Vikan


Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 16
-V'‘ hallandi rúmbálki, sem helst liktist borði. Þarna var þó góður kolaofn. Við reyndum að þrífa það versta upp eftir björninn og refina, sem oft fylgja í kjölfar hans, og skilja ekki eftir sig sérstaklega skemmtilega lykt. Henrik reyndi að ná sambandi i gegnum talstöðina, en hún var þá lokuð. Seint um kvöldið heyrðum við svo vélar- hljóð, þar voru mættir 3 hjálparsleðar, svo að við komumst vonum fyrr heim, en Henrik þurfti að standa á skíðum við hlið- ina á okkar sleða alla leiðina. Eldsvoði í hundasleða Henrik hafði byggt nokkurs konar kassa ofan á hundasleða með loki og vindskermi, og þar var sett sæti þar sem ég gat setið með börnin. Síðan var hann tengdur við snjósleða, og einu sinni var næstum farið illa fyrir okkur á þessu farartæki. Þetta var í byrjun apríl, og ferðinni var heitið til Flemingfjarðar, sem er um 70 km sunnan við Meistaravík. Þar urðum við veðurteppt í fjóra daga. Reyndar gerðum við tilraun til heimferðar á þriðja degi, en eftir að hafa velt sleðanum tvisvar snerum við til baka. Fjórða daginn lögðum við svo aftur af stað, þá var kominn blástur og 20 stiga frost, sem var alltof kalt fyrir strákana. Við vorum með lítinn hitaofn í hundasleðanum, sem átti að vera ansi öruggur hvað íkveikju snerti. Við sátum þarna í stórum dúnpoka fóðruðum ullaráklæði, og höfðum sams konar poka yfir okkur. Einhvern veginn hafði pokinn lent ofan á ofninum, og ég fann skyndilega magnaða reykjarlykt. Ég hafði engin tök á að gera Henriki, sem ók snjósleðanum, viðvart, nema að veifa og kalla. Mér fannst líða heil eilífð þar til hann loks leit við, og handleggurinn á mér var orðinn dofinn af kulda. Þá var reykur farinn að stíga upp úr sleðanum, og stórt gat brunnið á pokann. t sumar sem leið fórum við í 10 daga siglingu á gúmbáti ásamt Sigurði Aðalsteinssyni, flugmanni. Við sigldum u.þ.b. 700 km leið um firðina í nágrenni Meistaravíkur og vorum mjög heppin með veður. Inni í þessum fjörðum er mjög mikill gróður, litirnir unaðslega fallegir, og ísjakarnir, sem fljóta þarna um ógleyman- leg sjón. Ég vildi gjarnan fá tækifæri til slíkrar farar aftur. Daglegt líf í Meistaravík Auðvitað urðu miklar breytingar á daglegum störfum mínum sem húsmóður eftir að ég fluttist til Meistaravíkur. Við urðum t.d. að slökkva á rafstöðinni okkar eftir 6-8 tíma notkun, og eftir það urðum við að notast við olíulampa sem lýsingu, og gátum þá hvorki hlustað á útvarp né plötuspilara. En við höfðum það ósköp notalegt og lásum mjög mikið. Ferskt vatn fengum við ofan úr fjallinu í tvo mánuði á sumrin, annars þurftum við að sækja allt vatn upp á flugvöll, og það gerðum við einu sinni í viku á snjósleða. Og svo hafði ég alltaf hlaðinn riffil við útidyrnar vegna ísbjarnanna, sem ekki voru ótíðir gestir. En þarna hafði ég líka öll venjuleg heimilis- tæki, og engin vandræði að nota þau þegar rafmagnið var á. Það var aðeins tvennt, sem ég hafði nokkrar áhyggjur af. Það fyrra var að eitt- hvað kæmi fyrir Henrik á myrka tímabilinu, þegar búið væri að slökkva á vélunum. Talstöðin á flugvellinum lokaði klukkan sex á kvöldin, og eftir það var enga hjálp að fá, nema ég gengi þessa fimm kílómetra upp á flugvöll, því að ég hafði ekki nóga krafta til að starta snjósleða í frosti upp á eigin spýtur. Ég hefði líka orðið Henrik Friis og synirnir Bjarki og Ásgeir á ferðalagi. Sólsetur við Ellaö. 16 Vlkan 52. tbl. Jól I Meistaravik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.