Vikan


Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 45
„Ég vil það. Farðu, Giuliano.” Ungi maðurinn kerti hnakkann. „Hvers vegna skyldi ég gera það? Ég læt þig ekki skipa mér fynr. Þínir dagar eru taldir. Brátt verð ég tekinn við af þér. Mundu það, þegar þú liggur fyrir dauðanum,” hreytti hann út úr sér og snerist á hæli. Carla gekk fram á brúnina. „Þú tekur aldrei við titlinum, Giuliano. Þvi lofa ég þér.” Hann nam snöggt staðar. „Hvað áttu við?” „Þú ert ekki erfingi föður míns. Ég lét hann fá sannanir fyrir þvi í morgun,” sagði hún. „Ég trúi þér ekki. Hvaða sannanir?" „Sannanir fyrir því, að gifting Oreste Malaspina, frænda þins, var lögleg.” Mikið uppþot varð í garðinum. Giuliano starði á frænku sina. „og hann átti....átti hann son?” Hún kinkaði kolli. „Hver er hann?” spurði hann. Þögn sló á mannfjöldann. „Geturðu ekki sagt þér það sjálfur? Enginn hefur hingað til efast um að Matteo væri sonur bróður mins. En ég vissi ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum að hann væri skilgetinn.” Náfölur sneri Matteo sér að Regínu. „Vissir þú þetta? Gerði þetta mig tilvalinn mann til að giftast?” Hún mætti ákveðin reiðilegu augnaráði hans. „Ég vissi þetta ekki. Edward minntist aldrei á þetta. Hann sagði mér, að hann og Carla gætu eyðilagt aðstöðu Giuli- anos i Roccaleone, en hann sagði ekki hvernig. Hvað viltu að ég geri. Yfirgefi þig og fari aftur heim til Englands?” Honum rann reiðin. „Ég læt eins og kjáni,” sagði hann og brosti, en varð svo aftur alvarlegur. „Regína, þú mundir ekki fara, er það? Ég veit að þú ert ekkert sérlega hrifin af þessum stað. Er ég að fara fram á of mikið?” Hún brosti til hans ástúðlega. ,, Ég hugsa að ég sætti mig bara við þetta." Matteo tók hana í fang sér og kyssti hana innilega fyrir framan alla borgarbúa. „Giuliano —” sagði markgreifinn hátt og ákveðið, „hefur varpað smán á nafn okkar. Það er aðeins eitt, sem hann getur gert, og það er að fara með Beppo. Ég mun aldrei aftur taka á móti honum hér i kastalanum.” „Við sjáum nú til,” sagði Giuiiano háðslega, en hann rétti samt einum félaga sínum hjálminn og gleraugun. „Geymdu þetta fyrir mig.” Mannfjöldinn vék fyrir Beppo og Giuliano. Einhver opnaði hliðið og þeir hurfu i gegnum það. Fyrir utan heyrðist bill fara af stað og augnabliki síðar heyrðist gnýrinn af mótorhjóli, þegar lögregluþjónninn fylgdi á eftir þeir út úr borginni. Borgarstjórinn rétti upp höndina og hastaði á fólkið. „Kæru íbúar Roccaleone. Okkar ágæti mark- greifi bað mig fyrir skilaboð til ykkar. Þau eru þessi. Giuliano mun ekki angra ykkur framar.” Carla brosti. „Þér tókst það, Edward. Þú bjargaðir Roccaleone.” „Það vorum við,” leiðrétti hann hana. „En er þetta nóg. Hvað er til að hindra það, að hann komi aftur?” Edward hristi höfuðið. „Nei, Carla, Vertu óhrædd. Þessu er lokið.” Hún leit allt i einu óttaslegin á hann. „Hvað áttu við?” Það var eitthvað á seyði við hliðið. Lögregluþjónninn kom skjögrandi upp að pallinum „Herra Edward,” sagði hann ásakandi, „þú vissir þetta. Þú vissir að þeir væru að ganga út i dauðann.” Edward leit niður á unga manninn. „Hvað gerðist?” „Ég var rétt fyrir aftan þá. Þeir fóru fram af á bröttustu beygjunni. Það virtist ekki vera neitt að bilnum. Beppo reyndi ekki einu smni að snúa stýrinu. Hann ók bara beint fram af. Giuliano reyndi að komast að stýrinu. Þeir voru að slást um það, þegar þeir fóru fram af. Billinn fór hverja veltuna á fætur annarri.” Rödd hans varð hás af æsingu. „En þú, þú vissir, hvað hann ætlaðist fyrir. Þú reyndir að hindra hann i að taka Giuliano með sér.” Markgreifinn stóð við hlið Ed- wards. „Ungi maður,” sagði hann hægt og rólega, eins og hann var vanur, „þrátt fyrir að Beppo Tebaldi væri frá Naples, þá var hann einn af okkur. Við börðumst saman hlið við hlið, löngu áður en þú fæddist. Ef hann hefur viljandi keyrt fram af brúninni, þá hefur hann hugsað sem svo, að það siðasta, sem hann gæti gert fyrir Roccaleone, væri að taka sonarson minn með sér. Við skulum ekki gleyma því. Og annað skulum við hafa í huga, Giuliano fór sam- kvæmt minni skipun.” Lögregluþjónninn starði á þá, alveg ráðþrota. Hann gat aldrei skilið þetta fólk í Roccaleone. „Láttu þetta eiga sig,” ráðlagði Edward honum. „Þetta var......... slys.” Hugh gekk til þeirra, ásamt Bernard Gifford. „Herra Gifford,” sagði Matteo, við munum að sjálfsögðu bæta að fullu skemmdirnar á heimili þinu.” Gifford hristi höfuðið. „Þakka þér fyrir, en ekkert getur bætt mér þetta. Ég verð að fara héðan.” Hann gekk i burtu. „Hugh,” sagði Matteo lágt, „fáðu hann til að fara í burtu í nokkra daga. Á meðan látum við laga allt heima hjá honum.” Hugh glotti. „Þú ert aldeilis stórkostlegur, Matteo. Strax búinn að taka að þér stjórnina.” Hann leit i kringum sig. „Ekki það að ég öfundi þig. Þú átt þetta allt skilið. Og svo hreppir þú líka Regínu. Skntið, ég sem hélt að ykkur geðjaðist ekki hvort að öðru.” Gifford kallaði á hann og Hugh hraðaði sér á eftir honum. Brátt voru allir famir úr garð- inum. Það fór hrollur um Regínu. „Þetta var hræðilegt. Markgreifinn vissi þetta, Matteo. Þess vegna sendi hann Giuliano með Beppo.” Matteo lagði handlegginn yfir axlir hennar. „Þetta var hans leið til að framfylgja réttlætinu. Þú mátt ekki leggja á hann hatur fyrir það.” Hún leit snöggt upp. „Ég gæti aldrei hatað hann. Ég vissi bara ekki, að hann gæti verið svona miskunnarlaus.” „Við • emm stolt fjölskylda, Regína. Ertu viss um að þú getir þolað okkur? Ég er sjálfur mjög miskunnarlaus. ” Hún hló. „Það veit ég. Ég sé, að ég á erfiða tíma fyrir höndum. En mér er að skiljast, að það er einmitt það, sem ég hef alltaf viljað.” Sögulok - Bíllinn okkar er alveg nýr. 43. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.