Vikan - 28.12.1978, Síða 21
að fá sina þjónustu eins og aðrir.
Enda er nú svo komið, að þar
er risin hin myndarlegasta
verslunarmiðstöð við Hamra-
borg 1, þar sem finna má nán-
ast allt milli himins og jarð-
ar. Og að sjálfsögðu fer tískan
þar ekki halloka.
Verslunin Urður var stofnuð
fyrir réttum tveimur árum, eða i
nóvember 1976, og þrátt fyrir
að verslunin heiti eftir þeirri
örlagagyðju, sem táknaði
fortíðina, er þar mikið úrval af
nútíma tískufatnaði.
Urður er eina sérverslunin hér
á landi, sem selur fatnað frá
þýska fyrirtækinu „Mondí”, en
þar að auki er mikið af
dönskum, enskum og íslenskum
vörum.
HS
Fallegur spariklœðnaður, hóhfsitt
pils við viða, mjúka peysu. Pilsið
kostar 30.614 krónur, peysan 22.280
krónur og sjalið 3.700 krónur.
uikon
kynnir
Í Mondi-fötum með Mondí-regnhlif.
Peysan kostar 24.420 krónur og
pilsið 22.800 krónur.
Það er Heiða Ármannsdóttir, sem
sat fyrir hjá okkur að þessu sinni.
Til gamans mó geta þess, að henni
er greitt i hárgreiðslustofunni
Bylgjan, sem er einmitt i
52. tbl. Vlkan 21