Vikan


Vikan - 09.02.1978, Síða 49

Vikan - 09.02.1978, Síða 49
landi. Þær vinsældir ná allt til loka heimstyrjaldarinnar síðari, er ísl- endingar kynntust jeppanum og öðrum tveggja drifa bílum. Síðar komu hingað til lands aðrar gerðir, og skulu hér nefndar nokkrar þeirra. Frá American Motors heldur jeppinn enn velli, að vísu mikið breyttur, en einnig hafa Wagoneer og Cherokee bílarnir orðið vinsælir. Frá International eru tveir Scout og lengri gerð af honum, sem heitir Traveler. Af stærri jeppum hafa verið tveir áþekkir, Chevrolet Blazer og Dodge Ramcharger, en nú bætist enn einn í þann hóp, en það er alveg ný og endurbætt gerð af Ford Bronco. Broncoinn hefur verið nær óbreyttur allt frá 1966, en nú hefur honum verið gjör- breytt og hann stækkaður til muna. Hvað útlitið snertir, svipar honum mjög til Blazer og Ramcharger. Frá Bretúm haldast Range Rover og Land Rover enn óbreyttir, og sömu sögu er að segja um Landcruiser frá Toyota. Rússajepparnir eru velþekktir hér á landi, og hafa komið af þeim nokkrar gerðir. En nú hafa þeir austur í Sovét tekið á honum stóra sínum og sent frá sér ,,leyni- vopn," þar sem Lada 2121 er. Hér er um að ræða bíl, sem er allt í senn, smábíll, fólksbíll og jeppi. Hvað útlitið snertir, svipar honum til margra evrópskra smábíla, svo sem Simca 1100, en þó er hér um sérstæðan bíl að ræða. Lada 2121 er með drif á öllum hjólum, sem er sítengt, vélin er 86 hestöfl, 1570 rúmsm . sem gefur bílnum góðan kraft. Verður virkilega spennandi að sjá, hvernig þessi nýi ,,smá- jeppi" reynist við íslenskar að- stæður. Það hefur sýnt sig, að landinn kann vel að meta það að vera á bíl, sem ekki er alveg- bundinn við þjóðvegina, og sannasí það kannski ekki síst á þeim vinsældum, sem Subaru bíllinn japanski hefur náö hér á landi. Þessi litli stationbíll er fram- drifinn, en þegar þurfa þykir, má bæta við drifi á afturhjólunum, og þá er maður kominn með jeppa í hendurnar. Einnig er von á hálfgerðum jeppa frá Simcaverk- smiðjunum. Er hér um að ræða nýjan bíl frá þeim, sem svipar að útliti nokkuð til Range Rover, en er að vísu all nokkru minni. Ekki verður þessi bíll með drifi á öllum hjólum, heldur einungis framhjóla- drifinn, en vegna þess hve hár hann verður frá jörðu, þá á hann að hafa nokkra „jeppaeiginleika." Hér á undan hefur verið lítillega stiklað á stóru um hluta þeirra bíla, sem Vikan kynnir í þessu blaði, en það tæki alltof mikið rúm, ef gera ætti þeim öllum einhver skil. Er því best að láta myndirnar og þær upplýsingar, sem með þeim fylgja, tala sínu máli. J.R. BMW-alhliða gæðingur BMW - óskabíll allra sem vilja eignast bíl með góða aksturseiginleika, vandaðan frágang, vel hönnuð sceti, fullkomið fyrirkomulag stjórntcekja, þcegilega fjöðrun og góða hljóðeinangrun. Við bjóðum varahluta- og viðgerðaþjónustu. Leitið nánari upplýsinga um BMW bifreiðar. BMW 316 verð ca kr. 3.100.000.— BMW 518 verð ca kr. 4.200.000.— BMW - ánægja í akstri KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.