Vikan


Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 40
„Flórens," fannst Maggie, svo hún sagði: „Veistu, hvar hún ætlar að bða?” Aftur hikaði Jules, áður en hann svaraði, „Nei," og Maggie trúði honum ekki. Síðan bætti hann við. „Er eitthvað sérstakt, sem þú þurftir að tala við hana um?” Maggie hristi höfuðið og fór eftir skamma stund. Um leið og hún kom út. nam rauður sportbill staðar fyrir utan forngripaverslun Steve Rennies. Vinkona hans. Avril Grey, veifaði um leið og hún hljóp inn i búðina. Maggie hefði getað endurgoldið Steve leikhús- ferðina kvöldið áður með þvi að bjóða honum með sér á balletsýninguna, en hún vildi ekki koma Avril í uppnám. Maggie hafði furðu gaman af að leika ferðamann um daginn, en þegar hún kom aftur I ibúðina siðdegis, var hún dauðþreytt. Hún fleygði sér niður í stól og sparkaði af sér skónum. Hún tók upp simtólið, þegar siminn hringdi, og heyrði hressilega kvenrödd segja: „Þetta er hjá Paxton og Pilkington. Er ungfrú Davis við?” „Því miður, hún þurfti að fara burt i viðskiptaerindum." Stúlkunni hinum megin á linunni virtist bregða i brún, og síðan spurði hún: „Vitið þér, hvert hún fór?” „Ég held, að hún hafi farið til Flórens. Hverer þetta með leyfi?” „Við erum umboðsmenn ungfrú Davis. Búið þér með henni?” „Nei, ég er systir hennar. Ég er bara i heimsókn." „Égskil. Kom hún aftur frá Paris?” „Já.” „Mér er það algerlega öskiljanlegt, hvers vegna hún fór til Flórens. Hún á að fara þangað í lok næstu viku, svo ég skil ekki, hvers vegna hún fór þangað' núna. Eruð þér vissar um, að hún hafi sagt Flórens?” „Mér getur hafa skjátlast,” sagði Maggie, en vissi vel, að svo var ekki. Donna hafði ef til vill ráðið sig upp á eigin spýtur, án þess að segja umboðs- mönnum sínum frá því. Skyndilega varð röddin í símasnum mýkri, og konan hló. „Hún hefur liklega átt einhverjum erindum ólokið í París.” Það var lagtá. Nú vissi Maggie að minnsta kosti, hverjir umboðsmenn Donnu voru, en hún var engu nær en áður um það, hvert systir hennar hafði farið. Ef hvorki umboðsmennirnir eða Jules vissu það, þá hafði Donna greinilega viljað sitja ein að þeirri vitneskju. Ólokin erindi, og það gaf ástarsamband í skyn, var ekki ótrúlegri skýring en hver önnur. og ef það þýddi, að hún væri að verða leið á Jules, þá var það gott og blessað. En þá var það símtalið ægilega frá París. Það var ekki fyrr en Maggie var búin að klæða sig upp á og var að fara út, að hún tók upp næluna. Þegar hún var að næla henni í kjólinn, festist hún, og þegar hún skoðaði bakhliðina á henni, sá hún litinn, hjúfan blett. Hún skoðaði næluna betur, furðu lostin. Þetta var ekki nælan, sem hún hafði fengið lánaða daginn áður. Umgjörðin var ekki alveg eins. Þó voru þær eins að einu leyti: Þessi næla var ekki með tví- buramerkinu fremur en hin. Það var greinilegt, að Donna hafði sett þessa í hinnarstað. Það var augljóst mál, i hvað Bernie og Gash höfðu ætlað að ná. Næluna, sem Maggie var með. Ef hún hefði ekki farið til Donnu og séð hina næluna í jakkanum, þá hefði hún ekki haft hugmynd um, að nælurnar væru tvær og nauðalikar. Maggie var hugsi, þegar hún festi í sig næluna. ÞEGAR Maggie var komin út, tók hún upp lykilinn til að læsa húsinu. Þá heyrði hún dyrum lokið upp og skellt og siðan dauft skrölt. Hún leit til vinstri, þcgar glampaði á málm, og þá var sterku ljósi beint að henni. Það blindaði hana næstum því. Hún hörfaði aftur á bak upp að dyrunum að ibúðinni og fannst sem Ijósgeislinn negldi hana fasta. Loks Bláa nœlan slokknaði Ijósið, og hún var blindari en nokkru sinnifyrr. Eitthvað lágvaxið og skuggalegt þaut i átt til hennar. Hún rak upp hálfkæft óp og fálmaði eftir lyklinum, skelfingu lostin, til að Ijúka aftur upp. Þetta hlutu að vera mennirnir tveir, aftur komnir á stjá! Skugginn nálgaðist, og hún opnaði munninn til að æpa, þegar ólundarleg rödd sagði: „Ertu hrædd við hjálparvana mann?" Rétt í þvi tókst Maggie að opna, og hún kveikti Ijóstið. Birtan i íbúðinni streymdi út á götuna, og hún sá Dick Evans og málmglampann á hjóla- stólnum hans. Hún vissi, að hann naut vanlíðunar hennar, og hluti vorkunnar- innar, sem hún hafði fundið til, breyttist i ævareiði. „Ef þú hefðir sagt eitthvað,” tókst henni að stynja upp, „Þá hefði ég ekki orðið hrædd.” Henni til skapraunar titraði rödd hennar, en Evans hló iðrunarlaust og ók hjólastólnum sínum hratt i áttina að verslun Jules Nash. Hann var aftur búinn að kveikja á Ijós- kerinu sínu, og geislinn klauf myrkrið. Maggie braut heilann um það, hvort hann færi bara út, þegar enginn gæti séð hann og hvað hann hefði verið að gera i skranbúðinni fyrrverandi. Hún hafði greinilega heyrt dyrnar þar opnast og lokast. Það var ekki fyrr en hún hafði drukkið tvo bolla af kaffi, horft á sjón- varpið og fengið sér viskísjúss, að hún var orðin nægilega róleg til að fara í háttinn. Um morguninn vaknaði hún við brak og skelli og fótatak á neðri hæðinni. Hún stökk upp úr rúminu og klæddi sig í slopp. Það gat ekki verið neitt hræðilegt við innrásarmann, sem hafði svo hátt um sig, sagði hún við sjálfa sig, en vissan um, að Bernie og Gash myndu ekki hirða um að vera hljóðlátir, kæfði þá hugsun þegar i stað. Þegar hún var að koma niður stigann, birtist vera, klyfjuð afþurrkunarklútum, bóni og ryksugu. Það var Rosie Bates, sem hljóðaði upp yfir sig, þegar hún kom auga á Maggie, og missti allt, sem hún hafði í höndunum. „Ææ, hvað þú hræddir mig!” sagði ræstingakonan. „Ég vissi ekki, að þú værir hérna enn, þvi annars hefði ég fært þér indælis te.” „Ég vissi heldur ekki, að þú værir hér,” sagði Maggie. „Kemurðu alltaf hingaðá laugardögum?” „Nei, það var ég búin að segja þér, vinan. Ég kem, þegar einhver stingur miða inn um dyrnar þarna niðri, og ég fann miða i morgun, sjáðu. Hún stakk hendinni i vasann og veiddi upp bréfmiða. Hann var með rithönd Donnu, og þar stóð: „Kæra frú Bates, vertu svo væn að hreinsa íbúðina á laugardagsmorguninn.” Það var allt og sumt. „Ég náði i lykilinn hjá herra Rennie,” sagði ræstingakonan hjálpfús. „Systir þín bað hann um að geyma lykil fyrir sig, ef hún læsti sig úti. Hann geymir hann i vasa í búðinni, svona til hægræðis.” Mjög hagkvæmt, hugsaði Maggie. Of hagkvæmt. „Ef þú vilt mig ekki, þá skal ég fara,” sagði Rosie. „Þú getur sagt systur þinni frá þvi.” „Nei, gerðu bara það, sem þú ert vön,” sagði Maggie. Hún gekk framhjá konunni inn i eldhúsið til að setja upp ketilinn og sá, að hann var þegar kominnaðsuðu. „Ég ætlaði að búa til indælis te," sagði Rosie, sem virtist ekki geta um annað hugsað. „Á ég að fara með bolla til systurþinnar?” „Hún er ekki heima," sagði Maggie. „Ekki heima? Af hverju vildi hún þá láta þrifa ibúðina?” Maggie hafði einmitt verið að brjóta heilann um það sama, en hún sagði blíð- lega: „Hún hélt kannski, að ég vildi láta gera það fyrir mig, i stað þess að þrifa sjálf.” „Auðvitað. Jæja, ég ætia þá bara að byrja.” „Fáðu þér te fyrst,” sagði Maggie, og frú Bates ljómaði öll upp, settist gegnt henni og hellti sér í bolla. í því hringdi dyrabjallan. „Drottinn minn, hver getur þetta verið”stundi Maggie. Frú Bates rauk af stað til að aðgæta það, og þegar hún kom til baka, fylgdi Steve Rennie fast á hæla henni. „Hann segir, að það sé í lagi, að hann komi inn,” sagði hún. „Te, herra Rennie?” „Takk, Rosie,” Hann settist kæruleysislega niður. „Góðan daginn, Maggie. Segðu til, ef þú vilt, að ég fari, en mér þætti gott að fá tebolla áður.” „Hvers vegna ekki?” sagði Maggie, og frú Bates hellti í bollann og fór svo treglega til að sinna verkum sínum. „Ég vaknaði við lætin í frú Bates,” sagði Maggie eftir andartaks þögn. „Æ, þar fór í verra! Ég afhenti henni lykilinn i hugsunarleysi. Hún sagði, að Donna hefði skilið eftir skilaboð.” „Já, Donna gerði það. Hún gleymdi bara aðsegja mér frá því.” „Brá þér?” Maggie hló. „Ég var skelfingu lostin, þangað til ég gerði mér grein fyrir því, að hver, sem þetta væri, skeytti hann þvj engu, hvort til hans heyrðist. Reyndar brá mér verr i brún i gærkvöldi.” Svo ekki væri minnst á kvöldið þar áður, en frá því gat hún engum sagt, fyrr en hún vissi meira um málefni Donnu. En hún sagði Steve frá fundum þeirra Dick Evans, og Steve sagði: „Hann virðist hafa lagt sig allan fram um að vera leiðinlegur við þig. Af hverju skyldi hann hafa gert það?" Framhald í næsta blaði. 40 VIKAN 24. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.