Vikan


Vikan - 26.01.1978, Síða 20

Vikan - 26.01.1978, Síða 20
Hún breiddi vandlega ofan á Gwendu, klappaði henni á kinnina, brosti og fór. Niðri sagði Raymond önugur við Joan: „Hvað gekk eiginlega að stúlkunni? Var hún veik, eða hvað?” „Kœri Raymond, ég veit það ekki, hún bara œpti allt í einu. Ég geri ráð fyrir, að hún hafi tekið leikritið of alvarlega.” „Ja, auðvitað var það dálitið óhugnanlegt. En ég hefði samt ekki haldið — ” Hann þagnaði um leið og ungfrú Marple kom inn. „Er allt í lagi með hana?” „Já, það held ég. En hún hefur fengið snert af taugaáfalli.” „Taugaáfalli? Bara af því að horfa á þetta leikrit?” „Ég hef nú grun um, að það liggi eitthvað fleira að baki,” sagði ungfrú Marple hugsandi. Gwenda fékk morgunverðinn sendan í rúmið. Hún drakk smávegis af kaffinu og rétt nartaði í ristaða brauðsneið. Þegar hún kom niður, var Joan farin að mála og Raymond búinn að loka sig inni i vinnuherbeargisínu. Ungfrú Marple sat alein við gluggann, sem sneri út að ánni, og var önnum kafin við prjónaskap. Hún leit upp og brosti hlýlega, þegar Gwenda kom inn. „Góðan dag, vina min. Ég vona að þér líði betur.” „Já, já, það er allt í lagi með mig. Eg skil bara ekki, hvernig ég gat hagað mér svona heimskulega i gærkvöldi. Eru þau — eru þau mjög reið mér?” „Nei, nei. Þau skildu þetta fullkomlega.” „Skildu hvað?” Ungfrú Marple leit upp frá prj ónaskapnum. „Að þú fékkst snert af tauga- áfalli í gærkveldi. „Hún hélt áfram, vingjarniegum rómi: „Heldurðu að það væri ekki gott fyrir þig að trúa mér fyrir þessu?” Gwenda gekk órólega um gólf. „Ég held það sé full þörf á því, að ég fari til sálfræðing.” „Það er auðvitað mikið af góðum sálfræðingum i London, en ertu nú viss um, að það sé það, sem þú þarfnast?” „Ja — ég held, að ég sé að ganga af vitinu — ég hlýt að vera að verða vitlaus.” Þjónustustúlkan kom inn með skeyti á silfurbakka, sem hún rétti Gwendu. „Sendillinn spyr, hvort hann eigi að taka svarskeyti til baka?” Gwenda opnaði umslagið. Þetta var endursent skeyti frá Dillmouth. Hún starði á það smástund eins og utan við sig, en vöðlaði því svo saman. „Það er óþarfi,” sagði hún svo tómlega. Þjónustustúlkan fór. „Ég vona, að þú hafir ekki fengið slæmar fréttir?” . „Það er frá Giles — manninum mínum. Hann er að koma. Hann kemur eftir viku.” Það var örvænting í rödd hennar. Ungfrú Marple ræskti sig. „Jæja, — það hlýtur að vera — þú hlýtur að fagna því, er það ekki?” „Þvi skyldi ég gera það? Þegar ég veit ekki einu sinni, hvort ég er að sturlast eða ekki? Ef ég er ekki andlega heilbrigð, þá hefði ég aldrei átt að giftast Giles. Og húsið og allt það. Ég get ekki farið þangað aftur. Ó, ég veit ekkert, hvað ég á að taka til bragðs.” Ungfrú Marple benti henni vin- gjamlega að setjast í sófann við hlið sér. „Sestu nú hérna hjá mér, vina mín, og segðu mér allt af létta.” Alls hugar fegin gerði Gwenda eins og hún sagði. Öðamála hóf hún frásögn sína, allt frá því að hún fyrst sá Hillside og fram til þess tíma, er ýmis smáatvik urðu til þess að valda hanni áhyggjum. „Allt þetta skelfdi mig svo,” lauk hún máli sínu, „að ég ákvað að fara til London — bara til að komast burtu frá þessu öllu. En skilurðu, ég gat ekkert hlaupist frá þessu. Þetta eltir mig. í gærkvöldi — ” hún lokaði augunum og kingdi ákaft. „í gærkvöldi?” sagði ungfrú Marple hvetjandi. „Ég veit, að þú trúir þessu ekki,” sagði Gwenda. „Þú heldur áreiðan- lega, að ég sé taugaveikluð, eða eitthvað rugluð. Þetta gerðist allt í einu, rétt áður en leikritinu lauk. Ég hafði notið þess að fylgjast með leiknum og var ekkert að hugsa um húsið. Og svo kom það — eins og þruma úr heiðskýru lofti — þegar hann sagði þessi orð — ” Hún hafði þau eftir með lágri titrandi röddu: „Hyljið andlit hennar, ég fæ ofbirtu í augun, hún dó ung. Allt í einu var ég komin til baka, — ég stóð í stiganum og horfði niður í holið, gegnum handriðið, og ég sá hana liggja þama. Hún lá á gólfinu — dáin. Hár hennar var logagyllt og andlit hennar alveg — alvegblátt. Hún var dáin, hafði verið kyrkt, og einhver sagði þessi sömu orð, með sömu hræðilegu röddinni og í leikritinu — og svo sá ég hendur hans — gráar og hmkkóttar — ekki hendur — apakrumlur... það var hræðilega ógeðslegt, því máttu trúa. Hún var dáin...” Ungfrú Marple spurði lágt: „Hver var dáin.?” Hún svaraði snöggt ,og eins og ósjálfrátt. ** „Helen...” 4.HELEN? / Eitt augnablik starði Gwenda á ungfrú Marple, svo strauk hún hárið frá enninu. „Hvað kom mér til að segja þetta?” sagði hún. „Hvers vegna MORÐ ÚR GLEYMSKU GRAFIÐ sagði ég Helen? Ég þekki enga Helen.” Hún neri saman höndum, örvænt- ingarfull. „Þama sérðu,” sagði hún, ,,ég er vitskert. Ég ímynda mér alls kyns vitleysu. Ég sé allt mögulegt, sem á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrst var það bara veggfóður, — en nú er það lík. Mér hlýtur að vera að versna.” „Vertu nú ekki of fljót að draga ályktanir, vina mín —” „Eða það er húsið sjálft. Það er fullt af draugum — hefur orðið fyrir gjömingum, eða einhverju slíku... Ég sé eitthvað, sem hefur gerst þar — eða eitthvað, sem á eftir að gerast þar — og það væri ennþá verra. Ef til vill verður kona að nafni Helen myrt þar.... Það, sem ég skil bara ekki, er hvers vegna ég sé fyrir þennan hryllilega atburð, þegar ég er í burtu frá húsinu, ef þetta eru áþrif frá húsinu. Svo það hlýtur að vera, að það sé ég, sem er eitthvað skritin. Ég verð að komast strax til sálfræðings — núna bara strax í dag.” „Kæra Gwenda, það getur þú auðvitað alltaf gert, þegar þú hefur útilokað alla aðra möguleika, en mér finnst samt alltaf, að það sé heillavænlegast að reyna fyrst að komast til botns í hlutunum á einfaldan og auðskilin hátt. Við skulum athuga staðreyndir fyrst. Það vom þrjú ákveðin atriði, sem hræddu þig. Garðstígur, sem búið var að hylja með gróðri, en sem þér fannst þú hafa vitað, að ætti að vera þar. Hurð, sem búið var að fylla upp í og veggfóður, sem var alveg nákvæmlega eins og það, sem þú hafðir hugsað þér. Er þetta ekki rétt hjá mér?” „Jú.” „Jæja, ég álít að einfaldasta og eðlilegasta skýringin sé að þú hafir séð þetta allt áður.” „Áttu við í fyrra lífi?” „Nei, vina mín. í þessu lífi á ég við. Ég álít að þetta gætu vel verið raunverulegar minningar.” „En, ungfrú Marple, það er ekki nema mánuður síðan ég kom í fyrsta sinn til Englands.” „Ertu alveg viss um það, vina min?” „Auðvitað er ég viss,Ég hef búið nálægt Christchurch á Nýja Sjá- landi alla mína ævi.” „Ertu fædd þar?” „Nei, ég fæddist á Indlandi. Faðir minn var liðsforingi í breska 20 VIKAN .4. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.