana.
„Sara, elskan, geturðu fyrirgefið
mér?”
Sara hallaði sér að honum og
hana svimaði af létti.
í eldhúsinu tók hann um hendur
hennar. „Mary hringdi í mig í
morgun.”
Svo það var einhver annar en
hún, sem hafði stuðlað að breyttu
viðhorfi Alecs. Hún reiddist. „Hún
hefði ekki átt að gera það.”
„Hún hafði miklar áhyggjur af
þér. Sara, ég veit ég hef verið
blindur og sjálfselskur. Þú hefur
haft áhyggjur....”
Næstum gegn vilja sínum slapp-
aði hún af í fangi hans. Það var gott
að vera ekki einmana, að vera
ömgg, vernduð.
„Við ættum að byrja aftur. Ég
býst við að það sé meira en það, sem
þú hefur þegar sagt mér.”
Sara losaði sig frá honum og tók i
hönd hans.
„Fyrst vil ég að þú sjáir nokkuð,
Alec.”
Hann elti hana. án þess að segja
orð, inn í garðinn að gatinu í
mnnanum. Hún sagði honum allt.
„ Við verðum að skipta um skrár. ”
„Ég lét gera það í dag.”
í fyrsta sinn síðan þetta hafði allt
saman byrjað var Sara næstum
hamingjusöm. Að hafa óskiptan
stuðning Alecs var nóg i augna-
blikinu.
Seinna um kvöldið fitjaði Alec
aftur upp á málefninu: „Það sem ég
skil alls ekki er, hvaða ástæðu
Turner gæti haft fyrir að reyna að
hræða þig. Manstu það, sem stóð á
kortunum?”
Alec skrifaði orðin niður um leið
og hún sagði þau.
„Illgirnislegt, mjög illgirnis-
legt.” Hann leit á skilaboðin þrjú.
„Hvernig finnst þér þau hljóma?”
„Ég veit ekki. Það eina, sem ég
er viss um er, að þau em viðvaranir,
eitthvað slæmt kemur fyrir mig. Og
hvað sem það er þá snertir það
barnið. Það er það, sem hræðir mig
mest.”
Alec leit hvasst á hana. „Sara, ég
held þú ættir að tala við Blunsdon
lækni á morgun.”
„Elskan, það er allt í lagi með
mig.”
„Nú, þetta mól hefur allt mjög
tmflandi á þig, ég held þú ættir að
far til hans, láta hann mæla blóð-
þrýstinginn og svoleiðis.
„Alec, ég fer núna reglulega í
skoðun, einu sinni i viku. Það er
alveg satt, það er allt í. lagi með
mig.” Sérstaklega núna þegar þú
ert farinn að taka þetta alvarlega,
bætti hún við með sjálfri sér.
Alec var greinilega tregur til að
láta undan. Honum fannst greini-
lega að hann hefði bmgðist henni
svo að hann ýkti löngun sína til að
bæta fyrir það.
Það var hans eigin samviska en
ekki konan hans, sem hann þurfti
að fara með til læknis, hugsaði Sara
með skyndilegri kímni.
Hún beindi athygli hans aftur að
orðunum á blaðinu, sem lá í kjöltu
hans. „Þetta,” og hún snerti
síðustu skilaboðin, „er á einhvern
hótt öðmvisi en hin tvö. Meiri
ógnun, einhvern veginn.”
„Auga fyrir auga. Hin sígilda
hefnd. Auðvitað, heimskulegt af
mér að sjá það ekki fyrr. Þetta
hérna,” og hann veifaði kortinu,
„þetta kort segir okkur ástæðuna
fyrir þessu öllu.”
„Hefnd? En fyrir hvað?”
„Það virðist langsótt, en þetta er
allt saman svo óliklegt að sérhver
útskýring hlýtur einnig að vera
ólikleg. Hefurðu einhvern tímann
sagt eitthvað, sem Turner hefur
20VIKAN 43.TBL.