Vikan - 27.10.1977, Side 38
EFTIR JOYCE TOWERS
Nóttin
eina
Á morgun verð ég farin héðan, farin
frá fjöllunum og tunglskininu, sem
merlar á laufblöðunum; farin frá
manninum, sem ég mun ætíð unna.
Einungis vegna þess að ég verð að
giftast manninum, sem foreldrar mínir
völdu. En þessi nótt mun alltaf verða
min...
Ég er hrædd. Það er slæmt að
vera hræddur, þegar maður ætti að
vera mjög hamingjusamur.
Úti í víngarðinum syngur faðir
minn við vinnuna til þess að veita
gleðinni í hjarta sér útrás. Inni í
húsinu horfir mamma á mig af
sóttarsæng sinni við ofninn, og það
er gleði í augnaráðinu. Ég ætti að
vera hamingjusöm.
Ég, Katrín Panopoulo, er sextán
ára að aldri og heitbundin. Bráðlega
á ég að giftast.
Kvöldskugginn leggst yfir bak-
garðinn, en steinarnir halda enn
hitanum frá sólskini dagsins. Ég
skynja þá undir fótum minum.
Á morgun fer ég í skó og klæðist
nýju fötunum, sem gerð voru fyrir
þetta tækifæri. Ég fer eftir þjóð-
veginum niður að höfninni, fer með
bátnum til meginlandsins, og ég
mun fara til fjölskyldu mannsins,
sem ég á að giftast. Ég mun fara
einsömul, enginn af fjölskyldu
minni verður með mér. Móðir mín er
sjúk og þarfnast mikillar umönn-
unar, og faðir minn er mjög önnum
kafinn á þessum árstíma við að líta
eftir vínviðnum okkar, svo hann
öðlist nægan styrkleika og beri
ávöxt. Þar að auki eigum við enga
peninga til að halda brúðkaup, og
fjölskylda mannsins, sem ég á að
giftast, hefur samþykkt að sjá um
það fyrir mig.
Já, ég er heitbundin, bráðlega á
ég að giftast, og ég er ástfangin, —
en ekki af þeim sama manni!
Hestvagn kemur niður eftir
götuslóðanum frá fjöllunum og líður
hægt gegnum skugga sítrónu-
trjánna inn i sólskinið. Fluga suðar
í kring um mig og sest að lokum á
kornax villtrar rósmarínjurtar —
blóms Maríu meyjar.
1 nótt verð ég að segja skilið við
allt þetta, við fjöllin, sem hafa
vakað yfir mér, við beitilöndin
ofarlega i fjallshlíðunum, þar sem
skepnurnar eru á beit — og við....
Aimilious, þann, sem ég elska.
Vegurinn er brattur, hann
hlykkjast í ótal bugðum upp
klettóttan brattann, en það skiptir
mig engu, þvi ég er þaulvön
veginum og ég nauðaþekki sér-
hverja klettasnös. Ég kemst upp i
beitilöndin efst í fjallshliðinni.
Hjarta mitt berst ótt og titt í brjósti
mér, án þess að ég fái þar nokkru
ráðið. Ég kasta mæðinni, og
eftirvæntingin næstum ber mig
ofurliði.
Ég ætla að koma honum á óvart.
Skuggar trjánna eru mér vörn.
Ég fylgi þeim meðfram haganum,
þar til ég er komin að kofanum.
Berir fætur mínir gera engan
hávaða, þegar ég hleyp að kofanum.
Ég kemst að dyrunum. Amilious er
þarna, og ég nem staðar andartak.
Hverja minútu héðan í frá verð ég
að muna, því það verður að vera
mér hughreysting, það sem eftir er
ævi minnar.
Aimilious snýr baki við mér, en
hann heyrir til mín og snýr sér við.
Ég fleygi mér í fang hans,
handleggir mínir eru um hnakka
hans, fætur mínir snerta vart
jörðina, og ég þrýsti mér að honum,
sveigist til baka, uns við erum bæði
fallin til jarðar.
„Katrina!” kallar hann upp,
„hvað ert þú að gera hér?” Ég
svara ekki. Aimilious og ég höfum
átt svo margt saman að sælda, að
orð eru óþörf.
Hendur mínar snerta hár hans.
Hið fagra hár hans, sem er ljóst eins
og grískur morgunn, ólíkt öllu, sem
ég hef áður þekkt.
„Katrina, gerðu þetta ekki.”
Hann þrifur i hendur minar, en
höfuð mitt hvílir við brjóst hans, og
likami minn þrýstist að honum.
„Hvað með morgundaginn?”
spyr hann dapurlega.
„Eitthvað, sem aldrei rennur
upp.” En ég veit, að svo mun samt
verða, og þess vegna er ég hér í
kvöld, þvi þetta er í síðasta skipti,
sem ég get verið með honum, sem
ég elska.
Hvað með morgundaginn? Ef
Aimilious bæri jafnmikla ást í
brjósti til mín og ég til hans, væri
ekki ástæða til að óttast. Hann
myndi ekki láta mig fara til þess að
giftast öðrum. Hvað getum við
gert? Ég er ung og fátæk, og
Aimilious á margar systur, og á
okkar eyju er ekki æskilegt, að
bróðirinn giftist, nema framtið
systra hans hafi áður verið tryggð.
Sólin hverfur á bak við fjallið.
Hún mun rísa á ný, og þá verður
morgundagurinn runninn upp.
Aður en það mun verða....
Við erum ekki varkár í nótt, sem
við höfum þó ætíð verið. Ég elska
hann of mikið til þess að láta hann
fara.
Ég, Katrina Panopoulu, er heit-
bundin og ætla að fara að giftast.
Ég er ástfangin, og ég verð að
yfirgefa ástina mina hér í þessum
fjallakofa.
Pinklar mínir eru til reiðu.
„Ég vildi óska, að annað okkar
gæti farið með þér,” segir faðir
minn við mig, „en við komumst
ekki frá. Josef er góður maður,
hann mun reynast þér vel.”
Josef. Ég man þegar hann kom til
eyjarinnar okkar til að leita að
stúlku af okkar fólki til að verða
kona hans. Hann var næstum
sköllóttur og fremur óaðlaðandi, en
hann talaði um dásemdir megin-
landsins og um Aþenu, sem var
heimili hans. Hann sagði mér frá
götunum og verslununum og hálf-
hrundum musterunum, sem fólk frá
mörgum öðrum löndum kom til að
líta augum og þá með mikla
fjármuni meðferðis. Ef til vill hefur
augnaráð mitt komið i'.pp um áhuga
minn. Josef bað föður minn um
hönd mína. Ég veit ekki hvers
vegna.
„Hún mun búa á glæsilegu
hóteli, sem fjölskylda mín á. Faðir
minn er aldraður, svo bráðlega mun
það verða mín eign og sona minna,
sem hún mun fæða mér.” Og hann
horfði á mig eins og maður horfir á
skepnu, til þess að gera sér betur
grein fyrir æxlunarmöguleikum
hennar.
Josef bað ekki um heimanmund.
Hann hafði fremur nútímalegar
lífsskoðanir. Hann bað ekki um
neitt annað en stúlku frá eyjunni
okkar, einfalda og hlýðna, fyrir
eiginkonu.
Ég á að giftast Josef..og ég er
ástfangin af pilti frá eyjunni
okkar....Aimilious.
Rykmökkur þyrlast eftir götunni
fyrir framan okkur. Áætlunar-
bíllinn er kominn til að fara með mig
niður að höfninni. Systur mínar
faðma mig, og faðir minn tekur
andlit mitt milli handa sinna og
þrýstir að skeggjaðri höku sinni.
Stundin er runnin upp, þetta er
kveðjustundin.
ökumaðurinn opnar dyrnar, og
ég fer inn. Ég lít til baka, til
staðarins, þar sem ég fæddist. Ég
hef ekki kjark til að líta upp til
fjallakofans, því augu mín myndu
blindast af sorg minni.
Ef til vill er Aimilious að fylgjast
með veginum og horfir á mig fara.
Ég vona, að hann finni ekki til
jafnmikils sársauka og ég, þvi ég
óska engum þess að bera slíkar
tilfinningar min vegna. Ég kenni til
innra með mér líkt og allir djöflar
sjávarins væru að kvelja mig.
Svona er ást og aðskilnaður. Ég
beygi mig saman, eins og ég var
vön að gera, þegar ég var barn, til
að lina krampann í maganum. En
þessi krampi hverfur ekki.
Ég kem að höfninni og til
skipsins, sem mun flytja mig frá
eyjunni minni. ■ Einmanakenndin
gagntekur mig.
Ég kem til hafnarinnar og
staðarins, sem hefur að geyma
stræti, verslanir og hálfhrunin
musteri. Augu mín óska þess ekki
að lita þessa hluti.
Josef bíður min á hafnarbakk-
anum. Það er skellinaðra við hlið
hans. „Þú ert sein.” Hann kemur
auga á pinkilinn í hendi minni en
tekur ekki við honum af mér.
„Komdu”.
Ég klifra aftan á skellinöðruna.
„Fjölskylda min biður eftir því
að hitta þig”.
Við yfirgefum hafnarbakkann
með háu iskri. Innan skamms
sveigjum við fram og aftur, milli
bíla, hestakerra og flutningavagna.
Ég er hrædd, en segi það ekki.
Hverju skiptir það? Eg ég fell af
þessu farartæki, nú þá það. Þá læt
ég kannski lífið, og það mun losa
mig við þennan hræðilega sársauka,
sem er innra með mér, hugsa ég. En
ég fell ekki af.
Stundin er liðin. Hjólið nemur
staðar. Ég fer af, og Josef slekkur á
hjólinu og skorðar það við tré.
Dyrnar á næstu byggingu opn-
ast.
38VIKAN 43. TBL.