Vikan


Vikan - 09.03.1978, Page 36

Vikan - 09.03.1978, Page 36
 Lifir fólk oftar en einu sinni? Hefur þú nokkurn tíma haft það á tilfinningunni, að þú hafir lifað einhvern atburð áður? Ef svo er, þá er það ekkert undarlegt, því eftir því sem hugsanalesarar segja, höfum við lifað mörgum sinnum áður. Og við munum halda áfram að „endurfæðast," þangað til við náum fullkomnun. Þá munu sálirokkar finna frið. Arnall Bloxham er formaður sambands breskra dávalda, og hann er sérfræðingur í því, sem dálvaldar kalla „að fá fólk til að segja frá fyrra lífi." Það þýðir, að undir dáleiðsluáhrifum fá þeir fólk til að rifja upp fæðingu sína og fara síðan jafnvel enn lengra aftur í tímann. Það sem síðan gerist, stríðir gegn allir rökvísi, því hann segir, að skjólstæðingar sínir segi frá Iffi fólks, sem hafi lifað fyrir mörg hundruð árum. Fjarstæða? Vissulega. En Blox- ham á 400 segulbandsspólur, þar sem fólk í dáleiðsluástandi segir frá sínu fyrra lífi. Og þar sem sýnt hefur verið fram á, að svo mörg smáatriði standist, samkvæmt mannkynssögulegum skýringum, þá telur Bloxham, að hann geti nú færtsterkrökfyrirþví, aðfólkið hafi lifað áður. 1 reyndinni heldur hann því fram, að við höfum öll lifað að minnsta kosti tvö hundruð þúsund sinnum. Enskur blaðamaður fékk að heimsækja hann og fræðast nánar um vinnuaðferðir hans. Hann leyfði blaðamanninum að hlusta á segulbandsspólur, þar sem kona f dáleiðsluástandi sagöi frá undar- legri lífsreynslu sinni. Umhverfið, sem konan virtist stödd [, var ilmandi og gróðursæll garður, um árið 1590 — á seinni helmingi valdatímabils Elísabetar drottningar fyrstu. Það er stórt tré í garöinum, og í Ijósaskiptunum má greina háa stúlku, Ijósa yfirlitum, sem stendur undir trénu og bíöur einhvers. Og nú hlustum við á segul- bandið. Spyrjandinn er Bloxham, en konan, sem situr fyrir svörum er frá Welsh og heitir Claire' Nicholas. CLAIRE: Ég stend í garðinum og er að bíða eftir einhverjum. BLOXHAM: Er þetta fallegur garður? við lifað áður ? BLOXHAM: Við hvað ert þú hrædd? CLAIRE: Drottninguna. Drottn- ingin sér margt og heyrir margt. BLOXHAM: Eftir hverjum ert þú að bíða? CLAIRE: Rósalávaröinum mín- um. Ég get ekki sagt þér, hvað hann heitir. BLOXHAM: Þú getur örugg sagt mér það. CLAIRE: Hann heitir Walter Raleigh. BLOXHAM: Segðu mér eitt- hvað frá honum. CLAIRE: Hann er stórkostleg- ur.... gáfaður á öllum sviðum. Ha.in sagði, að ég væri eftirlætis rósin sín, og ég stríði honum með því, að hann eigi garð, fullan af rósum. Það eru svo margar konur hrifnar af honum, svo að ég kalla hann Rósalávarðinn. Ég er hrædd við að kalla hann Walter, því þá gæti drottningin komist að þessu. Hún myndi reiðast. Nú skulum við slökkva á segul- bandinu um stund, og athuga málið. Ef við flettum upp í mannkynssögubókum, þá sjáum við, að sagan, sem Claire Nicholas eraðsegja, ersönn. Lafði Elísabet varvið hirð Elísabetarfyrstu, og var reyndar ástkona Sir Walters Raleigh, en seinna meir giftust þau. Drottningin varð svo reiö, er hún fékk þær fréttir, að hún lét varpa þeim í fangelsi um skeið. Síðar á bandinu sagði Claire frá lífi sínu með hirðinni. BLOXHAM: Hvar býrð þú? CLAIRE: Ég bý í Whitehall, hjá drottningunni. Faðir minn er dáinn. BLOXHAM: Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í London? CLAIRE: Að skemmta mér. Mér finnst gaman að dansa og hlusta á tónlist, og einnig að fara í leikhús. BLOXHAM: Hvernig ferðast þú um? CLAIRE: Við förum yfirleitt eftir ánni, því göturnar eru svo skít- ugar. Ég fer yfirleitt með drottn- ingunni, eða með Walter, þegar við getum. Drottningunni finnst CLAIRE: Það er svo dimmt. Það er skuggalegt og kalt. BLOXHAM: Eftir hverjum ertu að bíða? CLAIRE: Ég er ekki alveg viss um það. Ég held, að ég sé að bíða eftir karlmanni. BLOXHAM: Þekkir þú mann- inn? CLAIRE: Ég þori ekki að segja, hvað hann heitir. BLOXHAM: Er það leyndar- mál? CLAIRE: Já. BLOXHAM: Hvað heitir þú? CLAIRE: Elísabet. BLOXHAM: Og hvað heitir þú meira en Elísabet? CLAIRE: Ég heitir lafði Elísabet. Lafði Elísabet Throckmorton. BLOXHAM: Hvar ert þú núna? CLAIRE: í garðinum, og ég stend undir tré. Ég vil ekki, að nokkur maður sjái mig. Höfum

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.