Vikan


Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 44

Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 44
Hann var sjálfstæðishetja nýrrar þjóðar. heimsfræg striðshetja. sem varð fyrsti forseti lands sins. Lifsförunautur hans var hóglát kona. en ntyndarleg. sem hataði að koma fram opinberlega. en drottnaði algerlega yfir manni sínum heima fyrir. Nafn hans lýsir i mannkynssögunni — hennar muna færri. Þau hétu George og Marta Washington. Í ameriskum sögubókum má lesa. að fyrstu forsetahjón Bandarikjanna liali i fjörutíu ár verið hamingjusamlega gift. og að heintili þeirra hafi verið til fyrir- myndar ameriskunt fjölskyldum. Þetta er eflaust sannleikanum samkvænu. en þó eru brestir i hinni fullkomnu mynd. Washington — sem nefndur var „faðir þjóðarinnar" — eignaðist aldrei börn. Marta átti aftur á móli tvö börn frá fyrra hjónabandi — item þrjú hundruð þræla og 100.000 dollara i gulli. Gæti hugsast, að hinn göfugi George Washington hafi gift sig til fjár? Ef marka má samtima lýsingar, var Marta ekki fögur. Siðari tima málarar hafa gjarna sýnt hana sem unga blómstrandi stúlku. einkar fagra. En samkvæmt lýsingu eins félaga Washintons var hún. „klossuð. næstum feit. með stingandi. óþægilegtaugnaráð.” Marta Custis var ekkja eftir hinn fokrika ofursta. Custis. og þar sem hún var enn á besta aldri. var hún álitlegt gjaforð fyrir hina ungu fyrirmenn i nýlendunni Virginíu. Að visu var George Washington ekki fátæklingur. hann hafði unnið sig upp i góð efni. En i stuttu máli sagt. hjónbandið var báðum hagkvæmt. STÚLKAN, SEM HANN FÉKK ALDREI Áður en George Washington hitti Mörtu. hafði hann hægt og sígandi unnið sig upp til metorða og var einn af leiðandi mönnum i nýlendunni. Hann hafði lært landmælingar og varð liðs- foringi i breska nýlenduhernum — her. sem hann síðar barðist gegn sem hers- höfðingi fyrir frelsisher ameríkana i nýlendustríðinu. Þegar hann var sextán ára þjónaði hann hjá Thomas Fairfax lávarði, sem var mikill höfðingi af gamla skólanum, og hann kenndi George reið- mennsku og veiðar. Aftur á móti varð hann aldrei almennilega læs, en það skipti ekki ýkja miklu máli. Hann lærði einnig að stjórna þrælum og skjóta Indiána. George bar af öðrum mönnum strax á unga aldri. Hann var þreklega vaxinn. hávaxinn og svipmótið festulegt. Franska striðshetjan Lafayetta á að hafa sagt. að hann hefði aldrei séð handstærri mann. Hann undir sér best undir berum himni með hermönnum. Fyrirmenn þurftu auðvitað að taka þátt i sam- kvæmislifinu. en George var utanveltu Ástina sína fékk hann ekki - en sú útvalda reyndist á slikum slundum og flúði gjarnan til skógar. 25 ára gamall var hann liðs- foringi með mikla reynslu úr löngu striði gegn Frökkum og Indiánum. Hann hafði ekki gefið sér tinia til að hugsa um kvenfólk og ástir. En þegar hann varð loksins fyrir örvum Amors. hæfðu þær beint í hjartastað. Einn af bestu vinum Georges frá æskuárunum var William Fairfax. frændi Thomas lávarðar. Hann var kvæntur maður og bauð sinunt góða vini að taka sér hvild frá vigvellinum og dvelja hjá þjeim hjónurn á Belvoir setrinu. Sally, kona Williams. var ynd- isleg kona, og striðsmaðurinn ungi varð innilega ástfanginn. Blint og hugsunarlaust kastaði hann sér út í ævintýri með konu besta vinar sins — ævintýri. sem ekki gat endað öðru visi en hörmulega. MARTA VAR NÆSTBEST — EN AUÐUG George fór aftur til viglínunnar eftir dvölina hjá Fairfax. Tilfinningar hans til honum vel 1758 var hann á leið gegnum Williamsburg, eina mikilvægustu borg Virginiu. Heima hjá vini sínum hitti hann ekkjuna Mörtu Dandridge Custis. Frú Custis átti tvö börn. Patsy og Jack. og hún var nú af léttasta skeiði. Það er fátt, sem bendir til, að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. George var nýbúinn að senda Sally kveðjubréf og var þungt um hjartarætur. Það leið þó ekki á löngu. þar til trú- stjórar og ameriskir æsingamenn eins og jafningjar á Mount Vernon. Milli Mörtu og George hafði ekki verið brennandi ást, en á þeim sextán árum, sem George helgaði býlinu krafta sina, óx kærleikur þeirra á milli. Þau eignuðust ekki börn saman, en George ættleiddi börn hennar frá fyrra hjóna- bandi, og síðar tók hann einnig barna-' börnin að sér. Frægt málverk sýnir hinn aldna forseta og landsföður í faðmi fjöl- skyldunnar, þar er eiginkona og börn, en þau eru ekki hans eigin. Þau voru tengd traustum böndum, þau áttu bara hvort annað og urðu að hjálpa og styðja hvort annað að fremsta megni. Marta var stoð og stytta leiðtogans i hinu langa og erfiða frelsisstriði. AÐEINS EINA NÓTT HEIMA Amerísk sagnfræðirit telja hjónaband Georges og Mörtu Washington fyrirmynd allra amerískra hjónabanda. En e.t.v. var það ríki- dæmi Mörtu, en ekki töfrar hennar, sem réði úrslitum. Sally voru ástriðufullar og ollu honum sálarkvölum. Hann var sakbitinn — hann hafði táldregið gifta konu. George var lengdur Sally sterkum böndum. honum var þvi þungbært mjög að horfast i augu við þá staðreynd, að aldrei yrði um varanlegt samband að ræða. í nokkur ár skrifaði George ástarbréf til Sally — bréf, sem þau urðu að halda leyndum og voru send með leynd. 1758. aðeins nokkrum mánuðum áður en þau Marta hittust, skrifar hann: „Van- treystu ekki tilfinningum minum. þú veist að þær eru sannar. En sendu ekki svar — og nefndu aldrei samband okkar við nokkra sálu. Ástin min — vertu sæl." Á þennan hátt vann George leyni- legustu, en líklega erfiðustu orrustuna um ævina. En ungur liðsforingi og fyrirmaður varð að kvænast — jafnvel þó hann fengi ekki þá, sem hann elskaði. Sumarið lofun þeirra var kunngerð, og strax 6. janúar 1759 var haldið brúðkaup á rik- mannlegu heimili brúðarinnar. STÓRJARÐAREIGAND- INN WASHINGTON George Washington var 27 ára, þegar hann gifti sig. Nú dró hann sig i hlé frá opinberum embættum. Eftir þeirra tíma mælikvarða var hann mjög vel stæður eftir giftinguna, og hann snéri sér óskiptur að stjórn búsins og umsýslu. Marta hafði sem ekkja haft fullan umráðarétt með eignum snum, en við giftinguna varð hún aftur ómyndug. Stórbýlið Mount Vernon var — og er — unaðsreitur. sem á fáa sína lika i heiminum. Í dag er staðurinn þjóðar- helgidómur Bandaríkjamanna. og þangað streyma ferðamenn þúsundum saman, en meðan frelsisþráin ólgaði i blóði Amerikana. hittust breskir land- Fulltrúar bresku nýlendanna þrettán komu saman árið 1776 í Filadelfiu og samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði sinu. Ljóst var. að þörf var á að verja sjálf- stæði rikisins með vopnavaldi. Þingið fór þess á leit við Washington, að hann yrði yfirhershöfðingi nýlendumanna, og með þungum hug yfirgaf hann Mount Vernon. Á átta ára timabili dvaldi hann aðeins eina einustu nótt á heimili sinu. Það var siðsumars 1781. Washington og bandamaður hans, greifinn af Rochambeau. höfðu með hersveitum sínum rekið bresku hersveitirnar saman við litla borg í Virginiu, Yorktown. Hershöfðingjarnir hvíldust við Mount Vernon. og Washington var heima yfir nóttina. í dögun næsta morgun reið hershöfðinginn til að stjórna siðasta bardaganum i nýlendustriðinu. Það varð stórkostlegur sigur. Breski hershöfðinginn.Conwallis lávarður varð að gefast upp, og stríðið var unnið. En það var ekki bara þessa einu nótt, sem hjónin voru saman i þessi átta löngu ár. Marta ferðaðist oft langar leiðir og lagði líf sitt i hættu til að geta verið hjá George. Hún var hjá honum i stórhrið og heljarkulda i Valley Forge. þar sem frelsishetjurnar höfðu vetursetu við sult 44 VIKAN 24. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.