Vikan - 26.01.1978, Page 18
2. HLUTI FRAM-
Það sem gerst hefur:
Gwenda Reed er nýkomin til
Englands til þess að leita að húsi
handa sér og Giles, eiginmanni
sínum. Giles ætlaði að koma á eftir
henni, þegar hún hefði keypt hent-
ugt húsnæði. 1 nágrenni Dillmouth,
sem er skemmtilegur og gamaldags
sjávarbær, finnur hún rétta húsið.
Hillside fellur henni strax vel í geð
og henni finnst jafnvel eins og hún
hafi komið þangað áður. Hún lætur
flytja þangað ÖU gömlu húsgögnin,
sem Giles hafði erft eftir frsénku sína
og fær smiði til þess að lagfæra
ýmislegt í húsinu. Hún verður þess
áþreifanlega vör, að ýmislegt þarna
kemur henni kunnuglega fyrir
sjónir. Hvað skyldi valda því?
Hún þvingaði sig til að halda
áfram að ræða við Taylor.
,,Það var annað atriði, sem ég
ætlaði að minnast á við þig,” hélt
hún áfram.” ,,Ég get ekki opnað
annan skápinn, uppi í minu
herbergi. Ég þarf að láta opna
hann.”
Það var augljóst mál, að það væri
þægilegra að hafa hurð á milli, en af
hverju hafði hún gengið svona
ákveðið að nákvæmlega þessum
stað? Það skipti ekki máli, hvar á
veggnum hurðin myndi verða, en
alltaf hafði hún, án þess að hugsa
sig um, gengið beint að þeim stað á
veggnum, þar sem hurðin hafði í
raun verið.
Ég ætla að vona, hugsaði
Gwenda með hálfgerðum óhug, að
ég sé ekki skyggn, eða eitthvað í
þá áttina...
Hún hafði aldrei skynjað neitt
slíkt. Hún var ekki sú manngerð.
Eða var það? Það var þetta með
tröppurnar frá veröndinni og niður
á grasflötina. Gat það verið, að hún
hafi vitað að þær voru þarna, fyrst
hún var svona áköf í að fá þær
einmitt á þessum stað?
Ef til vill bý ég yfir einhverju
yfirnáttúrulegu afli, hugsaði
Gwenda, og henni leið illa. Eða var
þetta eitthvað i sambandi við húsið
sjálft?
Af hverju hafði hún spurt frú
Hengrave, hvort það væri drauga-
gangur í húsinu?
Auðvitað var þar enginn drauga-
gangur. Þetta var dásamlegt hús.
Það gat ekki verið neitt að húsinu.
Frú Hengrave hafði líka greinilega
orðið mjög undrandi, að henni
skyldi detta þetta í hug.
Eða hafði verið einhvers konar
varfærni eða hik í framkomu
hennar?
Guð minn góður, hvernig ég læt
ímyndunaraflið hlaupa með mig í
gönur, hugsaði Gwenda.
Maðurinn fór upp með henni og
athugaði hurðina.
,,Það hefur verið málað svona oft
yfir hann,” sagði hann. ,,Ég skal
láta einn af mönnum mínum opna
hann fyrir þig á morgun, ég vona að
það nægi.”
Gwenda samþykkti það og Tayl-
or fór.
Um kvöldið var Gwenda tauga-
óstyrk og óörugg. Ekkert smáhljóð
fór framhjá henni, þar sem hún sat
inni í stofu og var að reyna að lesa.
Einu sinni eða tvisvar fór um hana
kuldahrollur og hún leit um öxl i
flýti. Hvað eftir annað reyndi hún
að fullvissa sjálfa sig um, að þetta
með hurðina og tröppurnar hefði
enga þýðingu. Þetta væri bara
tilviljun. Þetta væri einungis afleið-
ing rökréttrar hugsunar.
Án þess að vilja játa það fyrir
sjálfri sér leið henni illa við
tilhugsunina að fara ein upp að
sofa. Þegar hún að lokum stóð upp,
slökkti ljósið og opnaði dyrnar fram
í holið, fann hún að hún kveið fyrir
að ganga upp stigann. Hún
hálfhljóp upp og inn ganginn og
opnaði dyrnar inn í herbergið sitt.
Þegar hún svo var komin innfyrir,
fann hún, að ótti hennar var
ástæðulaus og hún varð rólegri.
Hún leit feginsamlega í kringum
sig. Hérna fannst henni hún örugg,
örugg og ánægð. Já, fyrst hún var
komin hingað, þá var hún örugg
(örugg fyrir hverju, kjáninn þinn?
spurði hún sjálfa sig). Hún leit á
náttfötin sín, sem lágu á rúminu og
á inniskóna, sem stóðu við rúmið.
Gwenda þó, það mætti halda, að
úr gleym
þú værir ekki nema sex ara. Þu
ættir að eiga kanínuskó með
dúskum á.
Hún fór upp í rúmið, létt í skapi,
og sofnaði brótt.
Næsta morgun þurfti hún að reka
ýmis erindi í borginni. Þegar hún
kom til baka, var kominn hádegis-
verður.
„Mennirnir eru búnir að opna
skápinn í herberginu þínu,” sagði frú
Cocker um leið og hún bar inn
steiktan fisk, kartöflustöppu og
soðnar gulrætur.
,,Ö, gott,” sagði Gwenda.
Hún var' orðin glorhungruð og
naut matarins. Þegar hún hafði
drukkið kaffi inni í stofunni, fór hún
upp í svefnherbergi sitt. Hún gekk
inn gólfið og opnaði hurðina á
skópnum í horninu.
Skyndilega rak hún upp hræðslu-
óp.og stóð og starði inn í skápinn.
Inni í skápnum sást hið uppruna-
lega veggfóður, en alls staðar
annars staðar hafði verið málað yfir
það með gulleitri málningu.
Herbergið hafði greinilega einhvern
tíma verið veggfóðrað með rósóttu
veggfóðri og þetta veggfóður var
með myndum af sóleyjavöndum og
kornblómum...
Gwenda stóð lengi og starði ó
veggfóðrið, en fór síðan yfir að
rúminu og settist niður.
Hérna var hún í húsi, sem hun
hafði aldrei komið í áður, og þar að
auki í landi, sem hún hafði aldrei
heimsótt fyrr — og það voru ekki
nema tveir dagar síðan hún hafði
legið í rúminu og látið sig dreyma
um, hvernig , veggfóður hún vildi
hafa í einmitt þessu herbergi — og
veggfóðrið, sem hún hafði látið sér
detta í hug, var nákvæmlega eins
og það, sem hafði einhvern tíma
verið á þessum veggjum.
VIÐ OG VIÐ SÁ HÚN, - EKKI
FRAM ITÍMANN, HELDUR
AFTUR Á BAK, — TIL ÞESS
TÍMA, SEM HUSIÐ HAFÐI
VERIÐ ÖÐRUVÍSI EN ÞAÐ VAR
NUNA. HVENÆR SEM VÆRI
gæti hún séð EITTHVAÐ
FLEIRA - EITTHVAÐ, SEM
HÚN VILDI EKKI SJÁ... ÞETTA
hús gerði hana
HRÆDDA EÐA VAR ÞAÐ
HÚSIÐ, SEM HÚN ÖTTAÐIST,
EÐA HÚN SJÁLF? HÚN VILDI
EKKIVERA EINS OG ÞETTA
FÓLK, SEM ALLTAF VAR AÐ
SJÁ EITT OG ANNAÐ....
1
Hún reyndi í huganum að komast
til botns í þessu, en hugsanir
hennar voru allar á ringulreið-
Kannski voru þetta einhvers konar
ofskynjanir, eða einhver hæfileik'
til að sjá aftur í tímann...
Þetta með garðstíginn og dyrnar
gat verið tilviljun — en þetta gat
engan veginn verið nein tilviljun-
18 VIKAN 4. TBL.