Vikan


Vikan - 09.02.1978, Qupperneq 57

Vikan - 09.02.1978, Qupperneq 57
Smásaga eftir Marie Joseph hringurinn Eftir skamma stund átti brúðguminn að draga hringinn á fingur brúðarinnar — tákn ástar þeirra. En sér til mikillar skelfingar uPPgötvaði hún, að hún náði ekki af sér hringnum, sem hún bar frá fyrra hjónabandi sínu. Hún leit aftur á andlit sitt í speglinum. En nú sá hún ekki glæsilega konu í blárri kápu og með stóran hatt. Hún sá unga stríðs- brúði í hvítum silkikjól og með slör, sem hélt hálfsíðu dökku hárinu frá unglingelegu andliti. HÚN var aftur átján ára, og maðurinn, sem beið hennar í kirkjunni, var Adrían. Hár og glæsilegur i liðsforingjabúningnum sínum og með 48 daga orlofsleyfi upp á vasann. Þykkt hárið virtist ennþá bjartara í skini sólarinnar, sem féll inn um kirkjugluggann. Hann var eins og ævintýraprins. Þar til dauðinn aðskilur ykkur. Þau höfðu gefið þetta loforð fúslega, án umhugsunar um þýð- ingu orðanna. Hvorugt þeirra dreymdi um, að það þýddi aðeins þrjú stutt ár. Dauðinn var nokkuð, sem aðeins sótti aðra heim. Jeremy átti enga aðra minningu um föður sinn en myndina, sem stóð á snyrtiborði móður hans. Mynd af ljóshærðum, geðþekkum manni. AF HVERJU hafði hún beðið svona iengi með að gifta sig aftur? Lovísa snéri hringnum hring eftir hring. Var það vegna þess að hún hafði upplifað ástina svo ákaft og heitt og siðan verið rænd henni svo fljótt og harðneskjulega. Var hún ef til vill hrædd við að mæta sorginni aftur? Adrían hafði einhverju sinni sagt, eins og ekkert væri sjálfsagðara: — Ef ég læt lífið, þá óska ég þess sannarlega ekki, að þú lifir alein það sem eftir er. En hún hafði þaggað niðri í honum með kossi og neitað að ræða svo skelfilega hluti. HÚN hafði helgað sig vinnunni algjörlega. Hún var verslunarstjóri ikjóladeild í stórverslun. Hún hafði visað á bug öllum aðdáendum. Enginn vakti með henni jafn dásamlegar tilfinningar og Adrian hafði gert. Árin, sem liðin voru, höfðu ekki megnað að deyfa minninguna um hina sterku ást. En svo koma Davíð inn í líf hennar. — Mamma! hrópaði Jeremy. Bíllinn er kominn! Með andvarpi tók hún i hringinn, og þá uppgötvaði hún, að hún kom honum ekki fram yfir hnúann. Hún reyndi á ný. Hún togaði og snéri hinum breiða gullhring, en hann sat fastur. Því í ósköpunum hafði hún beðið þar til á síðustu stundu? Hafði hún kannski ekki viljað skiljast við síðasta táknið um þá ást, sem nú var fjarlæg minning? Augun á myndinni störðu á hana næstum ásakandi. örvinglunin sat eins .og kökkur í hálsinum. Hvað átti hún að gera? FINGURINN varrauðurogþrútn- aði af átökunum, og henni virtist hann stækka með hverri sekúndu. Þegar hún hljóp framhjá stigaop- inu, heyrði hún Jeremy hrópa hátt og svolítið ergilega: — Heyrðu nú mamma, hvað ertu 6. TBL.VIKAN 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.