Vikan


Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 47

Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 47
Ronald Biggs kennir Mike Fernand syni sínum ensku með aðstoð segulbands. Scotland Yard yfir höfði sér. Og ekki varð það til að létta geð varða laga og réttar í Bretlandi, er aðmírállinn á freigátunni, Martin Wemyss, lýsti þvi yfir, að hefði einhver undirmanna hans ætlað að taka Biggs fastan, hefði hann þegar í stað látið sleppa honum. ,,Ég er ekki lögreglumaður að atvinnu, og það er ekki í mínu verksviði að handtaka menn þvert gegn þeim lögum, sem ríkja í Brasilíu," sagði aðmírállinn, og þar með var því máli lokið. Biggs er þegar orðinn þjóð- sagnapersóna. Hann var smiður að atvinnu, mikið kvennagull, hljópst á brott með dóttur púritansks kennara, tók þátt í lestarráninu mikla og slapp þrisvar úr klóm Scotland Yard. Nú lifir hann í vellystingum I Ríó — en hver endir sögu hans á eftir að verða leiðir tíminn i Ijós. 43. TBL. VIKAN 47 ,,Sonur minn skal ekki verða afbrotamaður," segir Biggs, þar sem hann heldur á Mike litla fyrir framan Kristsstyttuna frægu í Rió. Fáir feður eiga sonum sínum jafn mikið að gjalda og Ronald Biggs, einn frægasti afbrotamaður aldarinnar, sem rændi forðum póstlestina hjá Glasgow í Skotlandi. Þótt Mike Fernand, sonur Ronalds, sé ekki nema þriggja ára, hefur hann tryggt föður sínum frelsi, svo lengi sem hann heldur sig innan landamæra Brasilíu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.