Vikan


Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 6
SÁLFARIR Það þarf ekki að segja sálrænu fólki að það hafi a.m.k. tvo líkama, andlegan auk hins jarðneska, því slíkar manneskjur komast ekki hjá því að uppgötva það. Aðrir eiga erfiðara með að gera sér grein fyrir því. Andlegi líkaminn er liklega svipaður hinum jarðneska i sjón þegar hann birtist augum skyggns manns, en að öðru leyti hefur hann marga góða kosti framyfir jarð- neska líkamann. Það er eitt einkenni andlega líkamans að hann getur ekki snert efni; hann fer í gegnum það. Einkanlega verður maður sem hefur yfirgefið jarðneska líkamann um stundarsakir eða fyrir fullt og allt berlega var við þetta. Eins og þegar látinn maður vill láta vita af því að hann sé enn lifandi þótt líkami hans sé líflaus orðinn. Hann reynir þá að grípa í ástvini sína til þess að gera þá vara við sig, en finnur að það getur hann ekki því hinn nýi (andlegi) líkami sem hann er nú í fer i gegnum jarðnesk efni. Þetta stafar af því að tíðni strauma andlega líkamans er svo miklu meiri. Þetta veldur því miklum vonbrigðum fyrst í stað meðan menn eru að venjast þessu. En við þurfum ekki að vera dáin, sem kallað er, til þess að nota andlega líkamann. Við höfum hann allan tímann frá fæðingu þótt við af skiljanlegum ástæðum verðum minna vör við hann en þann jarðneska. Eins og það sem er í senn lifandi en þó efnislegt, þarfnast jarðneski líkaminn hvíldar og það í svo ríkum mæli að við sofum þriðja partinn af lífi okkar hérna á jörðunni. Hins vegar þarfnast hinn andlegi líkami okkar ekki neinnar hvíldar og getur því starfað látlaust. Enda má segja að hann geri það, og þá ekki síst meðan sá jarðneski hvílist, t.d. á nóttunni. Hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, þá er lítill vafi á því að við fáumst við hin ólíkustu verkefni í andlega líkamanum meðan sá jarðneski sefur. Ástæðan til þess að við vitum ekki af þessu er sú, að störf okkar flestra virðast ekki prentast í hinn efnislega heila okkar. Þetta vitum við samt sökum þess, að til er margt fólk, sem sökum sálrænna hæfileika getur munað þessa andlegu starfsemi að meira eða minna leyti og rifjað hana upp þegar það er vaknað. Ég ætla nú ekki að fara að skrifa hér nokkurn fyrirlestur um þetta atriði í þessum þætti heldur bregða upp fyrir ykkur hvernig þetta kom fram hjá manni sem ég þekkti vel, en er farinn héðan fyrir allmörgum árum. Hann hét Einar Loftsson og var kennari frá Eskifirði. Ég kynntist honum sökum þess að hann var mikill vinur afa míns Einars H. Kvarans og samstarfsmaður hans í sálarrannsóknamálum. Einar Loftsson kvæntist aldrei og bjó um tíma í húsi afa míns til þess að geta verið nálægt honum, því Einar mat afa minn umfram aðra menn. Einar Loftsson skrifaði mikið um sálræn efni, enda var hann sjálfur sálrænn með merkilegum hætti. Hann var góður og göfugur maður og hvers manns hugljúfi. Eitt sinn þegar Einar Loftsson átti heima á Eskifirði vildi svo til að hann vaknaði af svefni síðari hluta nætur. Þetta var á útmánuðum svo bjart var í herbergi hans. Hann leit á úrið sitt sem hann hafði reist upp við bók er lá þarna á borðinu og sá að klukkan var 4,30 að morgni. UNDARLEG ATVIK IX ÆVAR R. KVARAN Hann lá nú vakandi um hrið, en fannst hann vera einkennilega máttlaus og undar- legur. Hann settist því upp og ætlaði að ná sér í vatn að drekka sem stóð í glasi á borðinu. En þá fór á annan veg en hann hugði. Hann settist að vísu upp, en þegar hann rétti höndina eftir glasinu var eins og mátturinn bilaði og hann hneig aftur útaf. Hann fór að óttast að hann væri orðinn veikur, en þó fann hann ekki til neinna veikindaeinkenna. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir hneig hann jafnan útaf aftur. Hann fór nú að hugsa málið og komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að þetta undar- lega ástand hlyti að boða skyndilega nálægð dauðans. Hann hugðist reyna að ná í lækni, en hætti við það og taldi að eins og hann hefði hingað til sofið þarna einn, gæti hann líka sofnað þarna síðasta jarð- lífsblundinn án þess að hafa aðra viðstadda. Nú fannst honum lífsaflið fjara út hægt og hægt og einkennilegur gleymskuhöfgi síga á sig öðru hverju. Aðra stundina var hugsunin jafnskýr og venjulega. Síðar sagði Einar svo frá þessari stund, að hann hefði aðeins átt eina ófullnægða þrá, en hún var að geta sagt vinum sínum að hann legði óhræddur og kvíðalaus í langferðina miklu sem allir verða einhvern tima að fara. En svo kom úrslitastundin. Einari fannst hann fá snarpan sinadrátt, hann kipptist til í rúminu og svo virtist honum skyndilega verða koldimmt. Á sama augnabliki missti hann meðvitund. Allt í einu stóð hann við gluggann og horfði út, en þóttist nú vita að öllu væri lokið og hann myndi aldrei fara aftur í gömlu fötin sem lágu þarna á rúminu eins og hann hafði skilið við þau. Þvi næst var hann allt í einu kominn heim til eins góðvinar síns á staðnum, kominn inn í borðstofuna og voru þar líka nokkrir fleiri sem hann þekkti. Þeir sátu við borð í von um að einhverjir ósýnilegir gestir kynnu að vera viðstaddir og myndu reyna að gera vart við sig með því að valda einhverjum hreyfingum á borðinu. „Það er líklega enginn hérna,” sagði einn þeirra. Einar hélt nú að hann væri þarna og ætlaði að nota tækifærið. Hann reyndi af öllum mætti að hreyfa borðið, en fékk engu áorkað. Hann snerti þá sem þarna voru, en enginn gat orðið var við hann, hvað sem hann gerði. Hann vissi að einn af viðstöddum hafði einhverja hæfileika til þess að skrifa ósjálfrátt og ætlaði Einar að notfæra sér það. Hann komst þó brátt að raun um að til þess skorti hann alla þekkingu. Þá stóð hann allt í einu aftur við gluggann á herberginu sínu og varð honum nú fyllilega ljóst að það er ekki eins auðvelt og margur hyggur að sanna tilveru sina frá öðrum heimi. En honum var ekki að skapi að gefast upp við svo búið. Hann vissi að jarðneskar fjarlægðir skiptu hann engu eins og högum hans var nú háttað. Hann ásetti sér þess vegna að leggja af stað í ferðalag til Englands, reyna þar að ná tali af ein- hverjum miðlastjórnendum og leita hjá þeim þekkingar á því hvernig hægt væri að notfæra sér miðilshæfileikann i áður- nefndum tilgangi. Samstundis var hann lagður af stað. Hugsunin og þráin var þessi augnablik sama sem framkvæmdin. Og hann leið í loftinu. Hann sá Reyðarfjörðinn fyrir neðan sig, gáraðan af hægum norðanvindi; áfram og úthafið blasti við undir fótum hans. Hann eygði nú tindana á íslensku fjöllunum sem voru að hverfa á bak við bungu hafsins. Honum fannst þetta stórskemmtilegt ferðalag. Allt í einu breyttist útsýnið. Hann var kominn á einhvern ókunnan stað sem 6 Vlkan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.