Vikan


Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 37

Vikan - 15.06.1978, Blaðsíða 37
Bláa nœlan ..Ekki þakka mér fyrir." sagöi hann. þegar hún gerði það. ,.Ég er búinn að skemmta mér vel." SySTIR Maggie var reyndar heinia. En hún var ekki ein. Einn sá ógeðfelldasti ungi ntaður, sem Maggie hafði nokkru sinni augum litið sat I stofunni og lét eins og hann væri heima hjá sér. Donna virtist óróleg. Gesturinn hafði óhreint. brúnt hár. og það var flasa á bláum denimkraga hans. Tjásulegt alskegg bætti ekki úr skák á bólugröfnu andliti hans. Mögur hné I snjáðum gallabuxum sýndu glögglega, að hann var of hávaxinn fyrir stólinn. sent liann sat I — á milii Donnu og dyranna. Maðurinn dró fæturna undir sig og beindi áthygli sinni að Maggie. Það gat ekki verið að Donna vildi hafa slikan mann hér. Hún var á ein- hvern hátt fangi hans. En þegar Maggie gekk i átt til stigans, hrópaði systir hennarhvasst: „Stansaðu!" Maggie snéri sér hægt við og vantrú - uð á svipinn. „Áttu við, að þú viljir hafa þennan mann hérna?” „Ekki beinlinis. andvarpaði Donna. „En ég hef ekki marga valkosti. Það er leitt að þú skulir hafa komið svona snemma heim. Bernie, þetta er Maggie systir min.” Yfir barnalegan munn Bernies breiddist bros. og hann tók stóra bjórdós upp af gólfinu við fætur sér. „Hæ, Mag,” kallaði hann. „Sjúss?” „Nei, þakka þér fyrir." Maggie fann til viðbjóðs. Lyktin i herberginu var eins ogá bar. Loks áttaði sljór heili Bernies sig á kynningu Donnu. „Systir þin? Býr hún hjá þér? Þú sagðir okkur ekki frá þvi. Það var ekki vel gert af þér.” Hávaði uppi á lofti fylgdi þessum orðum hanseftir. „Okkur!” át Maggie upp eftir honum og leit upp í loft. „Hvað eruð þið margir?" „Einn i viðbót. elskan. Ég ræð þér til að setjast niður og slappa af. Gash vill ekki láta trufla sig, þegar hann er önnum kafinn.” En Maggie heyrði annað hljóð, sem kom henni til að ganga í átt til stigans. „Þetta er úr minu herbergi. Hvað rétt hafið þið...?” Bemie þaut leifturhratt á fætur. Hann hratt henni niður I stól, og henni leið eins og brúðu. Þær voru fangar. Donna þekkti þessa menn. og af ein- hverjum ástæðum gerði hún ekkert. „Þinu herbergi? Hvað meinarðu með þínu herbergi?" Bernie gnæfði yfir henni. „H vað ert þú að gera hér?” „Ef þér kemur það þá nokkuð við." hvæsti Maggie. „þá á ég helminginn af þessari ibúð.” Barnie renndi annarri hendinni í gegnum hárið. bölvaði og reyndi að hressa upp á heilastarfsemina með öðrum bjórsopa. Síðan snéri hann sér snöggt að Donnu og sagði: „Af hverju sagðirðu okkur það ekki?” Donna yppti öxlum. „Hvers vegna hefði ég átl aðgera það?" Maggie leið illa. þegar hún minntist simtalsins frá París. reiði mannsins og undanfærslu Donnu. Og nú þetla. Systir hennar var á kafi i einhverju nijög leiðinlegu. Þau biðu og hávaðinn á hæðinni fyrir ofan hélt áfram. Skúffur voru dregnar út og þetm lokað aftur. Leitin — þvi annað gat það ekki verið — var mjög ítarleg. Bernie tæmdi bjórdósina sina og þeytti henni yfir herbergið. Hún skall á veggn- um og það lak Ijótur blettur úr henni og á teppið. Siðan gekk hann að stiganum og kallaði upp: „Ertu ekki að verða búinn. Gash?" „Jú. Ég er alveg að koma.” Röddin. sem svaraði. var fullorðinslegri, hálft í hvoru lágt urr. „Eitthvað búinn að finna?" „Nei." „Viltu. að ég reyni að tala betur við hana?" „Láttuekkieinsog fifl.” Þungt fótatak heyrðist frá svefnher- berginu. og feitlaginn miðaldra maður kom inn. Hann leit undrandi á Maggie. „Systir hennar," sagði Bernie til skýringar. Þegar eldri maðurinn var á leiðinni að neðri stiganum, snéri hann sér við. og Maggie sá ástæðuna fyrir þessu einkennilega viðurnefni hans. Hann hafði einkennilegt ör á annarri kinn- inni, og það hlaut hann að hafa fengið af djúpu sári. „Ég sagði ykkur. að þið mynduð ekkert finna,” sagði Donna. „Já. Þú þarf þá víst að gefa ein- hverjar skýringar, ekki satt?” Mennirnir sögðu ekki meira, heldur fóru. „Jæja. ég er fegin, að þcir eru farnir,” sagði Donna. og tók upp bjór- dósina. Hún fór með hana fram í eldhús- ið, og Maggie heyrði hana opna rusla- fötuna og loka henni aftur. Systir hennar kom inn með raka tusku. og þvoði blettinn úr teppinu. „Svona þetta. ætti að duga. Fyrirgefðu þetta leiðinda- atvik. Hvaðsegirðu um aðfá þér i glas?" Maggie studdi hönd við höfuð sér. „Hvernig geturðu verið svona róleg. Donna? Hvað vildu þeir? Hvers vegna i ósköpunum hringdirðu ekki í lög- regluna?” Donna hellti viski í glös handa þeint báðum, og Maggie sagði blátt áfram: „Þetta er i einhverju sambandi við símtalið frá Paris er það ekki?" „Jú. það er rétt." Systir hennar rétti henni glasið, gekk siðan að stól og hneig GISSUR GULLRA55 BILL KAVANAGU e. FRANK FLETCUER 24. TBL. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.