Vikan


Vikan - 09.02.1978, Blaðsíða 13

Vikan - 09.02.1978, Blaðsíða 13
það,” sagði Sandy. „Ég trúi á kraftaverk.” Del leit á úrið sitt. „Ég hef eytt hálfu kvöldinu fyrir þér. Má ég bjóða þér i mat?” „Ég er búin að borða. Þakka þér samt fyrir.” Hún teygði sig eftir kettinum. „Hvernig.væri þá að fá ábæti?” „Ég fer ekki út með trúlofuðum mönnum," sagði Sandy, Ekki þegar ég veit það, hugsaði hún hæðnis- lega og minntist Gavins. „Jæja, ég er nú ekki búinn að spyrja hana ennþá,” sagði Des glaðlega. „Svo ég get ekki kallað mig trúlofaðan mann. Heyrðu, ég fylgi þér heim, og þú getur losað þig við þennan kött.” Yfir kaffinu og kökunum dáðist Sandy í laumi að Des. „Ertu héðan?" spurði hún. „Nei, éger að norðan. Ég fluttist hingað í siðasta mánuði eftir að ég útskrifaðist til þess að taka við starfi við tölvumiðstöðina.” „Ég minntist þess heldur ekki að hafa séð þig fyrr.” Des brosti. „Þekkirðu alla í bænum?” „Ekkil lengur, síðan hann varð svona stór. En ég hef búið hér alla mina æfi, nema þegar ég var í London á tónlistarskóla. Svo að ég þekki margt fólk.” „Þekkirðu Allison Gardiner?” „Ég gekk í skóla með henni.” Einkatölva Sandy gaf þær upplýs- ingar um Allison, að hún væri skynsöm, falleg.... og uppskafn- ingsleg. „En ég held hún hafi gengið-i skóla fyrir norðan.” „Þar hitti ég hana,” sagði Des. „Hún var herbergisfélagi Felicity — stúlkunnar, sem ætlar að giftast vini minum. Allison átti að vera brúðarmær. En hún fór hinsvegar til Frakklands.” Sandy fann til samúðar. Hann hafði augsýnilega komið til að biðla til Allison, en Allison hafði strax stungið af til Frakklands. Nokkrum dögum seinna hringdi Des. Langaði hana á hljómleikana i ráðhúsinu á laugardagskvöldið? Sandy langaði. En hún hikaði. Eftir augnablik bætti Des við: ;. Eða er einhver ástæða fyrir því, að við getum ekki orðið vinir?” ,.N-nei,” sagði Sandy. Þó var það svo. Henni fannst Des hættu- lega aðlaðandi. „Þá er það ákveðið,” sagði hánn. „Ég sæki þig klukkan sjö.” Sandy tókst fyrir siðasakir að vera upptekin nokkuð oft, þegar Des hringdi, en hann hringdi alltaf aftur. Hún sagði æ oftar „já.” Og þvi i ósköpunum ekki? Þetta var állt í lagi og engin alvara. En SVO fór Des að kyssa hana góða nótt. Þetta voru bara vinahót, sagði Sandy við sjálfa sig. Vandinn var, að hún sá allt í rósrauðum bjarma.... Samt leið mars, og apríl tók við, án þess að Sandy gerði nokkuð í málinu. í slúðurdálkinum i blaði staðarins var tilkynnt um komu Allison frá Frakklandi, og það rumskaði óþægilega við henni. Sandy sá Allison fyrir sér: Háa, granna og tígulega með dökkt glansandi hárið, stór græn augu og fullkomna andlitsdrætti. Hún sá það fyrir sér líkt og fyrirboða: Fallega parið við altarið og Sandy við orgelið að gægjast gegnum glerið.... Ég verð að slíta þessu núna strax. í huganum taldi hún upp alla ungu mennina, sem hún gæti farið út með. Jonathan Lindsay var alltaf til staðar. Hann þekkti alla, var fastagestur á kaffihúsunum og gæti hjálpað Sandy að komast aftur i samband. Þegar Des hringdi næst, var þegar búið að bjóða henni út. „Hverniger með næsta kvöld?” ,, Þvi miður. Ég verð upptekin við vinnu.” „Ég skil." Sandy reyndi fyrir sér. ,,Ég sá i blaðinu, að Allison er komin aftur frá Frakklandi.” „Ég frétti það.” Sandy fyrirleit sjálfa sig, en hún varð að spyrja: „Hefurðu ekki hitt hana?" „Ekki ennþá.” Sandy fannst, eins og Des væri var um sig. „Hún og foreldrar hennar ætla að heimsækja fólk á leiðinni heim.” Og AUÐVITAÐ var hún ekkert hissa, að Des skyldi ekki hringja aftur. En hún varð að viðurkenna, að það særði hana dálitið. Á laugardögum æfði Sandy tónlistina, sem hún ætlaði að leika við sunnudagsmessuna. Des hafði verið nógu mikið með henni þetta vor til þess að vita þetta — og til að vita, að þessi timi var henni heilagur. Samt sem áður stóð hann nú i kórnum — ásamt Allison. Sandy leit upp með andvarpi og hætti að leika. Þau sagðu öll „Hæ.” Og Des sagði sagði glaðlega: „Þið þekkist vist, er það ekki?” „Við höfum þekkst lengi,” sagði Allison. „Allison er að reyna að ákveða, hvort hún á að gifta sig hér, eða i sóknarkirkjunni," tilkynnti Des. „Til hamingju,” sagði Sandy. „Þakka þér fyrir," sagði Allison. Sandy roðnaði. Hún hafði átt við Des. „Ég á við, ég óska þér alls hins besta,” áréttaði hún kurteislega. * Allison kinkaði sínum yndislega kolli. Hún gekk um og virti kirkjuna fyrir sér. „Tókstu eftir orgelinu?” spurði Des. Þetta er fínt nýtt elektrónískl hljóðfæri...” Allison leit upp. „Er það ekki pipuorgel?” „Nei," sagði Sandy í vörn. „En það hefur sama hljóm.” Hún byrjaði að leika Mendels- sohn. Allison greip höndunum fyrir eyrun. „Stans,” hrópaði hún. Sandy kippti höndunum af nót- unum og leit á Allison. Græn augu stúlkunnar voru galopin af hneyksl- un. Á bak við hana sá Sandy tilvonandi brúðgumann hristast af • niðurbældum hlátri. „Þetta er hræðilegur hljómur." hrópaði Allison. „Það drynur.” „Það á að gera það,” sagði Sandy. „Venjulegt pipuorgel gerir það líka." „Kirkjutónlist hefur alltaf farið í taugarnar á mér,” sagði Allison. „En ég get vist ekki gift mig úti í garði.” „Reyndu það án bassans," ráðlagði Des. „Þetta er dálítið betra," sagði Allison dræmt. „En samt veit ég ekki, Des. Þetta er falleg kirkja, en ég held, að hún sé heldur litil.” Meðan Allison gekk aftast i kirkjuna til að hugsa sig um, sagði Des: „Ef þú færð vinnuna, skaltu sleppa bassanum." „Uss," greip Sandy fram i. „Mér finnst þú sýna kæruleysi i sam- bandi við þetta mál, sem hlýtur að skipta þig svo miklu.” Des horfði lengi á Sandy. „Ég er viss um, að AUison hefur engaráhyggjuar af framferði mínu í þessu sambandi,” sagði hann. „Tilkynningin verður i blöðunum á morgun." Tilkynningin var i blaðinu. Hún hljóðaðisvo: Hr. og frú J. Gardiner. Newton, tilkynna trúlofun dóttur sinnar, Allison Elizabeth og Christophers sonar hr. og frú J. Marshall, Manchester.’" Des kom til kirkjunnar þennan sunnudag. Ilann sat á fyrsta bekk og gerði Sandy taugaóstyrka með þvi að stara á hana. llann beið eftir henni fyrir utan. „Ég þarf að keyra mömmu hoim." sagði Sandy lágt. Ekki var nein hjálp að mömmu hennar. „Ég ek sjálf heim," sagði hún hressilega. „Farðu bara með Des." Í bilnum hraut út úr Sandy: „Ég hélt, að þú ætlaðir að giftast Allison.” Hann brosti. „Hversvegna sagðirðu mér þetta ekki, Des?” „Þú hefur nú heldur ekki sagt mér mikið, Sandy. Mér fannst best, að þú kæmist að þessu sjálf. Giftast Allison? Við vorum í sama kunn- ingjahóp i skóla, það var allt og sumt.” „Þú sagðir mér næstum því. að þú ætlaðir að giftast Állison." „Það gerði ég alls ekki. Ég nefndi hana aldrei i þvi sambandi," sagði Des ákveðinn. „Ég sagði þér, að þú myndir kannski spila i brúðkaupinu mínu einhvern tima. Það var bara til að koma af stað samtali við þig. Strax og þú leist á mig. sá ég, að þú fórst i varnarstöðu. Hvað var svona hra'ðilegt við mig eiginlega?” „Þú er of aðalaðandi." „Það finnst engum öðrum." Des virtist ruglaður. .. Enda a'tti það nú að vera jákvætt." „Eg elskaði einu sinni mann," sagði Sandy alvarlega, „sem var líka of laglegur. Hann lét mig trúa þvi, að hann elskaði mig líka." „Og.„?" „Kærastan hans kom og ég spilaði við brúðkaupið hans.” Allt í einu brutust tárin fram. Des bgygði inn i hliðarstræti. Hann stöðvaði bilinn undir stóru álmtré og tók Sandy i faðminn. Ilann lét hana gráta. Eftir langa stund sagði hann: „Ég er feginn, að þú sagðir mér þetta, Sandy. Það skýrir margt.” „Þú munt aldrei leika í mínu brúðkaupi." „Ætlaðir þú ekki að kvongast neinni?" „Ekki þá." Sandy teygði handleggina upp um hálsinn á honum. Hann kyssti hana. Stjörnurnar stráðust yfir þau og þau voru að drukkna i orgelhljómum. Endir Sandy hafði orðið fyrir ástarsorg áður og nú var hún að hugleiða, hvort hún ætti að áræða að fara eftir því, sem hjarta hennar sagði henni aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.