Vikan


Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 34

Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 34
Ljóðað á latínu Fram á síðustu öld var latínan annað móðurmál lærðra manna. Sumir voru svo leiknir í henni að þeir gátu jafnvel ort á þessu tungumáli sem mun fáum nútíma Islendingum tamt í munni. Sú var tíðin að latínukunnátta var eitt helsta einkenni lærðra manna. Latínan var það tungumál sem gerði menntamönnum hvaðanæva að kleift að skiptast á skoðunum — líkt og enska og franska á síðari tímum. Það varð vísindum og menningu þá sem nú til mikils framgangs að til skyldi vera tunga, sem sameinaði þá menn af ólíkum þjóðernum er yfir mestri þekkingu bjuggu. Allt fram á 19. öld tíðkaðist það mjög að vísindaleg rit væru skrifuð á latínu. Livla, kona Ágústusar. 34 Vikan 5Z. tbl. íslenskir menntamenn voru margir hverjir ekki eftirbátar erlendra í þessari grein. Þannig var til dæmis prestsonur úr Hrunamannahreppi, Þorleifur Guðmundsson Repp, valinn til þess á háskólaárum sínum í Kaupmannahöfn um 1870 að hressa upp á latínukunnáttu skáldsins fræga, Adams Oehlenschlágers, þegar hann sem prófessor átti að flytja hátíðarræðu á latínu um siðbótina. Liggur fyrir lofsamleg umsögn skáldsins um hinn íslenska námsmann. En ekki er þörf að leita dæma í heims- borgirnar um góða latínukunnáttu íslenskra lærdómsmanna. Þau var líka að finna upp til sveita þar sem prestarnir þjónuðu sóknarbörnum sínum, stunduðu búskap — en höfðu samt tíma til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum, enda ys, þys og erill ekki með sama hætti og nú á dögum. Þannig eru til eftir séra Björn prófast Halldórsson, merkisklerk og skáld í Laufási við Eyjafjörð upp úr miðri síðustu öld, latnesk — íslenskar vísur sem út voru gefnar árið 1942 í kveri og prentuð í Prentverki Odds Björnssonar nyrðra. Sá sem kom vísunum á þrykk var glöggskyggn og margfróður bóndi, Einar Guttormsson frá Ósi í Hörgárdal, er nú dvelst á Akureyri í hárri elli, en stálminnugur og styrkur á sál. Hann stundaði prentnám um tíma snemma á öldinni og gaf vísurnar út eftir handriti afa síns, Einars bónda Ásmundssonar í Nesi, þess þjóðkunna manns. Þeir séra Björn og Einar í Nesi voru vel kunnugir. Nýlega var flutt dagskrá um Björn prófast Halldórsson í útvarpinu, tekin saman af núverandi eftirmanni hans á prestsstóli í Laufási, séra Bolla Þ. Gústafs- syni. Þá mun ævisaga hans einnig vera í deiglunni. Skal því ekki farið út í að segja frá honum frekar að þessu sinni. Þó má vegna ættfræðinnar, sem flestum íslendingum er hugleikin, geta þess að sonur séra Björns var Þórhallur Bjarnarson biskup, sem aftur var faðir Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra og Dóru Þórhallsdóttur forsetafrúar (konu Ásgeirs Ásgeirssonar). Ekki var Þórhallur sonur Björns prófasts jafnhrifinn af latínunni og faðir hans, því á námsárum sínum í Reykjavíkurskóla stóð hann að því ásamt fleiri skólabræðrum að brenna hátíðlega á báli latnesku stíla- Séra Bjöm Halldörsson Einar Guttormsson frá Ósi i Hörgérdal. bækurnar sínar vorkvöld eitt suður á Melum, við tilhlýðilegan yfirsöng. Þóttu þetta firn mikil þótt ekki dygðu þessi nýstárlegu mótmæli til að hrikta veldi latínunnar í hinum lærða skóla. Hér skulu síðan birtar nokkrar af hinum snjöllu latnesku-íslensku vísum séra Björns Halldórssonar. í áðurnefndu kveri eru þær hvorki fleiri né færri en 64 talsins og verður því ekki nema um nokkur sýnishorn að ræða. í vísunum fylgir hverju latnesku orði þýðing þess á íslensku og er farið dyggilega að reglum íslenskrar braglistar um stuðla, höfuðstafi og rím. Þeir sem eitthvað kunna fyrir sér í latínu geta nú notað tækifærið til að rifja hana upp — og hinir til að læra þó ekki væri nema fáein orð í þessari tungu sem skólarnir hafa nú að mestu eða öllu sagt skilið við, en áður var um aldir annað móðurmál allra lærðra manna. Ó.E.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.