Vikan


Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 13

Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 13
Leikhús um borö í báti í vetur var ég fastráðin við barnaleikhús, sem heitir Bádteater, en nafnið kemur til af því, að leikhúsið er í rauninni gamall bátur. Þessi bátur er innréttaður sem leikhús og rúmar yfir 100 börn á sýningu. Bádteater nýtur styrkjar frá ríkinu, og á sumrin er siglt á milli hafnarbæja í tvo mánuði, maí og júní. í fyrrasumnar tókum við upp þá nýbreytni að hafa sérstakar kvöldvökur um borð, þar sem allir gátu troðið upp og lagt sitt að mörkum. Þessar kvöldvökur urðu fljótt vinsælar, svo við héldum áfram að halda þær, eftir að við komum aftur til Hafnar úr siglingunni. Þar var þó minni áhugi fyrir slíku og frekast hægt að fá ung skáld til þess að lesa upp eigin ljóð. Við vorum fjögur fastráðin i leikhúsinu og höfðum þann háttinn á að velja okkur eitthvert efni, sem við fengum síðan rithöf- und til þess að skrifa um og leikstjóra til þess að stjórna. Það eru mörg barnaleikhús í Danmörku rekin á svipuðum grundvelli, og þau hafa hreinlega ekki efni á því að vera stærri í sniðum. Á síðasta ári fengu Efri myndin er úr leikritinu „Hallo From Bertha" eftir T. Williams. Fremst á mynd- inni er Kristín, en að baki hennar Avi Sagild og Birgrtte Bruun. barnaleikhúsin 252 milljónir króna í styrk frá rikinu, en til hinna leikhúsanna runnu 9 milljarðar króna. — Líkaði þér annars vel að búa í Dan- mörku? — Já, alveg Ijómandi vel, og inn á milli fannst mér ég eiga heima þar. Samt hefur mig alltaf dreymt um að geta notað mitt eigið mál við starf mitt. — Gætirðu þá hugsað þér að búa í Dan- mörku, án þess að hafa þar fasta vinnu? — Það væri sennilega mun auðveldara en hér, því ég þyrfti ekki að vinna fyrir mér með því að skúra gólf. Félagar í leikarafé- laginu eru tryggðir af ríkinu, þannig að þeir eiga rétt á atvinnuleysisstyrk, ef engin vinnafæst. í fyrra var stofnað í Danmörku svonefnt „Forfatter studio”, sem er eiginlega æfinga- stöð fyrir leikritahöfunda. Svona stúdíóum hefur verið komið upp á hinum Norður- löndunum, og leikarar vinna þar oftast í sjálfboðavinnu. Ég tók þátt í fyrstu leiksýn- ingu danska stúdíósins, en upplestrarform er yfirleitt algengara í svona æfingastöðv- um. — Hvað er svo framundan hjá þér? — Ég get nú lítið sagt um það. Ég læt mér nægja að lifa fyrir líðandi stund og geri ekki áætlanir langt fram í tímann. Ég er hér heima núna til þess að læra að leika á mínu móðurmáli, en annars er ég ennþá á þessu leitandi stigi, og mig langar til þess að reyna sem flest. Maður lærir á öllu, sem maður reynir, og ef fólk fær ekki tækifæri til þess að reyna, þá kemst það ekkert áfram. A.Á.S. Á neðri myndinni er leikhópurinn, sem setti upp einþáttungana eftir T. Williams. Frá vinstri: Kristin, Níels, Eva, Avi, Birgrtte og leikstjórinn Jan Maagaard. 24. TBL.VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.