Vikan


Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 27

Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 27
áþreifanleg í herberginu og þeirra sjálfra. „Þaöeru þær.” „Aðbíðaeftir henni.” „ Sem þýðir?” „Hún hefur ekki komið hingað.” „Rangt. Við förum of hratt yfir.” Aftur varð tónninn eins og hjá fyrir- lesara. „Ég verð að leiðrétta rökvisi þína. Allar þessar krukkur þarna sanna — hvað? Að þessar krukkur eru enn þarna.” „Þá er ég hrædd um að ég geti ekki hjálpað þér.” „Viltu hjálpa?” Stúlkan sneri andlitinu burt frá rakspíranum og sígarettureyknum. „Já.” Hvað leggurðu þá til að við gerum?” „Hringjum á lögregluna.” „Búinn að því. Lítur út fyrir að við þurfum meiri hjálp.” Hallet færði augun yfir á Mario. „Vilt þú hjálpa?” „Já.” „Farðu þá og biddu föður hennar að hjálpa okkur.” Drengurinn kyngdi og stamaði. „Hann sefur.” „1 næsta herbergi?” „Jádrengurinn kinkaði kolli í ákafa. Hallet ávarpaði Rynn. „í holinu. Það er vinnuherbergið hans?” Hún kinkaði kolli. „Sefur hann þar líka?” Hallet stóð á fætur. „Ég lofaði að vekja hann ekki,” sagði stúlkan. Hallet var á leið til dyranna í holinu. „Við skulum vekja hann og spyrja hann hvort hann geti hjálpað okkkur að finna Elsku Mömmu.” Hægt tók hann annað skref eins og hann byggist við að stúlkan myndi reyna að stöðva hann. „Þetta herbergi — ertu viss?” Svört sláin bylgjaðist þegar Mario skjögraði fram í holið og ruddist fram hjá Hallet til að meina honum að komast aðdyrunum. „Rynn, farðu i símann.” Við símann sá stúlkan Hallet nálgast drenginn og gnæfa yfir hann. Hann var hættur að leika kött og mús og rýndi illilega á Mario. „Ég sagði þér að koma þér út!” Mario, sem þorði ekki að líta á hann eins og augnaráð Hallets gæti fengið hann til að hopa, hristi höfuðið. „Þú og þessi ítölsku dólgsbrögð þin, viltu andskotast út!” „Rynn — farðu! Hlauptu til nágrannanna!” Stúlkan lét símtólið falla á aftur, hljóp fram í holið, en hægði á sér þegar hún áætlaði möguleika sína á að sleppa fram hjá Hallet. „Haltu áfram,” sagði Hallet. „Hlauptu.” „Hlauptu!” Mario sárbændi hana. Hallet gerði enga tilraun til að loka leiðinni að útidyrunum. Allt í einu glitti á bros hans í skuggunum, markað af glansandi áburðinum. „Hiaupa hvert?” Hann bandaði hend- inni til merkis um að henni væri frjálst að opna útidyrnar. „Nágrannar þínir eru ekki 'einu sinni heima. Gyðingarnir fóru allir til Florida.” „Hringdu á lögregluna!” æpti Mario. Hallet stikaði að eldhúsborðinu og þreif símtólið af símanum. Hann vafði snúrunni í lykkju um hönd sér. „Á ég að slíta þetta úr sambandi?” „Ef þú gerir það þá vita joeir að hann er í ólagi,” sagði stúlkan. „Hver skyldi hringja á þessum tíma sólarhrings?” „Leggðu tóliö á!” Skipunin kom frá Mario. Hún kom bæði Hallet og Rynn á óvart, því drengurinn virtist loga af hættulegum krafti sem hvorugt hafði grunað að lægi viðbúinn undir sætu brosinu. Hann rykkti snöggt í stafinn sinn sem small sundur í tvennt. Úr slírðinu dró hann langt, glampandi blað. Hallet starði á sverðið og skellti símtólinu aftur á símann. Mario, brennandi heift hans óhamin, hökti án stafsins í átt til mannsins með sverðið brugðið í knýttum hnefanum. „Ég er ítali. ítalir ganga með hnífa. Rétt?” Hallet hörfaði undan haltrandi drengnum og vatt sér burt frá eldhús- borðinu í átt til dyra. Bleik hönd veifaði eftir vopnahléi. „Haltu þig burtu.” Rödd Hallets sprakk í skerandi öskri sem var hlaðið reiðiogheift. „Svín? Dólgur?! Skíthæll?” Heiftúðugur drengurinn slagaði í átt til mannsins. Hallet snarsneri sér við svo árásar- manninum tækist ekki að koma honum í sjálfheldu. Þegar hann hörfaði aftur rak hann upp gelt sem hann vonaðist til að hljómaði eins og hlátur. „Þetta er bragð! Bara sjónhverfing!” „Er það?” Mario dróst einu skrefi nær. Svitinn rann í lækjum niöur bleikt andlit Hallets. Hann gekk aftur á bak út í holið. Drengurinn otaði sverðinu fram fyrir sig. Hallet rakst á reiðhjólið og hrasaði, náði jafnvægi aftur og reif upp úti- dyrnar. Hann var farinn. Rynn þaut að dyrunum, skellti þeim aftur og fleygði sér á þær. Hún leit á Mario sem gaf henni mcrki um að þcgja Hún kinkaði kolli, fegin þvi að þurfa ekkert að segja, of uppgefin til að gera annað en hvíla allan þunga sinn á hurðinni. Mario tók upp hinn hlutann af stafnum og smellti honum saman aftur. „Hringdu á lögregluna,” sagði hann. t myrku holinu hallaði Rynn sér að dyrunum. „Það getum við ekki vogað okkur að gera.” Skyndihugdetta fékk drenginn til að skunda yfir stofuna að eldiviðarkass- anum. Ekki fyrr en hann var um það bil að lyfta lokinu gerði hann sér grein fyrir að Rynn hafði hlaupið fram fyrir hann. Hún settist á kassann. „Þú vildir ekki að hann liti ofan í hann,er það?” Stúlkan kastaði stðu hárinu frá augunum. „Þú vilt ekki að ég spyrji af hverju hún er þarna?” Hann ýtti við stúlkunni, en það var ekki það sem fékk hana til að færa sig. Hún gekk burt frá kassanum og leyfði honum að lyfta þungu lokinu. Hann beygði sig niður og dró regnhlífina upp úr viðardrumbunum. Hann renndi henni opinni. „Hennar?” Rynn teygði sig eftir regnhlífinni, lokaði henni svo small í og fleygði henni á sófann. Síðan gekk hún yfir eikargólfið að borðinu þar sem hún beið og gaf honum merki með augunum að koma. Hún benti honum að taka undir borðið sín megin. Börnin tvö færðu borðið af fléttuðu mottunni. Með berum fótunum velti Rynn mottunni frá. Hún kraup við hespuna og renndi slánni frá. Með annarri hendinni lyfti hún hleranum þar til hann stóð lóðréttur, síðan lét hún hann falla að veggnum. Hún reisti sig upp og gekk fram fyrir hleraopið og stóð við efsta þrepið. Hún 52. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.