Vikan


Vikan - 27.10.1977, Síða 21

Vikan - 27.10.1977, Síða 21
ekki líkaö, hefurðu móðgað hann á einhvern hátt?” Sara sat og hugsaði. „Nei, Alec. Ég held ég hafi aldrei gert meira en að vera í návist hans á daginn.” Hún brosti. „Kannski er það einmitt það gagnstæða. Kannski hann finni til sektar yfir að hafa stungið á sig gróðanum af eplunum okkar fyrsta árið. Hann á kannski bágt með að þola að hafa mig alltaf fyrir augunum sem áminningu um misgjörðir sínar.” Þau fóru bæði að hlæja. Hugsun- in um herra Turner niðurbrotinn af samviskubiti, sér í lagi í sambandi við viðskipti, sem hann græddi peninga á, var ákaflega skemmti- leg. „En þú ert alveg viss um að þú getir ekki í myndað þér nokkurn annan, sem gæti viljað þér ill?” Sara hristi höfuðið og Alec rauk upp eins og hann hefði beðið eftir merki. Sara settist upp í flýti. „Hvað ætlarðu að gera?” „Hringja i lögregluna.” „Nei, ekki gera það, Alec.Bíðum með það þar til á morgun.” Alec hikaði. „Það verður erfitt í fyrramálið. Ég verð að fara á fund.” Sara fann fyrir smávægilegri reiði, en kyngdi henni. „Jæja, við skulum þá biða þar til þú kemur heim úr vinnunni á morgun.” Hún vildi ekki fara ein . Þetta var svo ævintýralegt að lögreglan héldi kannski að hún væri ein þessara móðursjúku kvenna, sem voru að reyna að vekja á sér athygli. Nærvera Alecs myndi gera sögu hennar trúanlega. „Ég held við ættum ekki að draga það svo lengi.” „En, Alec, ég held hann ætli sér ekki að meiða mig líkamlega. Hann hefði þá ekki látið tækifærið ganga sér úr greipum i dag. Ég held í hreinskilni sagt að einn dagur í viðbót hafi ekki svo mikið að segja.” Hún missti jafnvægið af áreynslunni við að reyna að sannfæra hann, og hann rétti út hendina til að styðja hana. „Þú virðist uppgefin. Allt í lagi þá. Við förum strax og ég kem heim frá vinnunni. Farðu nú i rúmið, ég skal færa þér heitt að drekka.” Hún lét til leiðast. I augnablikinu var allt í lagi. Henni hafði verið veittur frestur. „Krepptu hægri hnefann og dragðu saman vöðva hægri hand- leggsins..." Það var daginn eftir. Á meðan rödd ljósmóðurinnar gaf henni fyrirmæli reyndi Sara að einbeita sér til fullnustu. Allt í kringum hana lágu konur í sömu stöðu og hún. Framhald í næsta blaði. - vel þegin gjöf. GEFJUN AKUREYRI J-TEPPI. Stæró; 1,40X2.00 cm. Tviofin. Um 20 mynsturgeróir að velja. GS-TEPPI Einofin, kögruö. Stæró, 1 40 x 1.70 cm fyrir utan kögur 20 mynsturgerðir Útilegan misheppnast aldrei, ef væröarvoöin frá Gefjun er viö hendina þegar veöriö þregst. Rigning, næturkuldi og rysjótt veöur skipta nær engu máli þann, sem er umvafinn hlýju og nýtur þægilegrar snertingar islensku ullarinnar mjúku í Gefjunar væröarvoóinni. Hentug til að breióa yfir bílsætið, tryggir Ijúfan hádegisblund og er til flestra hluta nytsamleg. •w ▼ -v.« VærÖíU-v’ooin fráGefjun 43. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.