Vikan - 28.12.1978, Page 46
Smásaga eftir Somerset Maugham Þýð.: Sigurbjörg Sigurjónsdóttir
Dag nokkum fékk ég áHðandi boð frá frú Tower, og sam batur fór fór ég
strax til hennar. Þegar mér var vísað inn i stofuna, spratt hún é fætur og
gekk hratt og hljóðlega til mfn, eins og pardusdýr, sem læðist að bráð
sinni. Ég sé, að hún var i ákafri geðshræringu.
„Jæja. nú skal ég segja þér hvemig allt
gerðist, eftir því sem ég komst næst. 1
byrjun brúðkaupsferðarinnar fór Gilbert
með Jane í ýmsar búðir í París og leyfði
henni að velja sér föt eftir hennar
smekk, en hann fékk hana til að fá sér
einn eða tvo kjóla, sem hann teiknaði.
Það kom i ljós að hann hafði hæfileika i
þá átt. Hann útvegaði henni franska
þjónustustúlku, sem hafði mjög góðan
smekk; hún hafði aldrei átt slíku að
venjast. Fötin sem Gilbert teiknaði voru
mjög ólík öllu sem hún hafði áður notað.
Hann hafði varast að fara of geyst í sak-
irnar og af því að það gladdi hann,
neyddi hún sjálfa sig til að nota þau,
frekar en fötin sem hún hafði valið sjálf.
En þó ekki án efasemda. Auðvitað gat
hún ekki notað hina fyrirferðarmiklu
undirkjóla, sem hún var vön að nota, við
þessa kjóla, svo að hún lagði þá til hliðar
þó að það kostaði hana áhyggjur.
„Þér að segja,” sagði frú Towcr í
nokkrum vanþóknunartón, „hún
klæðist ekki öðru en þunnu silki. Ég
undrast að hún skuli ekki deyja úr
kulda, kona á hennar aldri."
Gilbert og franska stúlkan hennar
kenndu henni hvernig hún ætti að klæð-
asl þessum fötuni og það skritna var að
hún var mjög fljót að komast upp á það.
Franska stúlkan var yfir sig hrifin af
handleggjunt hennar og herðunt og
sagði að það væri synd að fela þær.
Landsins beztu
ÖLGERÐAREFNI
HALLERTAU þýzkubjórgerðarefnin:
iageröi, páskaöl og porter.
Hoiienzk ölgerðarefni:
Cream of Holland, Bítter of Holland
Ennfremur:
Heriff, Hambleton, Grahams, Muntona, Unican,
Larsens, Vigneron og Edme ölgerðarefni og
vínþrúgusafar.
MIKIÐ URVAL AF ÁHÖLDUM OG
ÍLÁTUM.
„Bíddu við, Alfonsína,” sagði Gilbert,
„næstu fötin sem ég teikna handa
frúnni munu leiða i ljós alla fegurð
hennar. Svo fóru þau til ítaliu og áttu
þar hamingjuríka mánuði við að kynna
sér renaissance og barokkbyggingarlist.
Það var ekki einungis að Jane vendist
sínu nýja útliti, heldur kunni hún því
vel. Fyrst var hún dálítið feimin, þegar
hún kom inn á veitingahús og fólk sneri
sér við til að horfa á hana, en brátt fann
hún að það var ekki óþægileg tilfinning
sem þctta vakti hjá henni. Konur koniu
til hennar og spurðu hana hvar hún
hefði fengið kjólinn sinn.
„Ertu hrifin af honum?” svaraði hún
hæversklega. „Maðurinn ntinn teiknaði
hann fyrir mig.”
„Ég vildi gjarnan fá að teikna hann
upp, ef þérersama?”
Jane hafði vissulega lifað ntjög kyrr-
látu lifi í mörg ár, en hún var alls ekki
laus við eðlishvöt kynsystra sinna. Hún
hafði svariðá reiðum höndum.
„Mér þykir það leitt, en maðurinn
minn er mjög sérvitur og hann vill ekki
hafa það að nokkur teikni upp kjólana
mína. Hann vill að ég sé öðruvisi en allir
aðrir.”
Hún hélt að fólk mundi hlæja þegar
hún sagði þetta, en það gerði það ekki.
Það sagði aðeins: „Ó, auðvitað, ég skil
það vel. þúerteinstök.”
En hún sá að fólk athugaði fötin
hennar vandlega og festi sér þau i ntinni.
Af einhverri ástæðu gramdist henni það.
Henni fannst undarlegt að þegar hún nú
Ioksins klæddist ekki eins og allir aðrir.
að þá skyldu allir vilja klæðast eins og
hún.
„Gilbert,” sagði hún óvenju ákveðin.
„næst þegar þú teiknar kjól handa mér,
óska ég þess að þú hafir hann þannig, að
fólk geti ekki saumað eftir honum.”
„Það cr aðeins hægt með því móti að
hafa hann þannig. að engin nema þú
getir klæðst honum.”
„Getur þú ekki gert það?”
„Jú, ef þú vilt gera dálitið fyrir mig.”
„Hvaðer það?”
„Klippa þig.”
Ég held, að þá hafi Jane sýnt mótþróa
i fyrsta sinn. Hún hafði mikið og þykkt
hár, og sem ung stúlka hafði hún verið
mjög hreykin af þvi. Að láta klippa það
varðaði hana miklu. Henni fannst hún
vera að brjóta allar brýr að baki sér.
Þetta var raunar ekki fyrsta þunga
sporið, sem hún varð að stíga. Það var
það siðasta og hún steig það.
„Ég veit, að Marion mun álita mig al-
gjört fifl og ég mun aldrei geta kontið til
Liverpool aftur,” sagði hún.
Þegar þau komu við i Paris á heimleið
frá italíu og Gilbert fór með hana til
besta hárskurðarmeistara i heimi, var
hún öll úr jafnvægi. Frá hárgreiðsluslof-
unni kom hún með spjátrungslegt,
ögrandi og hrokkið, grátt hár.
Pygmalion hafði lokið hinu fjarstæðu-
kennda listaverki sinu. Galatea hafði
verið vakin til lífsins.
„Já,” sagði ég, „en þetta skýrir ekki,
hvers vegna Jane er hér i kvöld meðal
fjölda hefðarkvenna, ráðherra og þess
háttar fólks, ekki hvers vegna hún situr
við hlið húsmóðurinnar og með yfir-
fiotaforingja hans hátignar á hina hlið.”
„Jane er fyndin,” sagði frú Tower,
„sástu ekki hvað þau hlógu öll að því,
sem hún sagði?”
Beiskjan í huga frú Tower leyndi sér
ekki.
„Þegar Jane skrifaði mér og sagði að
þau væru komin heim úr brúðkaupsferð-
inni, fannst mér ég verða að bjóða þeini
heini til miðdegisverðar. Mér geðjaðist
ekki að þeirri hugntynd, en mér fannst
ég verða að gera það. Ég vissi, að það
yrði dauðleiðinlcgt boð og ég ætlaði ntér
ekki að neyða neinn sem var vcrulega
hátt skipaður til að koma. Hins vegar
kærði ég mig ekki um, að Jane héldi, að
ég ætti enga skemmtilega vini. Þú veist,
að ég hef aldrei fleiri en átta gesti, en i
þetta sinn hélt ég að það yrði skemmti
legra að hafa þá tólf. Ég hafði verið of
önnunt kafin til þess að geta hitt Jane
fyrr en þetta kvöld. Hún lét biða ögn
eftir sér, það voru ráð Gilberts, en loks
sigldi hún inn. Ég varð höggdofa af
undrun. Hún olli þvi. að hinar konurnar
virtusl sveitalegar og ósmekklega klædd-
ar. Mér fannst ég eins og gömul, máluð
götudrós.”
Frú Tower dreypti á kampavininu.
„Ég vildi að ég gæti lýst kjólnum fyrir
þér, hann hefði verið fráleitur á öllum
öðrum. á henni var hann frábær. Og ein-
glyrnið! Ég var búin að þekkja hana i 35
ár og ég hafði aldrei séð hana gleraugna-
lausa.”
„En þú vissir að hún var vel vaxin.”
„Hvernig gat ég vitað það? Ég hafði
aldrei séð hana i öðruvisi fötum en
þeirn sern hún klæddist þegar þú sást
hana i fyrsta sinn. Fannst þér hún vel
vaxin? Hún virtist gera sér Ijósa þá at
hygli sem hún vakti. en taka þvi sem
sjálfsögðum hlut. Ég hafði hugann við
borðhaldið og varp öndinni fegin. Jafn-
vel þó að hún kæmi manni í vandræði
með úlliti sinu, gerði það ekki svo mikið
til. Hún sat við borðscndann andspænis
mér og ég heyrði að það var mikið
hlegið. Ég var fegin að fólkið virtist
skemmta sér vel, en eftir matinn varð ég
dálitið hissa þegar ekki færri en þrir
menn komu til min og sögðu, að mág
kona ntin væri alveg einstök og hvort ég
héldi að hún mundi leyfa þeim að heim-
46 Vlkan 52. tbl,