Vikan


Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 52

Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 52
Bakstykkið: Fitjið upp 66 (70) 72 (76) lykkjur með tvöföldu drapp- litu (ecru) garni á prjóna nr. 5 og prjónið snúning, 2 réttar 2 snúnar 10 sm. Skiptið á prjóna nr. 6 og prjónið randamunstrið og alltaf rétt. Aukið 8 (7) 8 (7) lykkjur jafnt deilt yfir fyrsta prjóninn — byrjið randamunstrið frá röngunni. Þeg- ar stykkið mælist 65 (67) 69 (71 sm, eru felldar af 14 (15) 16 (17) lykkjur fyrir miðju á stykkinu og hvor hlið prjónuð fyrir sig. Fellið af eina lykkju við hálsinn í hverri umf fjórum sinnum og fellið samtímis af við öxlina í byrjun hverrar umf 8, 9, 9 (9, 9, 9) 9, 9, 10 (9, 10, 10) lykkjur. Framstykkið: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykkið, þangað til stykkið mælist 60 (62) 64 (66) sm. Fellið af 10 (11) 12 (13) lykkjur fyrir miðju og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af eina lykkju við hálsinn í hverri umf sex sinnum og fellið af á öxlinni í sömu hæð og á bak- stykkinu og á sama hátt. Eramarnar: Fitjið upp 42 (46 ) 48 (52) lykkjur með tvöföldu drapplitu (ecru) garni á prjóna nr. 5 og prjónið snúning eins og á bakstykkinu. Skiptið á prjóna nr. 6 og fitjið upp eina nýja lykkju fyrir stærðirnar 46 og 50. Byrjið randamunstrið frá röngunni. Aukið eina lykkju í Mokka KAPUR-FRAKKAR-JAKKAR íslensk skinn íslensk hönnun íslensk framleiðsla simi: 27211 hvorri hlið á sjöunda hverjum sm fimm sinnum, þangað til þið hafið 53 (56) 59 (62) lykkjur á prjónun- um. Þegar ermin er 52 (53) 54 (55) sm, á að auka 1 lykkju í hvorri hlið og síðan í fjórðu hverri umf þrisvar sinnum og annarri hverri tvisvar. Fellið laust af. Frágangur og hálsmál: Saumið annan axlarsauminn. Tak ið upp 74 (76) 78 (80) lykkjur við hálsmálið með tvöföldu drapplitu (ecru) garni og prjónum nr. 5 og prjónið snúning, 2 réttar 2 rangar, í ca 20 sm. Fellið af og saumið peysuna saman. Stærð er sú sama og á hettupeys- unni og garnnotkun sama. Randamunstur: 10 umf tvöfalt milliblátt 8 umf milliblátt/grænt 10 umf tvöfalt grænt 8 umf grænt/ljósgrænt 10 umf tvöfalt Ijósgrænt 8 umf Ijósgrænt/blágrænt 10 umf tvöfalt blágrænt 8 umf blágrænt/blátt 10 umf tvöfalt blátt 8 umf blátt/ milliblátt. Endurtakið þetta allan tímann. ATH! að skipta um lit á röngunni. Bakstykkið: Fitjið upp 66 (69) 72 (75) lykkjur með tvöföldu millibláu garni á prjóna nr. 6. Prjónið randa- munstur. Þegar stykkið er 25 sm, á að fitja upp eina lykkju í hvorri hlið (saumfar frá klaufinni). Þegar stykkið er 73 (75) 77 (79) sm, á að fella af við axlirnar í byrjun hvers prjóns í hvorri hlið: 6, 6, 6 (6, 6, 7) 6, 7, 7 (7, 7, 7) lykkjur. Fellið síðustu lykkjurnar allar af í einu. Framstykkið er prjónað alveg eins og baksiykkið. Ermarnar: Fitjið upp 46 (48) 50 (52) lykkjur með tvöföldu millibláu gami á prjóna nr. 6 og prjónið randa- munstur. Þegar ermin mælist 49 (50) 51 (52) sm, á að auka út 1 lykkju í hvorri hlið fyrst í fjórðu hverri umf 4 sinnum, Síðan í annarri hverri umf tvisvar sinnum. Fellið laust af. Frágangur: Saumið peysuna saman með saumana út (= á réttunni). Ef ykkur þykir smekklegra að saum- arnir snúi inn, þá breytir það auðvitað engu. Saumið tölur á hægri öxl ef vill. 52 VIKAN 43, TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.