Vikan


Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 22

Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 22
Á sokkunum á hóteli Kæri draumráðandi! Mig iangar að biðja þig að ráða fyrir mig skrýtinn draum, sem hljóðar svona, eins og hér fer á eftir. Sum atriði festust il/a í mér, en önnur man ég mjög vel. En þá er víst best að byrja. Ég var að fara í ferð með nokkrum vinum mínum, sem ég hefoft farið með áður, en ég man sérstaklega eftir tveimur, einum strák, sem við skulum kalla A, og bestu vinkonu minni, sem við skulum kalla H. Ég man ekki, hvort það var búið að ákveða, hvert ætti að fara, en við vorum allt í einu komin á staðinn. Mérfannst þetta vera Hóte/ Esja, en þó hef ég atdrei komið á það hótel. Svo fórum við inn eftir löngum gangi, og á ganginum voru margar hurðir. Nokkrir krakkar, sem ég kannaðist ekkert við, /öbbuðu á undan okkur, og fórum við með þeim inn um einar dyr þarna. þar var einskonar þvottahús, en engar þvottavélar sá ég, en skápar voru þar á einum veggnum. Þar fórum við úr skónum og gengum lengra inn íherbergið. Þar sátu krakkar og voru að tala saman. Þau voru meö áfengi og við líka. Vorum við dágóðan tíma þarna inni. Ekki man ég neitt, hvað gerðist þar, nema ein stelpa, sem ég þekkti ekkert, var orðin mjög full, og ég og H. löbbuðum fram til að skoða okkur um. Við fórum ekki i skó, og svo vorum við eitthvað að tala saman, en allti einu var ég oröin ein og labbaði eitthvað um og kom að stiga, sem mér fannst ég kannast eitthvað við og settistþar (Það varal/t teppalagtíkringum mig). Þessistigi var opinn, eða þannig að maður sá á milli trappanna. fíétt eftir að ég var sest, heyröi ég g/ymjandi hlátur, og þar var eins og ég vissi, aö það væri salur undir stiganum og þar væri fullt affólkií fínum fötum, því ég fórstrax að reyna að standa upp, en þá þurfti ég að troða mér upp, og það gekk eitthvað erfiðlega. Þegar ég var hálf komin upp á ganginn eöa pallinn, sem var fyrir ofan þennan stiga, komu brúðhjón tabbandi og önnur á eftir, og spjölluðu þau mikið, og voru fleiri með. Mérfannst það vera feðurnir og mæðurnar og þetta væri systkinabrúðkaup. Brúðhjónin löbbuðu framhjá mér ásamt fylgdarliðinu, án þess að taka nokkuð eftirmér, og varð ég mjög fegin því. Fór ég núað gá að H. og þessu herbergi, sem við höfðum verið í, en það gekk eitth vað illa að finnaþennangang, og fannstméreitthvað erfitt að ganga, eins og ég væri orðin full, en ég var ekki með neitt vín með mér á röltinu. Loks fann ég ganginn, en labbaði inn um vitlausar dyr og kom inn í stofu, þar sem eitthvert fólk sat, sem ég þekkti ekkert, og þegar ég ætlaði að fara að biðja afsökunar, gerði einhver mjög frekjuleg konaþað fyrirmig. Ég Iabbaði út aftur og lokaði. Ég var orðin mjög þreytt og sár yfir ö/lu þessu veseni, en fór þó inn um næstu dyr, mjög hikandi, en létti mjög, þegar ég sá skóna mína. Þegar ég var að komast ígegnum þvottahúsið, stóð H aftur við hliöina á mér, og hafði hún birstjafnt snöggt Mig dreymdi og hún hafði horfið áður. En þegar við komum inn í herbergið aftur, voru allir krakkarnir farnir að sofa. Síðan man ég ekkisvo velþað, sem gerðist á eftir, að ég geti skrifað það, nema ég var nú komin með vínflösku og var að vandræöast með tappann á henni, þvíþað var ekki hægt að skrúfa hann á. Ég þakka þá fyrirfram. J.H.Ú. Þessi draumur er fyrirboði mikilla breytinga á högum þínum, bæði til góðs og ills. Eyðslusemi þín og kæruleysi munu verða þér til ófarnaðar, og þú ættir að vera vandaðri í framkomu þinni við aðra en þú ert nú. Þú átt eftir að lenda í alvarlegu rifrildi, sem þó á eftir að hafa jákvæðar afleiðingar síðar. Þín bíður góð framtíð og mikið happ. Ekki er ólíklegt, að þú giftist fyrr en varir, og færir hjónabandið þér mikla gæfu. Eitthvað, sem þú keppir að, mun heppnast vel, og er þar sennilega um núverandi áform þín að ræða. Þú mátt búast við lasleika innan skamms, sem þó mun ekki vera alvarlegs eðlis. Stal svefntöflum og fl. Kæri draumráöandi! Hér eru nokkrir draumar, sem mig hefur dreymt, alla með mjög stuttu millibili. Er kannski eitthvert samhengi í þessu draumarugli mínu? Sá fyrsti varsvona: Ég var stödd í húsi móður minnar, og vorurr, við að leita að systkinum mínum, sem reyndar eru ö/l gift og farin aö heiman. Var mér þá litið út, og sá ég þá eldfjall mikið, spúandi eldi og eimyrju, og var sandur svo mikill, að huldi allan himininn. Ætlaði ég þá út til að leita að systkinum mínum, en fann þá glóandi hraunmola koma framan ímig. Alls staðar var alltþakið sandi, og ekki sá tilhimins fyrir honum. Ég f/ýtti mér að loka hurðinni og þóttist góð að sleppa. Annar draumurinn var svona: Ég var á heimavistarskó/a og var aö skrifa eitthvað á töfluna. Varmérþá Htið við og sá kennarann (fí). Eininemandinn fyrir utan mig var starfsbróðir hans (N). Þegar tíminn var búinn datt mér í hug að kíkja inn til hins nemandans og sá þar mjög fallega uppbúiö rúm, en á náttborðinu hans var karfa, fullaf a/ls konar töf/um, stórum og litlum. Hugsaði ég þá, að best væri að stela einni, þvíþetta væru svefntöflurnar hans, og gerði ég það. Ég læddist út, en /abbaði þá upp stiga og upp á pall, og kom þá inn á W.C., og þar var mikil drulla f/æðandi um sa/ernisská/ina. Hugsaði ég þá:,, Mikið er hann H. miki/l sóði að skilja þetta eftir svona. " Ég var öll útötuð í drullunni, en hún var íregnbogalitum. Var mér þá litið útum glugga og sá konurnar þeirra R. og H. Kallaði ég íþær og sýndiþeim, hvernig ég væri ö/l útötuð eftir þennan sóða og var ekkert hrifin af þessum skít. Þriðji draumurinn var svona: Ég var niðri við tjörn með fu/lt af fólki, sem starfar með mér og manninum mínum í félagsskap. Datt ég þá í tjörnina, og var hún mjög drullug. Ég átti í erfiðleikum með fóta mig, en gat krafsaö mig upp á bakkann, en þurfti að hafa tö/uvert fyrirþvi. Ég hugsaöi um dru/lu/eðjuna með viöbjóði, en eitt fannst mér skrítið og þaö var, að fólkið hjálpaði mér ekki upp úr. Og svo er hér einn draumur ennþá: Mig dreymdi eldgamla (antik), stóra Borgundar- hólmsklukku. Var hún ,,stopp," en mér fannst k/ukkan sýna, að það væri oröið mjög áliðið. Eitt fannst mér furðulegt við þetta allt í draumnum, og það var, að ég sá aðeins klukkuna í spegli, jafngömlum henni, mjög stórum. Ég varalltafað velta þvl fyrirmér, hvernig ég gæti séð klukkuna i speglinum, án þess að sjá sjá/fan mig líka. Þakka allt gamalt og gott. Vordís. Fyrsti draumurinn er þér fyrir mjög góðum fréttum, sem þú færð innan tíðar. Þó muntu verða eitthvað óörugg í fyrstu um sannleiks- gildi þeirra, en engin ástæða mun vera til þess að rengja þær. Þú munt að öllum líkindum lenda í alvarlegu rifrildi við einhvern úr fjölskyldu þinni, en bæði í fyrsta og öðrum draumnum eru merki þess. Þú munt öðlast mikla þekkingu á ákveðnu máli, sem þú hefur haft áhuga á um tíma. Hætt er við, að þú gerir alvarlega skyssu í ákveðnu máli. Að öllum líkindum ferðu í langt ferðalag, sennilega til útlanda. Þú færð gjöf, sem verður þér mikið ánægjuefni, og einnig muntu öðlast mikil auðævi. Mikilvægar breytingar munu verða á högum þínum, en ekki er víst, að þær verði þér til góðs. Þú verður fyrir einhverri niðurlægingu af hálfu einhvers, sem þú treystir á. Mikil hamingja og gleði í ástarmálum bíður þín. Þriðji draumurinn boðar þér ógæfu í viöskiptamál- um. Síðasti draumurinn boðar góðan bata eftir alvarleg veikindi, en líkast til verður það ekki þú sjálf, sem átt við þau veikindi að stríða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.