Vikan


Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 41

Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 41
Smásaga eftir Agöthu Christie Parker Pyne lyfti brúnum og sat niðursokkinn i hugsanir sínar drykk- langa stund. Hann hefði svo gjarnan viljað sjá musterið í Abydos, en — hundrað pund voru dálagleg summa. Og hann hafði reyndar ekki reiknað með, að þessi ferð um Egyptaland yrði honum jafndýr og raunin var. Jæja, það var kannski vitlaust að neita vel boðnu. „Kæra lafði Grayle,” skrifaði hann. — „Ég mun ekki fara til musterisins í Abydos. Yðareinlægur, Parker Pyne.” Hinir ferðalangarnir fóru af stað til að skoða hið fræga musteri. Parker Pyne beið uppi á þilfari. Allt í einu opnuðust klefadyrnar hjá lafði Grayle og stór kona sigldi út á þilfarið. — Það er afar heitt núna, hóf hún strax máls með vinsemd. — Ég sé, að þér hafið orðið eftir, það var mjög skynsamlegt af yður. Hafið þér nokkuð á móti þvi, að við drekkum saman te í salnum? Lafði Grayle virtist eiga erfitt með að koma sér að efninu. Loksins herti hún sigupp. Hún sagði: — Herra Pyne, það, sem ég ætla að ræða við yður. er algjört trúnaðarmál. Ég vil gjarnan komast að því, hvort maðurinn minn eitrar fyrir mig. Það er ekki gott að segja við hverju Pyne bjóst, en alla vega kom honum þetta á óvart. — Þetta eru alvarlegar ásakanir, lafði Grayle. — Ég er ekkert flón og ekki fædd í gær. Ég hefi haft minar grunsemdir nokkuð lengi. Þegar George fer burtu er ég alltaf betri. Þá þoli ég matinn og er eins og ný manneskja. Einhver ástæða liggur þarna á bak við. — Það, sem þér segið, lafði Grayle, er mjög alvarlegt. Þér verðið að hafa í huga, að ég er eiginlega ekki leyni- lögreglumaður. Ég er, ef svo má segja, nokkurs konar „hjartasérfræðingur...” Hún tók fram i fyrir honum: — Haldið þér að ég geri mér ekki grein fyrir, hve alvarlegar ásakanir minar eru? En ég kæri mig ekkert um að fá lögregluna til aðsnuðraj mínum málum, og get passað mig sjálf, takk fyrir. En ég vil lifa við öryggi — ég verð að vita, skiljið þér? Ég er ekki slæm og illgjöm kona, herra Pyne. Ég hefi alltaf komið vel fram við mitt fólk. En samkomulag er samkomulag, ég hefi staðið við mín orð. Hvað frænku hans viðvíkur, þá hefur hún alltaf fengið það, sem hún hefur óskað sér. Föt, skemmtanir og allt milli himins og jarðar. Allt á minn kostnað. Það eina, sem ég ætlast til, er örlitill þakklætisvottur. Parker Pyne hikaði andartak. svo sagði hann: — Þér verðið af afsaka það, lafði Grayle, en ég hef það á tilfinning- unni, að þér leynið mig einhverju. — Vitleysa. Ég hefi gert yður Ijóst, hvers ég óska. Þér eigið að komast að þessu fyrir mig. — En hvers vegna? ' Augnaráð þeirra mættist. Hún varð fyrritilað lítaundan. — Liggur það ekki í augum uppi? — Nei, ég er ekki öruggur í einu atriði. — Hvað eigið þér við? — Viljið þér, að ég sanni, að þér hafið á röngu að standa eða að þér hafið rétt fyrir yður? — Nei, heyrið mig nú, herra Pyne! Lafði Grayle stóð upp skjálfandi af réttmætri reiði. Herra Parker Pyne kinkaði kolli. — Já, já, sagði hann — fyrirgefið þér. En þér verðið að svara spurningu minni. — Uff! Það var eins og hún hefði misst málið. Hneyksluð og særð strunsaði hún út úr salnum. J^ARKER Pyne sat eftir djúpt hugsi. Hann var svo utan við sig, að hann hrökk illa við, þegareinhver settist allt I einu við hlið hans. Það var hjúkrunarkonan, fröken MacNaughton. — Þér komið snemma úr skoðunar- ferðinni? sagði Parker Pyne. — Ég sagðist vera með höfuðverk og sneri við. Hún hikaði. — Hvar er lafði Grayle? — í klefanum sínum geri ég ráð fyrir. — Ó, það var ágætt. Ég vil ógjarnan, að hún viti, að ég er komin aftur svona snemma. — Það var þá ekki hennar vegna, sem þér sneruð við? Fröken MacNaughton hristi höfuðið. — Nei, ég kom til að ræða við yður. Parker Pyne var undrandi. Þetta kom honum á óvart. Hann hélt, að fröken MacNaugton væri fullfær um að ráða fram úr sínum vandamálum sjálf, hann sagði henni það. — Ég álit, að þér hafið góða dómgreind og mikla reynslu til að ráða fram úr vandamálum. Ég þarfnast sannarlega góðra ráða nú. — Jæja, þá. Fyrirgefið mér, fröken MacNaughton, en ég imynda mér, að þér séuð ekki sú manngerð, sem leggur það í vana sinn að leita ráða annarra. — Nei, yfirleitt ekki. En einmitt núna er ég í afar erfiðri aðstöðu. Hún hikaði um stund, áðuren hún hélt áfram. — Ég legg það ekki i vana minn að ræða við aðra um sjúklinga mína, en i þessu tilfelli held ég, að ég sé nauðbeygð, herra Pyne. Þegar lafði Grayle ,fór frá Englandi, var hún næstum fullfrísk. Eða með öðrum orðum; það var ekkert alvarlegt að henni. Hún leið bara af því sama og margir aðrir auðmenn — of miklum peningum og fritíma. Parker Pyne kinkaði kolli. — í starfi mínu sem hjúkrunarkona hefi ég séð mörg skrítin móðursýkis- tilfelli, hélt MacNaughton áfram. — Lafði Grayle nýtur þess að vera veik — eða hefur gert það fram til þessa. Starf mitt felst í því að lina þjáningar hennar og sýna henni umhyggju — auk þess hefi ég reynt að njóta ferðarinnar. — En nú er ekki allt með felldu, herra Pyne. Kvalirnar, sem lafði Grayle kvartar nú um, eru raunverulegar — þær eru ekki lengur ímyndun. — Þér háldið þá.... — Mig grunar, að eitrað sé fyrir lafði Grayle, henni sé gefið eitur I smáskömmtum saman viðmatinn. — Hve lengi hefur yður grunað þetta? — Síðustu þrjár vikurnar. — Hafið þér einhvern sérstakan grunaðan? Hún horfði niður í kjöltu sér. Rödd hennar var ekki eins ákveðin, þegar hún svaraði loksins: — Nei. — Ég skal segja það fyrir yður, kæra fröken MacNaughton. Þér grunið ákveðna persónu og hún er sir George Grayle. — Ó, nei, nei, ég trúi því ekki á hann. Hann er svo einlægur. Hann getur ekki verið kaldrifjaður morðingi. Rödd hennar var angistarleg. — Þó hafið þér orðið þess varar, að i hvert sinn sem hann er fjarverandi, líður konu hans betur. Ef hann er nærstaddur erhúnstraxverri. Hún svaraði ekki. — Hvaða eitur haldið þér að notað sér? Arsenik? — Eitthvað slikt, já. Arsenik eða antomonium. — Og hvað hafið þér hugsað yður að gera? — Ég geri mitt besta til að passa, hvað lafði Grayle etur og drekkur. Parker Pyne kinkaði kolli. — Haldið þér að lafði Grayle gruni nokkuð? spurði hann eins og af tilviljun. — Ó, nei, ég er viss um að það hefur ekki hvarflað að henni. — Þarna hafið þér á röngu að standa, sagði Parker Pyne. — Lafði Grayle hefur sínar grunsemdir. Fröken MacNaughton var greinilega undrandi. — Lafði Grayle á auðveldara með að þegja yfir leyndarmáli en þér hélduð. En nú urðu þau fyrir ónæði. Mohammed kom inn í salinn. — Lafðin heyrði að þér komuð, hún spyr eftir yður. Hún spyr, af hverju þér komiðekki til hennar? — Við skulum ræða saman snemma I fyrramálið, sagði hún. — Lafði Grayle fer alltaf seint á fætur. Ég ætla að hafa góðar gætur á öllu. 52. tbl. Vikan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.