Vikan


Vikan - 09.02.1978, Blaðsíða 51

Vikan - 09.02.1978, Blaðsíða 51
vegna friðarsinnaðra skoðana sinna og árið 1961, þegar hann var á nítugasta aldursári, var hann tekinn höndum fyrir að hafa stjórnað kröfugöngu gegn atóm- vopnum. í bæði skiptin mætti hann peningalaus í réttarsalnum, því hann vildi heldur hlita dómnum en að borga sekt. Þess má líka geta, að þótt Russell væri sósialisti, var hann svo þrjóskur, að hann lagði aldrei af venjur aðalsmannsins. Allt sitt líf hafði hann hið ágætasta þjónustu- lið, og má því segja, að sósíalisminn hafi verið honum kærari í hugsun en framkvæmd. Kenningamar um ..frjálsar ástir” hafði hann hins vegar í hávegum... „Bertie hefur eins konar segul- aiagn í sér, kraft, sem ég kann ekki að skýra. Hann ber þetta ekki utan a sér. Hvemig get ég skýrt þetta? Bertie og Alys, fyrsta eiginkonan, á brúðkaupsdaginn. Þetta tindrandi augnaráð, ef til vill...” Það er lafði Ottoline Morrell, sem skrifar þetta vinkonu sinni. Russell hafði hitt lafði Ottoline árið 1910, þegar hann reyndi að hjálpa eiginmanni hennar í kosningabar- áttu. Árið eftir vom Ottoline og Bertieóaðskiljanleg. Það virtist svo, sem lafðin vildi allt fyrir hann gera, nema skilja við eiginmann sinn. I stað þess varð þetta stórbrotinn ástarvinskapur, sem entist alla ævi. „0, við skulum hlaupast á brott til suðurlanda, þangað sem við getum lifað bara hvort fyrir annað og aldrei hugsað um annað en fegurðina,” skrifaði hann henni 1912. En því miður, Ottoline vildi ekki særa eiginmanninn. Það er furðulegt, að Russell, sem hataði Iygi og leitaði alltaf sannleikans, skyldi oft þurfa að ljúga að vinum sínum, þegar hann fór eitthvað með Ottoline og þau dvöldu kannski á einhverju sveitahóteli yfir helgi. „ÞANN DAG URÐUM VIÐ DÓRA ELSKENDUR... ” Hann sagði Ottoline samt aldrei ósatt. Henni sagði hann frá nýjum kunningsskap, nýjum ástkonum og ástasigrúm. Árið 1920 hitti hann þá konu, sem ekki hafði persónuleg áhrif á hann, heldur líka á feril hans sem hugsjónamanns og rithöfund- ar. Dóra Black var bæði gáfuð og eftirsóknarverð. Hún hitti Bertie hjá sameiginlegum vinum þeirra, sem áttu búgarð við ströndina. „Við syntum, lágum í sólinni, töluðum um heimspeki og listir,” skrifaði hann Ottoline. „Þennan dag var hlýtt og fagurt veður, og ég tel það góðs viti. Þann dag urðum við Dóra elskendur... ” Ári seinna giftu þau sig, og nú var eins og ný veröld opnaðist fyrir Russell. Hann var fimmtugur að aldri og varð nú faðir í fyrsta skipti. Uppeldi barnanna tók hann svo alvarlega, að þau Dóra komu á fót einkaskóla, sem þau ráku í mörg ár og var seinna notaður til fyrir- myndar við endurskipulagningu breska skólakerfisins. Þetta voru erfið ár og lítið af peningum — hlutur Berties af fjölskylduauðæf- unum var orðinn harla smár — en þau unnu saman og trúðu á það, sem þau voru að gera. En þótt þau væru „fordóma- laus,” lá hættan í leyni. Bertie og Dóra voru sammála um, að þau gætu haftástasambönd út á við af og til, en þegar Dóra tilkynnti, að hún ætti von á barni með öðrum, fannst Baertie of langt gengið, þótt hann jafnaði sig brátt á því. Þegar sagan endurtók sig, fékk Bertie nóg og fór fram á skilnað. Gamli aðalsmaður- inn í honum varð fyrir alvarlegu áfalli, þegar hann komst að raun um, að barn, sem hann var ekki faðir að, var skráð með hans nafni í ættarskrána! GÖMUL LJÓN ÖSKRA HÆST Næstu árin dvaldi Russell erlend- is. Þegár ófriðarblikur voru aftur á lofti, þótti England ekki heppilegur staður fyrir gamlan friðarsinna. Hann tryggði sér kennaraembætti í Bandaríkjunum og fluttist þangað með konu sína, því Bertie var að sjálfsögðu giftur aftur. Hann var orðinn sjötugur, en eiginkonan nýja aðeins 25 ára.,, Ef til vill óska ég eftir dálítilli staðfestu á ný,” skrifaði hann vini sínum. „Fyrir utan það, að gömul ljón öskra hæst...” Hinn aldni heimspekingur með hvíta Ijónsmakkann og unga lag- lega konan hans sáust oft á ferli í bandariska háskólabænum Harvard. Einstein, sem var vinur Russells, hafði stuðlað að komu hans til Bandaríkjanna, en dvölin þar hafði erfiðleika í för með sér. Ásamt Russell og hin unga eiginkona hans, Patricia, ásamt syni þeirra Conrad. Myndin er tekin í Bandarikjunum á striðsárunum. Lávarðurinn og lafði Russell fyrír utan réttarsalinn, þegar Russell var dæmdur í fangelsi fyrir mót- mælaaðgerðir nær nirœður að aldri. 6. TBL.VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.