Vikan


Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 7

Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 7
16. ágúst, 22. júní, 28. júlí, 1. apríl, 24. okt., og 11 okt? Hvernig eiga saman tvö Ijón, kk. og kvk. ? En sem vinkonur, steingeitin og Ijónið, og krabbi(karlkyns) og ljón kvenkyns? Ef maður skrifar pennavinaklúbbnum í Finn- landi, hvort áþá að skrifa á íslensku eða ensku? Þetta er dálítið langt bréf, og ef þú ert búinn að fá mörg bréf máttu láta bara svarið. Efþú birtir þetta bréf, það er heldur langt, vona að þú birtir þetta, nenni ekki að skrifa þetta allt aftur, Þess vegna œtla ég að skrifa allt, sem þú mátt vita, en ekki birta það. 11. spurning: Hvað gceti ég verið gömul eftir skriftinni að dæma? . Eg Samkvæmt útreikningi Pósts- ins, eru þetta mun fleiri spurningar en ellefu!! En vindum okkur þá í svörin: Ég, sem svara Póstinum, geri það eftir minni bestu vitund og þekkingu á málunum. Ég skrifa ekki bara það, sem mér dettur í hug, heldur það, sem ég held, að komi bréfritara að sem mestu gagni. 2. og 3. Jú, þú ert alltof þung. Þú ættir að vera á bilinu frá 54 kg (grönn) að 63 kg (kraftaleg). 4. Þeir meina sennilega, að þeim lítist vel á þig og langi til að lenda á séns með þér... 5. Jú, góða mín, þú ert alltof ung til að sofa hjá. 6. Nei, það er hægt að kyssa mjög langan koss á kinnina... og þá bara með vörunum!! 7. Það eina, sem ég veit um Shaun Cassidy, er að hann er 19 ára, upprennandi stjarna í Bandarikjunum og er nú að verða mun vinsælli en David bróðir hans hefur nokkurn tíma verið. Nú, svo var móðir hans að gifta sig aftur nýlega, og þá var hann svaramaður hennar. 8. Ég hef aldrei heyrt minnst á þessa leikkonu. 9. Ef það er ofát að þér, verðurðu að stappa í þig stálinu, og hætta að borða, en annars skaltu leita til læknis. Það má vel vera, að eitthvað sé óeðlilegt við efna- skiptin í þér. 10. Þú biður ekki um lítið! Hér kemur þetta happadót þitt: 16. ágúst: Tölur: 1 og 7, litir: rauðbleikt, grænt og gyllt. Dagur: Þriðjudagur. 22. júní. Tölur: 2 og 4, litur: silfurhvítt, dagur: Mánudagur. 28. júlí. Tölur: 4 og 5, litur: blágrænn, dagur: föstudagur. I. apríl: Tölur: 1 og 9, dagur: þriðjudagur, litur: rauður. 24. okt.: Tölur: 6 og 9, litir: Blátt og rautt, dagur: Fimmtudagur. II. okt: Tölur: 2 og 6, litir: Blátt og silfurlitt, dagur: Þriðju- dagur. Ánægð? Tvö ljón eiga vel saman, en ef deilumál rísa upp á milli þeirra, er ekki von á góðu, því hvorugt gefur nokkurn tíma eftir. Steingeitar- stelpa og ljónsstelpa eiga vel saman sem vinkonur. Krabba- strákur og ljónsstelpa eiga ekki sérstaklega vel saman. Ef þú skrifar pennavinaklúbbnum í Finnlandi, ættirðu að skrifa á ensku eða dönsku, íslenskan gerir víst lítið gagn þar! 11. Þú gætir verið 11-12 ára eftir skriftinni að dæma, og staf- setningarvillurnar í bréfinu voru óteliandi, og þú kannt ekki einu sinni að skrifa algengustu orð rétt! (T.d. oktoNber!!). Er hættulegt að drekka mentolspritt? Kæri Póstur. Getur þú svarað þessum spurningum fyrir mig? Er hættulegt að drekka ment- olspritt, og ef svo er, er það þá hættulegra fyrir fólk með gleraugu? Hvaða merki á best við steingeitina (kk. og kvk.) fyrir vini? Hver er happadagur og happalitur og allt það, fyrir þá sem fæddust 17. 1.? Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Hvað á ég að vera há, ef ég er 61 kg? 9436-1621 Já, það er hættulegt að drekka mentolspritt og spritt yfirleitt, — og mun hættulegra fyrir fólk, sem notar gleraugu, því það á helst ekki að vera drukkið! — Nei, svona í alvöru talað, þá hefur spritt slæm áhrif á sjónina, og getur valdið blindu... Tvíburarnir eða fiskarnir eiga best við stein- geitarstrák, en fiskarnir, nautið eða ljónið munu reynast bestu vinir steingeitarstelpunnar. Þeirra, sem fæddust 17. 1?! Hvaða ár? Happatala þess, sem er fæddur 17. janúar er 8, happalitur er rauður, og happadagur er sunnudagur. Skriftin ber með sér, að þú sért fram úr hófi fljótfær og framkvæmir yfirleitt, án þess að hugsa, og þú ert varla meira en 14 ára. Þú átt að vera u.þ.b. 162 sm há, ef þú ert 61 kg og kraftaleg, en grönn áttu að vera 172 sm. Meðalþung ættirðu að vera 168 sm. Peiiiiavinir Helga Valgeirsdóttir, Sr ragrund, Jökuldal, 701 Egilsstaðir (12 ára) og Bergþóra H. Arnórsdóttir, Hvanná II, Jökuldal, 701 Egilsstaðir, óska eftir að skrifast á við strák á sama aldri og þær eru. Svanhildur Egilsdöttir, Brekkugötu 60, 470 Þingeyri og Jónína Pálsdóttir, Fjarðargötu 14, 470 Þingeyri, óska eftir pennavinum, strákum og stelpum á aldrinum 11-12 ára. Áhugamál eru íþróttir, popptónlist og frimerki. Rösa Kolbrún Ástvaldsdóttir, Brekku- götu 38, Þingeyri og Kristbjörg Bjarna- dóttir Fjarðargötu 49, Þingeyri, óska eftir pennavinum, strákum og stelpum (helst strákum) á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál margvísleg. Sigriður James, Klapparstig 13, Ytri- Njarðvík, 230 Keflavik og Kristín Sumarliða, Ishúsastig 3, 230 Keflavík, óska eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 15—? Eru æðislega hressar. Áhugamál margvisleg, þó aðallega sætir og skemmtilegir strákar. Denise Mclntosh, 211 Mootoo Street, Rep. og T. dad & T’bgo. West Indies, óskar eftir 14 ára pennavinum. Hún er sjálf 14 ára. Áhugamál eru margvisleg. Sigrun Kornkveen, Rute 2010, 3500 Honefoss, Norge, óskar eftir penna- vinum á íslandi. Hún er 18 ára og hefur mörg áhugamál, m.a. bréfaskriftir, tungumál, handavinna og fjallgöngur. Aquarius Panpal-Club, Postbox 1678, Vika, Oslo 1, Norge,. Nýr pennavina- klúbbur, sem óskar eftir að komast I samband við íslenskar konur. Bréfum er svarað á ensku, norsku, sænsku eða dönsku. Mynd æskileg auk almennra upplýsinga (nafn, heimilisfang, aldur, áhugamál o.s.frv.). 24. TBL.VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.