Vikan


Vikan - 26.01.1978, Page 40

Vikan - 26.01.1978, Page 40
STJÖRMSR4 llnilurinn 2l.niar\ L*0.;i iril N.mlirt 21. ipril 2l.ni;ii Þú fœrð einkennileg skilaboð, sem þér list ekki meira en svo á í upphafi. Þó œttirðu að fylgja þeim fyrir- mælum, sem þú færð, og munt öðlast ríkulega reynslu. Rr.'hhinn 22. júni J.V juli Eitthvað heldur óskemmtilegt mun gerast hjá þér i þessari viku og valda þér miklum hugaræsingi. Reyndu að taka líf- inu með meiri ró en þú hefur gert að undanfömu. Þér hættir til að vera of eyðslugjam og sóa fjármunum þínum í óþarfa hluti handa sjálfum þér. Væri ekki heillaráð að hjálpa þeim, sem þess þurfa? Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuðgott. Þér hefur þótt heldur leiðinlegt, hvernig fór með vinskap milli þín og vinar þíns, en nú snýst allt á betri veg. Til þess em vítin að varast þau, og skaltu hafa þessi orð ofar- lega í huga, þegar þú færð freistandi til- boð, sem er ekki allt þar, sem það sýnist. Gættu heilsu þinnar. I.júni') 24.júli 24. áijú*l Þú hefur verið óvenju hress og glaður upp á síðkast- ið, enda haft æma ástæðu til. Hins vegar hefurðu látið áríðandi verkefni sitja á hakanum og ættir að afgreiða þau sem fyrst. SporAclrckinn 24.okl. ÍÍ.11Ó1. Vinkona þín leitar eftir aðstoð þinni, sem í fyrstu virðist vera alveg ónauðsyn- leg. Þó er þetta henni mikið hugðarefni, og ættirðu þvi að hjálpa, ef þess er völ. Mc>j;in 24.ú|túsl 2.V scpl. Á vinnustað mun óvenjulegur atburður eiga sér stað, sem hefur mikil áhrif á framtíð þína. Láttu ekki skapvont fólk fara í taugarnar áþér. HoitniaAurinn 24.núc. 21.dcs. Samkvæmislifið er fremur dauflegt um þessar mundir, en mundu, að llfið er ekki eintómur leikur. Þú ættir að eyða meiri tíma með ættingjum þinum. Heillatala er 8. Slciniícilin 22.dcs. 20. jan. Þeir, sem em í kringum þig, virðast heldur alvarlega þenkjandi og hafa ekki skopskynið í lagi. Þvi ættirðu ekki að vonast eftir mjög líflegri viku, a.m.k. ekki framan af. ValnMicrinn 2l.jan. I'í.fchi. Þú kemst í uppnám vegna framkomu ákveðins aðila. Þú hefur hingað til treyst of mikið á þessa persónu, sem nú sýnir á sér allt aðra hlið. Fiskarnir 20.fchr. 20.mars Þú reynir að koma þínum málum fram, þrátt fyrir mikla mótstöðu af hálfu ættingjaþinna. Láttu ekki segja þér fyrir verkum, og gerðu það, sem þú telur vera réttast. og fann gróft efnið í jakkanum við hömndið. Hún var svo ömgg núna, hún var hamingjusöm og alsæl. — Hve lengi þurfum við að dvelja hér? spurði Lúkas allt í einu. — Ég vil fara heim með þig, Ebba. Það er eins og við séum að fara þangað í fyrsta sinn. — Við getum farið í dag, ef þú vilt. Ég þrái líka að komast heim. Hann hélt henni aftur í faðmi sínum, fast og þétt upp að sér, svo að hún sá ekki andlit hans. Enn brann spurning á vömm hans, og augu hans vom dimm af sorg. En hann vildi ekki bera þessa spum- ingu upp i dag. Ebbahafðimáttþola nóg. Síðar fengi hann að vita, hvað orðið hafði af hans eigin barni. Og hvað hefði verið að því. Kannski vissi Ebba það ekki einu sinni sjálf, og hann vonaði, að hún skynjaði ekki áhyggjur hans. Hún gekk með annað barnið sitt, full af stolti og hamingju. Hann vonaði, að svo yrði það sem eftir væri meðgöngunnar. Hann varð að bera angur sitt í hljóði. Það var eins og hún læsi hugsanir hans, húnsagði hljóðlátlega. — Það var hér, Lúkas. Ég bjó hér í gestastofunni með Jóhönnu. Hún hjálpaði mér, Lúkas, ég veit ekki hvar... Jóhanna vildi ekki segja mér það. En það var ekkert að barninu, það kom fyrir tímann. Lúkas kinkaði kolli. Það var kökkur í hálsinum á honum. Jæja, þá vissi hann það líka. Hann ætlaði ekki að spyrja Ebbu fleiri spum- inga. Kannski myndi Jóhanna segja honum, hvar hún lagði barnið... en hann var ekki viss um það. Best væri að gleyma því liðna og byrja frá gmnni. — Jóhanna vill ekki koma aftur með til Steina, sagði Ebba skyndi- lega. — Ég held, að hún hafi ekki kunnað vel við sig þar. Hún viil búa uppi í skóginum hjá systur sinni. Og ég.... Hún þagnaði í miðju kafi. — Heldurðu, að þú saknir hennar? spurði Lúkas varfæmis- lega. — Nei, þvert á mióti held ég, þó það kunni að hljóma einkennilega. Þegar ég sé hana, er ég sífellt minnt á.... — Við skulum sjá um, að hana skorti ekkert, sagði Lúkas. — Ég skil vel, hvernig þér líður. Nú skulum við koma, vina mín. Við skulum fara og kveðja systkini þín. Þau leiddust eftir hlaðinu í skugganum frá húsveggnum, þar sem sólin náði aldrei að skína. — Það er brátt kominn vetur, sagði Ebba. — Jólin koma bráðum. Fyrstu jólin hans Mattíasar. Þau litu hvort á annað og brostu. Magda stóð við eldhúsgluggann og sá til þeirra. Hugsa sér, giftar ÞETTA ER SONUR ÞINN manneskjumar að ganga svona um hlæjandi, eins og ástfangnir ungl- ingar. Magda var hneyksluð á svip, og þetta fólk átti barn sjálft og átti von á fleirum, ef henni missýndist ekki. Ekki hafði Ebba samt sagt henni neitt. 0,jæja, þær höfðu haft um annað að hugsa. Nú var arfinum skipt og Jón og Sigriður tekin við búinu. Þetta var ekki heimili þeirra systkinanna lengur. En svona var gangur lífsins og ekkert við því að gera. En samt kenndi hún saknað- ar. Magda þurrkaði sér um nefið og flýtti sér að stinga klútnum í vasann. Hún vildi ekki láta neinn sjá, að hún stæði og berðist við grátinn. Auk þess var rétt að taka til mat, ef Ebba og maður hennar vildu snæða, áður en þau fæm. Hún snéri sér við og gekk ákveðnum skrefum að stóra horn- skápnum til að taka fram borðbún- aðinn. Stórbóndinn á Steinum, mágur þeirra, skyldi fá að sjá, að þau höfðu það gott hér á Mattis- garði líka! SÍÐDEGIS lyfti Lúkas Ebbu upp í vagninn og klifraði síðan sjálfur upp og settist við hlið hennar. Hann var með léttivagninn, sem tók aðeins tvo. Þau tóku ekkert af arfinum með sér. Hann yrði sóttursíðar. Jón, Magda og Anders fylgdu þeim að vagninum. Lúkas virti þau fyrir sér, meðan þau kvöddust, og hann sá greinilegt ættarmót með systkinunum þremur og Ebbu hálfsystur þeirra. Þau vom vissulega sitt með hverju móti, en öll höfðu þau sama munn- bragð og beinar svipmiklar auga- brúnir. Það duldist engum, að þau vom af gamalli, góðri ætt. Og hann, sem hafði ímyndað sér, að það væri heiður fyrir dóttur frá Mattisgarði að verða frú á Steinum! Hann vildi helst gleyma því núna. NÓVEMBERSÖLIN var lágt á lofti, það var kalt og greinilegt, að það myndi verða frost um nóttina. Vegurinn var harður og sléttur, og vagninn rann léttilega. Lúkas hvatti hestana og leyfði þeim að spretta duglega úr spori. Hann hlakkaði til að koma heim. Hann leit á Ebbu við hlið sér. Konan hans — hún var hans fyrir alvöru núna! Það var eins og lifið biði hans núna nýtt og gjörbreytt, fullt af hamingju og þrá. Fannst Ebbu eins og honum? Ef hún bara vissi, hvernig hann... Svo sá hann, að hún dró höndina út 40 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.