Vikan - 26.01.1978, Síða 4
• Úr.ryðfríu stáli að innan.
• Hljóðlát og auðveld í notkun
• Háþrýstiþvottur fyrir potta
• Sérstakur glansþvottur fyrir glös
• Skolar og heldur leirtauinu röku
• Þvær upp 12—14 manna borðbúnað
• Tryggið yður þjónustu fagmanna.
• Vönduð en samt ódýr.
Munió IGNIS veró.
RAFIÐJAN
RAFTORG
IGNIS Stórglæsileg og vönduð uppþvottavél
Model: Aida 460
Frá þorpinu Teror: Sjón, sem ekki er að sjá / ferðamannabæjunum, ósköp venjuieg ibúðarhils, sem ekkihafa verið
máiuð íiengri tíma.
PLAYA DELINGLÉS
Strandbæir eru margir á Gran
Canaria, og er Playa del Inglés
einn þeirra. Fyrir u.þ.b. 15 árum
var þar aðeins sandur og auðn, en
þegar ströndin við Las Palmas gat
ekki lengur tekið á móti öllum
þeim ferðamönnum, sem þangað
streymdu, var afráðið að breyta
þessu svæði í ferðamannabæ.
Ferðaiðnaðurinn byrjaði að vísu
upphaflega á San Augustin, sem
er næsta strönd við Playa del
Inglés.
Playa del Inglés er einkennandi
fyrir ferðamannastaðina á Gran
Canaria. Þar sérðu ekkert, sem er
Kanaríeyjar — er ekki dregið af
kanarífuglum, eins og margir
virðast álíta, heldur af latneska
orðinu ,,Canis," sem þýðir hund-
ur.
Þessi skemmtikraftur vakti fádæma hrifningu áheyrenda á nætur-
kiúbbnum Beverly Park, ístrandbænum San Augustin. Nafn hans er
Dave Charles, og erhann breskur, en hefur starfað á Gran Canaria um
nokkurra mánaða skeið. Dave skemmtigestum meö ýmiss konar
eftirhermum, og þarna er hann í hlutverki Micks Jagger, sem hann náði
stórkostlega ve/, sem og öðrum, sem hann lék eftir. Mesta skemmtun
hans var þó að stríða gestum — og alvinsælast var að láta beina kösturum
að fólki, sem var á leið á WCið, og synga um leið,, We know where you're
going!" — við mikinn fögnuð allra, nema viðkomandil!
Frumbyggjar eyjanna voru hvítir
og hávaxnir, og lifnaðarhættir
þeirra voru í litlu frábrugðnir
lifnaðarháttum manna á Ný-Stein-
öld. Þeir notuðust við steina og
bein, klæddust geitarskinnum og
bjuggu í hellum. Aðalfæða þeirra
var hunang, mjólk, ávextir og
geita- og svínakjöt. Lík voru
smurð og vafin, og I dag er hægt
að sjá slíkar múmíur á Kanaríska
safninu í Las Palmas.
Gran Canaria er 1.532 ferkíló-
metrar að stærð, 55 km á lengd og
47 km á breidd. Hæsti tindur
eyjunnar er í 2.000 m hæð yfir
sjávarmáli. Gran Canaria er land
andstæðna, í norðri eru grænir
akrar og landslag stórkostlega
fallegt, og er þar mjög þéttbýlt.
Aðallega búa þar bændur, sem
hafa atvinnu sína af bananarækt.
Suðurhlutinn er staður sólskins-
ins, þar kemur nánast aldrei dropi
úr lofti, og landslag er þar
hrjóstrugt og eyðilegt. Hiti er mjög
jafn á eyjunum árið um kring,
eyjarskeggjar þekkja ekki hinn
harða vetur, hinn yfirþyrmandi
hita sumarsins, né fallandi lauf
haustsins.
Fyrr á tíðum var mest ræktað af
sykurreyrogtóbaki, en nú til dags
er mest ræktað af banönum og
tómötum, og árlega er mikið flutt
út af þessum vörum til Svíþjóðar,
Noregs, Bretlands, Frakklands og
fleiri Evrópulanda.
4 VIKAN 4. TBL.