Vikan


Vikan - 26.01.1978, Síða 19

Vikan - 26.01.1978, Síða 19
HALDSSAGA EFTIR AGÖTHU CHRISTIE Það gat ekki verið, að hægt væri í huganum að ímynda sér svona veggfóður, sem var líka engan veginn neitt algengt, og finna það svo alveg nákvæmlega eins og hún hafði ímyndað sér það... Nei, á þessu hlaut að vera einhver skýring, sem hún ekki kom auga á, og einmitt það gerði hana ótta- slegna. Við og við sá hún, — ekki fram í tímann, heldur aftur á bak, — til þess tíma, sem húsið hafði verið öðruvísi, en það var núna. Hvenær sem væri gæti hún séð eitthvað fleira — eitthvað, sem hún ekki vildi sjá... Þetta hús gerði hana hrædda... Eða var það húsið, sem hún óttaðist, eða hún sjálf? Hún vildi ekki vera eins og þetta fólk, sem alltaf var að sjá eitt og annað... Hún stundi þungan, náði i hattinn sinn og kápuna, og flýtti sér « útr úr húsinu. Á pósthúsinu sendi hún eftirfarandi skeyti: WEST, 19 ADDWAY SQUARE ' CHELSEA LONDON. HEF SKIPT UM SKOÐUN. KEM Á MORGUN. GWENDA. Hún sendi skeytið og borgaði fyrir svarskeyti. 3. ,,HYLJIÐ ANDLIT HENNAR” Raymond West og kona hans gerðu allt, sem þau gátu, til þess að hinni ungu eiginkonu Giles fyndist hún velkomin hjá þeim. Það var ekki við þau að sakast, þótt Gwendu þætti þau frekar fráhrind- andi. Útlit Raymonds og fram- koma, en hann var oft einna líkastur ránfugli í vígahug og stundum hækkaði hann svo róminn og ruddi út úr sér svo miklum orðaflaumi, að hann varð algjörlega óskiljanlegur, gerðu Gwendu bæði stóreyga og taugaóstyrka. Bæði hann og Joan virtust tala eitthvert tungumál, sem þau ein skildu. Gwenda hafði aldrei kynnst fólki úr þeirra stétt fyrr og þekkti lítið til lífsvenja þess. ,,Við ætlum að fara með þig á nokkrar sýningar,” sagði Raymond við Gwendu, sem sat og drakk gin, þótt hún hefði heldur kosið að fá tebolla eftir ferðalagið. Það lifnaði strax yfir Gwendu. ,,I kvöld förum við og sjáum ballett i Sadlers Wells og á morgun ætlum við að halda upp á afmæli Jane frænku, hún er alveg einstök — þá sjáum við Greifynjuna af Malfi með Gielgud, og á föstudag- inn verður þú endilega að sjá, Þeir gengu án fóta. Það er þýtt úr rússnesku — besta leikrit, sem sýnt hefur verið síðastliðin tuttugu ár. Það er í Witmore leikhúsinu.” Gwenda kvaðst hlakka mikið til ills þessa. Þegar Giles kæmi hugsaði hún með sér, þá gætu þau samt sem áður farið og séð söngleiki og annað slíkt, sem hún hafði áhuga á. Hún var reyndar ekkert sérlega hrifin af að eiga að fara að sjá þetta leikrit, en kannski yrði það ágætt, en venjulega voru þessi þungu leikrit ekkert. sem var gaman að. ,,Þú verður áreiðanlega hrifin af Jane frænku minni,” sagði Ray- mond. ,,Ég myndi helst vilja lýsa henni sem fágætum forngrip frá Viktoríu-tímabilinu. Hún býr í litlu þorpi af þeirri gerðinni, þar sem allt er tiðindalaust. Þar gerist ekkert.” ,,Það dró nú samt til tíðinda þar,” sagði konan hans þurrlega. ,,Það var einungis ástríðufullur harmleikur — það lá allt ljóst fyrir — þar þurfti engrar skarpskyggni við.” ,,Þú fylgdist nú samt með því af nægilega miklum áhuga,” minnti Joan hann á. ,,Þrátt fyrir allt, var það Jane frænka, sem fann morðingjann.” O, hún er enginn kjáni. Hún elskar allar ráðgátur.” ,,Hvers konar ráðgátur?” spurði Gwenda og datt helst í hug einhverjar stærðfræðiþrautir. Raymond baðaði út handleggj- unum. ,,Það er sama, hvað er. Hvers vegna fór kona grænmetissalans með regnhlíf á fundinn í kirkjunni í þurru og góðu veðri. Hvernig stóð á því að rækjudós fannst einmitt á þessum stað. Hvað varð um hempu prestsins. Jane frænka leysir allar slíkar gátur með miklum áhuga. Svo ef þú átt við einhver vandamál að stríða, Gwenda, þá skaltu leita til hennar. Hún kann svör við flestu.” Hann hló og Gwenda hló líka, en skki mjög innilega. Daginn eftir var hún kynnt fyrir Jane frænku, öðru nafniungfrú Marple.. Ungfrú Marple var aðlaðandi eldri kona, hávaxin og grönn, með bleikar kinnar og blá augu. Þau borðuðu kvöldverðinn snemma og skáluðu fyrir Jane frænku og fóru síðan í leikhúsið. Tveir karlmenn bættust í hópinn. Eldri maðurinn var listamaður, en hinn ungur lögfræðingur. Lista- maðurinn ræddi jafnt við Joan og ungfrú Marple, og virtist skemmta sér vel yfir athugasemdum þeirrar síðastnefndu. Þessi niðurröðun breyttist samt sem áður, þegar komið var í leikhúsið. Gwenda sat í miðjunni, með Raymond á aðra hlið sér og lögfræðinginn á hina. Ljósin voru deyfð og leikritið hófst. Leikurinn var frábær og Gwenda naut sýningarinnar mjög. Hún hafði ekki séð mikið af góðum leikhúsverkum. Það leið að lokum leikritsins og hápunkturinn var örstutt hryllings- atriði. Rödd leikarans hljómaði um salinn, þrungin örvæntingu. „Hyljið andlit hennar. Ég fæ ofbirtu í augun, hún dó ung...” Gwenda hljóðaði. Hún stökk upp úr sætinu, ruddi sér leið fram hjá hinum og út á ganginn, út um dyrnar, upp tröpp- urnar og út á götu. Hún nam ekki einu sinni staðar þá, heldur hálfhljóp örvita af skelfingu upp að Heymarket. Það var ekki fyrr en hún var komin inn á Piccadilly, að hún fór að svipast um eftir lausum leigubíl. Hún veifaði einum, settist inn og gaf upp heimilisfangið á húsinu í Chelsea. Með skjálfandi höndum tók hún upp peningana, borgaði leigubílinn og fór upp tröppurnar. Þjónninn, sem opnaði fyrir henni, leit undrandi á hana. ,,Þú kemur snemma heim ungfrú. Leið þér illa?” ,,Ég — nei, já — það var að líða yfir mig.” ,,Má bjóða þér eitthvað, ungfrú?. Koníak kannski?” ,,Nei takk, ekki neitt. Ég ætla að fara beint í rúmið.” Hún hljóp upp stigann til þess að komast hjá frekari spurningum. Hún afklæddist, skildi fötin eftir í hrúgu á gólfinu, og fór upp í rúmið. Þar lá hún skjálfandi, með ákafan hjartslátt, og starði upp í loftið. Hún heyrði ekki, þegar hin komu heim, en fimm mínútum síðar opnuðust dyrnar og ungfrú Marple kom inn. Hún var með tvo hitapoka undir annarri hendinni og bolla í hinni. Gwenda settist upp í rúminu og reyndi að hætta að skjálfa. „Ö, ungfrú Marple, mér finnst þetta svo hræðilega leiðinlegt. Ég veit ekki hvað kom yfir mig, — ég skammast mín alveg hræðilega. Eru þau mjög reið við mig?” „Hafðu nú engar áhyggjur, kæra barn,” sagði ungfrú Marple. „Hérna, taktu þessa hitapoka og reyndu að fá í þig hita.” „Það er alveg óþárfi, ég þarf ekki hitapoka.” „O, jú, jú. Svona já. Og drekktu svo þennan tebolla...” Teið var heitt og sterkt og með alltof miklum sykri, en Gwenda hlýddi og drakk það. Hún skalf nú ekki eins mikið. „Leggstu nú bara út af og farðu að sofa,” sagði ungfrú Marple. „Þú hefur orðið fyrir einhverri geðshrær- ingu. Við ræðum það allt saman á morgun. Reyndu nú bará að hafa engar áhyggjur og fara að sofa.” 4. TBL. VIKaN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.