Vikan


Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 48

Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 48
Við fórum að spjalla saman. Hún var sú sama Jane og ég hafði þekkt áður, mjög blátt áfram, alúðleg og tilgerðar- laus, en hinn óvenjulegi klæðnaður hafði einkennileg áhrif á það, sem hún sagði. Allt i einu var ég farinn að hristast af hlátri. Hún hafði gert skynsamlega at- hugasemd, sem hitti i mark, en var alls ekki fyndin. En hvernig hún sagði það og hið milda augnaráð sem hún sendi mér gegnum einglyrnið, gerði það ómót- stæðilegt. Ég varð léttur í skapi. Þegar ég fór frá henni, sagði hún við mig: „Ef þú hefur ekkert betra að gera, skaltu koma til okkar á þriðjudagskvöld. Gilbert hefði svo gaman af að hitta þig." „Þegar hann er búinn að vera mánuð í London, mun hann hafa komist að því, að hann getur ekki haft neitt betra að gera," sagði flotaforinginn. Ég fór til Jane fremur seint á þriðjudagskvöldið. Ég játa, að ég varð dálítið undrandi yfir veislugestunum. Það var merkilegt safn af rithöfund- um, málurum, stjómmálamönnum, leikurum, hefðarkonum og fegurðar- dísum. Frú Tower hafði rétt fyrir sér, þetta var stórkostlegt samkvæmi. Ég hafði ekki séð nokkuð þvilíkt i London, síðan Stafford House hafði verið selt. Engar sérstakar skemmtanir voru um hönd hafðar. Veitingar voru rausnarlegar án íburðar. Jane virtist skemmta sér á sinn hljóðláta hátt. Ég gat ekki séð að hún hefði mikið fyrir gestunum, en þeir virtust una sér vel. Og hinir kátu og skemmtilegu gestir fóru ekki fyrr en kl. 2 um nóttina. Eftir þetta hitti ég hana oft. Það var ekki aðeins að ég kæmi oft á heimili hennar, heldur var mér sjaldan svo boðið út að hún væri þar ekki lika. Ég er áhugamaður um gamansemi og ég leitaðist við að gera mér grein fyrir i hverju hennar sérstaka gáfa lægi. Það var ómögulegt að hafa það sent eftir sern hún sagði. því að þá var eins og fyndnin skilaði sér ekki. Hún notaði aldrei spakmæli. Hún var aldrei hnittin I svörum. Það var aldrci illgirni í athugasemdum hennar eða broddur i andsvörum hennar. Sumum finnst þetta galli og halda, að klúryrði og tal undir rós sé leyndardómur fyndninnar. En hún sagði aldrei neitt sem hefði komið siðavöndum manni til að roðna. Ég held að fyndni hennar hafi verið ómeðvituð og ég er viss um að hún var ekki gerð af ásettu ráði. Hún var eins og fiðrildi sem flaug blóm af blómi og hlýddi aðeins eigin duttlungum, óháð venjum eða tilgangi. Fyndni hennar lá i þvi hvernig hún sagði hana. Og I útliti hennar sjálfrar sem var sérkennilegt og hinn áberandi og óvenjulegi klæðnaður, sem Gilbert hafði teiknað handa henni, leiddi enn skýrar i ljós. Þar að auki var hún nú i tísku, ef svo má að orði komast, eftirsótt og vinsæl, og fólk hló ef hún aðeins opnaði munn. Það undraðist ekki lengur, að Gilbert hafði gifst konu sem var svo miklu eldri en hann. Það skildi að Jane var kona sem aldurinn skipti ekki máli. Því fannst hann fjári heppinn náungi. Flotaforinginn vitnaði i Shake- speare við mig: „Aldurinn fær hana ekki til að blikna, og vaninn dregur ekki úr miklum hæfileikum hennar.” Gilbert var frá sér numinn yfir velgengni hennar. Eftir þvi sem ég kynntist honum meira, féll mér hann betur i geð. Það var alveg augljóst, að hann var hvorki fantur né glæfra- maður. Það var ekki aðeins, að hann væri afar stoltur af Jane, hún átti lika hug hans allan. Ástúð hans gagnvart henni var hrifandi. Hann var mjög óeigingjarn og Ijúfmannlegur. „Jæja, hvað finnst þér um Jane núna?" spurði hann mig einu sinni með drengjalegri sigurgleði. „Ég veit ekki, hvort ykkar er dásam- legra, þú eða hún.” „Ó, égerekki neitt." „Vitleysa, þú heldur þó ekki að ég sé svo heimskur að ég viti ekki, að það ert þú og enginn nema þú, sem hefur gert Jane að því sem hún er.” „Það eina sem ég gerði var að sjá hvað í henni bjó, þegar aðrir voru blindir fyrir því.” „Ég get vel skilið, að þú hafir séð þá möguleika sem voru fólgnir í sérkennilegu útliti hennar, en hvernig í ósköpunum fórstu að þvi að gera hana að húmorista?” „Mér hefur alltaf fundist hún mjög hnittin, hún hefur alltaf verið húmoristi.” „Þú ert sá eini, sem finnst það.” Frú Tower játaði með nokkru göfuglyndi, að hún hefði misskilið Gilbert. Hún varð mjög hrifin af honum. En þrátt fyrir þetta lét hún ekki af þeirri skoðun sinni, að hjóna- band þeirra gæti ekki haldist. Ég gat ekki annaðen hlegið. „Hvers vegna heldurðu það? Ég hef aldrei séð hjón alúðlegri hvort við annað.” „Gilbert er 27 ára, einmitt á þeim aldri, sem falleg stúlka ætti að koma i spilið. Tókstu eftir litlu, fallegu frænku sir Reginalds, sem var i boðinu hjá Jane um daginn? Mér sýndist Jane gefa þeim nánar gætur og ég fylgdist lika með þvi af áhuga.” „Ég held ekki að Jane þurfi að óttast samkeppni nokkurrar stúlku undir sólinni.” „Bíddu og sjáðu til." „Þú sagðir, að það mundi endast i 6 mánuði.” „Jæja, núna segi ég að það muni endast í þrjú ár.” Þegar einhver hefur myndað sér algjörlega ósveigjanlegar skoðanir á einhverju, er ekki nema mannlegt að óska að hann hafi rangt fyrir sér. En mér varð ekki að ósk minni, þvi að satt að segja fór, eins og hún hafði spáð. Þó fara forlögin sjaldan þannig sem við óskum og þó að frú Tower gæti hælt sér Sadolin ^OIÍH vlnduer Æ SgÍtkombinere* **• autve 'fc ySymaling liturínn Síöumúla 15. Sími33070 af að hún hefði haft á réttu að standa, þá hugsa ég að hún hefði samt sem áður heldur kosið að hún hefði ekki reynst sannspá, þvi að allt fór á annan veg en húnáttivoná. Dag nokkurn fékk ég áriðandi boð frá henni og sem betur fór fór ég strax til hennar. Þegar mér var visað inn i stofuna, spratt hún á fætur og gekk hratt og hljóðlega til mín, eins og pardusdýr, sem læðist að bráð sinni. Ég sá, að hún var i ákafri geðshræringu. „Jane og Gilbert eru skilin,” sagði hún. „Þú segir ekki? Jæja, þú hefur þá haft á réttu aðstanda, þegar allt kom til alls.” Frú Tower leit á mig með svip, sem ég skildi ekki. „Vesalings Jane,” tautaði ég lágt. „Vesalings Jane,” endurtók hún, en i svo háðslegum tón, að ég varð orðlaus. Hún átti dálitið erfitt með að segja mér, hvað hafði raunverulega gerst. Gilbert var rétt nýfarinn frá henni, þeg- ar hún hringdi til min og bað mig að koma. Þegar hann kom til hennar fölur og sturlaður, sá hún strax að eitthvað hræðilegt hafði gerst. Hún vissi hvað hann ætlaði að segja áður en hann kom upp nokkru orði. „Marion, Jane er farin frá mér.” Hún brosti til hans og tók um hönd hans. „Ég vissi, að þú ntundir hegða þér eins og heiðursmaður, það hefði verið hræðilegt fyrir hana, ef fólk héldi, að þú hefðir yfirgefið hana.” „Ég kom til þín, af því að ég gat treyst ásamúð þína.” „Ó, ég ásaka þig ekki, Gilbert,” sagði frú Tower mjög alúðlega. „Það hlaut að fara þannig." Hann stundi. „Ég geri ráð fyrir því, ég gat ekki gert mér vonir um að halda henni alltaf. Hún var of dásamleg ogéger bara venjulegur náungi.” Frú Tower strauk hönd hans. Hann hegðaði sér undarlega. „Og hvað gerist nú.” „Hún ætlar að fá skilnað.” „Jane hefur alltaf sagt, að hún mundi ekki standa í vegi fyrir því, ef þig langaði til að giftast ungri stúlku.” „Þú getur þó ekki ímyndað þér, að ég muni nokkurn tima vilja giftast annarri konu eftir að hafa verið giftur Jane?” Frú Tower vissi ekki, hvað hún átti að halda. „Auðvitað áttu við, að þú hafir farið frá Jane.” „Ég? Það mundi ég aldrei gera.” „Hvers vegna vill hún þá skilja við þig?” „Hún ætlar að giftast sir Reginald Forbisher strax og búið er að ganga frá skilnaðinum.” Frú Tower beinlinis æpti upp yfir sig. Henni lá við yfirliði, svo að hún varð að ná í ilmsaltið sitt. „Eftir allt, sem þú hefurgert fyrir hana.” „Ég hef ekkert gert fyrir hana.” „Ætlarðu að segja mér, að þú ætlir að láta fara svona með þig?” 4B Vikan fX. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.