Vikan


Vikan - 10.07.1980, Síða 7

Vikan - 10.07.1980, Síða 7
„Eg vissi ekki að Islendingar væru svona vitlausir .. — sagði Less Roger, bjórbmggari hjá Brasserie IMational í Luxembourg, þegar hann heyrði að bannað væri að drekka bjór á íslandi. „Ég hef bruggað bjór í 35 ár og veit þess vegna hvað ég syng þegar ég segi að bjór sé góður fyrir heilsuna, sannkallað vítamín, sérstaklega ef hann er drukkinn volgur. Kaldur bjór getur aftur á móti verið slæmur í maga, en góður samt og tvímælalaust betri en eng- inn.” Það er ekki hægt annað en trúa því sem Less Roger segir um bjór, þvi það er ekki nóg með það að hann hafi sjálfur bruggað í 35 ár heldur var faðir hans einnig bruggari frá fimmtán ára aldri fram til ní- ræðs og kenndi syni sinum list- ina. „Ég drekk að meðaltali 10 flöskur af volgum bjór dag hvern,” heldur Less áfram, „en hér höfum við á orði að fjórir Less Koger, bjórgerdarmaður: — Bjór er meðal sem heldur lífinu í Evrópubúum. Mynd Jim Smart. bjórar séu á við einn brauð- hleif. Því til sönnunar get ég sagt sögu sem er dagsönn. Hún er þannig að eitt sinn var maður á leið yfir belgísku landamærin og var stöðvaður af vörðum sem vildu fá að vita hvað hann væri eiginlega búinn að drekka mikið. — Drekka? svaraði maður- inn að bragði. — Ég er bara búinn með 8 kg af brauði. Með það fór hann yfir landa- mærin. Hjá Brasserie National, þar sem Less Roger vinnur, er tappað á 80 þúsund flöskur á klukkustund og allt selt jafn- óðum. „Ef kæmi pöntun frá íslend- ingum þá skyldi hún hafa al- geran forgang því þjóðinni hlýtur að liða illa í bjórleysinu. Eiginlega alveg furðulegt að hún skuli ekki vera löngu út- dauð. Bjór er meðal sem heldur lífinu í flestum Evrópubúum. Bannað að drekka bjór! Þú segir mér fréttir!” E.J. 28. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.