Vikan


Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 25

Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 25
Eftir Laird Koenig Þýð.: Auður Haralds. ÚTDRÁTTUR: Rynn var óvenju vel gefin, las ljóö, orti en átti enga vini. Hún átti sér lika leyndarmál, sem hún vildi ógjarnan að kæmist í hámæii. Heimsóknir frú Hallet og sonar hennar eru henni því ekkert gleðiefni. Frú Hallet er ógeðfelld miðaldra kona, sem fólkið i þorpinu segir, að sé sífellt með nefið í annarra leyndarmálum. Sonur hennar ■ er einkennilegur fullorðinn maður, með sérstæðan áhuga á litlum stúlkum. Einn góðan veðurdag hvarf svo frú Hallet. Það veit það enginn nema Rynn litla að þann dag var hún einmitt í eftirlitsferð í húsinu, sem Rynn og faðir hennar hafa á leigu. Reyndar var erindi frú Hallet þangað að kvelja og hóta Rynn litlu svo Rynn, sem ekki lét fullorðna nokkru sinni ráða yfir sér, notaði tækifærið og hrinti frú Hallet niður í kjallarann. Það varð ekki aftur snúið. Hvað tæki það annars konuna þarna niðri langan tima að deyja. Þrjá daga . . . ? Nú virtist eina vandamálið að losna við Bentleyinn hennar frú Hallet. Hann stóð fyrir utan húsið og var ógnvekjandi sönnunargagn. Hún hringir eftir aðstoð og þá kynnist hún hinum sérkennilega, fatlaða töframanni — drengnum Mario. „Sultukrukkurnar,” sagði stúlkan kjörkuð. „Já?” „Við töluðum um sultukrukkurnar í símanum. Þær eru tilbúnar. Þú getur tekið þær.” „Ekki núna.” Rynn yfirvegaði hvert orð mannsins. Átti hann við að hann væri ekki að fara og þess vegna gætu krukkurnar beðið, eða átti hann við að móðir hans myndi aldrei framar hafa not fyrir þær? Hún þurfti ekki að líta á rauða andlitið við eldinn til að vita að hann hafði gaman af að gera orð sín tvíræð. Faðir hennar hafði átt vin í London, lög- fræðing, sem elskaði lagaflækjur og völundarhúsin sem hann skóp úr hálf- sögðum svörum. Á sama hátt elskaði faðir hennar að vera nákvæmur og haga orðum sínum þannig að merking þeirra væri ljós og skýr. „Kannski kom Elsku Mamma við, en þú varst ekki heima.” „Ég var hér allan tímann.” „Fórstu ekki á fótboltaleikinn?” „Nei.” „Á þessum tíma fara allir á leikinn á laugardögum. Villikettirnir unnu í dag.” Hallet var að horfa á Mario. „Vissirðu það?” „Já.” „Varla sála í þorpinu í dag.” Hann horfðienn á Mario. „Rétt?” En Mario var að horfa á Rynn. „Fórst þú á fótboltaleikinn?” Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Drengurinn virtist loga af hættulegum krafti, sem hvorugt hafði grunað að lægi viðbúinn undir sætu brosinu. Hann rykkti snöggt í stafinn sinn, sem small sundur í tvennt. Úr slíðrinu dró hann langt, glampandi blað — sverðsblað! „Nei.” „Leikurðu fótbolta?” Áður en Mario gat svarað sagði Rynn: „Hún gæti ómögulega hafa komið án þess að ég hefði orðið vör við það.” Hallet var aðeins að tala við Mario. „Ég heyrði þig ekki svara.” „Nei, ég leik ekki fótbolta.” „Það geri ég ekki heldur. Sidegis á laugardögum hlusta ég á Metro-' politan óperuna. í útvarpinu. Á skrif- stofunni. En ég sé að þú ert allur uppá- klæddur...” „Hann er töframaður,” sagði Rynri. „Þá erum við tveir í þorpinu sem leikum ekki fótbolta.” Maðurinn leit aftur á Rynn. „Þú sagðir að þú hefðir verið hér allan tímann?” „Já.” „Hefðir ekki getað misst af henni?” „Nei.” „Skrýtið.” „Þú getur tekið þær fyrir hana núna,” sagði stúlkan. „Sultukrukkumar?” „Ég get sett þær í bílinn þinn,” sagði Mario. „Geturðu það?” „Ég skal gera það núna.” „Þú getur það ekki.” Þ"na var það aftur. Þessi ruglandi tviræðni sem Hallet teymdi þau í, fátkennt undirferli. „Það er allt í lagi,” sagði drengurinn og átti við að hann væri bæði fús til og fær um að fara með krukkurnar út úr húsinu. Hann myndi gera það strax. „Ég sagði að þú gætir það ekki.” Maðurinn smellti fingrunum að vindlingakassanum, sem Mario færði honum. Mario setti kassann aftur á borðið, kveikti á eldspýtu og færði Iogann að sigarettunni. Hallet dró andann djúpt. Rynn fannst eins og hann blési ekki frá sér reyknum heldur leyfði honum að leka út úr sér, bláar reykjar- slæður sem slæddust yfir uppblásið rautt andlitið. „Ekki hægt,” sagði maðurinn. „Eng- inn bíll. Ég gekk hingað í kvöld. Ástkær eiginkona mín hefur bilinn. Hinn mjög svo stórfenglegi og lifrarliti Bentley móður minnar situr í allri sinni dýrð fyrir framan skrifstofuna.” Hann saug reyk úr sigarettunni. „Elsku Mamma hefur lyklana.” Rynn sagði við sjálfa sig að augu hennar mættu ekki leita til Marios. Hallet virtist ánægður með að stara á og íhuga leyndardóma brennandi sígarettunnar. Neisti flaug út úr arninum og lá fyrtr framan eldstæðið og glóði. Síðan dó hann. 1 kringum húsið veinaði haust- vindurinn. T rjágreinar skullu saman. Hvað eftir annað reyndi Rynn að rjúfa þögnina, þar til hún var farin að efast um að hún gæti komið upp nokkru orði. Þegar henni loks tókst það, bað 52. tbl. Vikatl 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.