Vikan


Vikan - 10.07.1980, Side 15

Vikan - 10.07.1980, Side 15
Liggjandi eða stand- andi klæðning Margt getur ráðið því hvort menn kjósa standandi eða .lárétta klæðingu. Lárétt klæðning getur verið eitthvað ódýrari þvi hún er negld beint á staur- ana. Ef lóðrétt klæðning er valin þarf fyrst að negla a.m.k. tvö borð lárétt til að festa lóðréttu borðin við. Viðkvæmasti hluti klæðningarinnar er sá sem er næst jörðu. Ef skipta þarf um borð er lárétt klæðning óneitanlega hentugri, því þá er einfaldlega hægt að fjarlægja neðsta borðið (eða borðin) og setja nýtt. Ef lóðrétt klæðning er valin getur þess vegna verið skynsamlegt að hafa eitt lárétt borð neðst sem auðvelt er aðskipta um. Óheflað timbur Hentugustu borð í lárétta klæðningu á grindverki eru 4 tommu eða 5 tommu. Þykktin er best 1 tomma eða ein og kvart. Það fer eftir þvi hvað langt er milli girðingarstaura. Venjulegast er að hafa 2—2 1/2 metra á milli og þykkri borð eru þá betri ef lengra er á milli. Ef mála á girðinguna er best að hefla timbr- ið en almennt má telja hentugast að nota óheflað timbur sem borið er á. Ef þú setur sjálfur upp girðinguna verð- urðu að gera þér grein fyrir hvorum megin þú ætlar að negla borðin. Borðin vinda sig oftast, eftir þvi hvernig þau eru söguð, og það er nauð- synlegt að beina þeirri hliðinni út sem virðist hafa tilhneigingu til að skjóta kryppu út. Munið að nota galv- aniseraðan saum (nagla úr ryðfriu stáli?) Til að losna við ryðbletti á grindverk- inu er nauðsynlegt að nota nagla úr ryð- fríu stáli eða galvaniseruðu járni. í tommu þykk borð er best að nota nagla sem eru 2 1/2 tomma en 3 tommu nagla í 1 3/4 tommu þykk borð. Þétt klæðning Þessa gerð girðinga er auðveldast að útfæra með láréttum borðum. Þau eru öll negld sömu megin á staurana, ágæt stærð borða er I x 5 af óhefluðu timbri. Á milli er gott að hafa u.þ.b. 2 1/2 cm. Ef menn vilja girða þéttar er hægt að láta renna raufar í kantinn á borðunum eða hafa fláa svo borðin falli vel saman. Þá er klæðningin orðin nærri jafnþétt og gólfklæðning. Eins ber þó að gæta, ef þessi úrfærsla er valin, og það er að í vætutið vill viðurinn þenjast út og þá getur verið varasamt að hafa borðin of þétt. Lárétt klæðning með bili á milli Það getur verið nauðsynlegt að hafa girðinguna þétta til að vera öruggur fyrir forvitnum augum nábúans. En ef maður vill halda kostnaðinum niðri er hægt að hafa smábil milli borðanna, t.d. 2 1/2 cm. Þegar dæmið er reiknað til enda kemur í Ijós að á grindverki sem er 1.60 m á hæð þarf 4—5 borðum færra en ef klæðningin er alveg þétt. Ef vafnings- runnar eru látnir skríða upp eftir girð- ingunni verður það enn fallegra ef bilið á milli er látið vera ögn meira. Ef girðingin er ætluð til skjóls er gróð- urinn kostur en þó því aðeins að nái að gusta í gegn. Standandi klæðning Venjulegasta gerð standandi klæðn- ingar er þannig að borðin eru negld á misvíxl. Þá þarf að gæta þess að hafa ekki of þykk borð því þá er hætt við að það borðið sem er undir hverju sinni falli í skuggann af þeim sem falla yfir. Ef notuð eru jafnbreið borð myndast mis- breiðar rendur. Ef neðra borðið er breið- ara, t.d. 6 tommur. en það efra 4 tommur, lítur út sem rendurnar séu jafn- breiðar. Það sem hér hefur verið tínt til er aðeins fátt eitt sem hægt er að gera til að girða lóðina sína og leitast hefur verið við að tina saman hagnýt ráð sem öllum geta orðið að gagni. Sumum þykir skemmtilegt að sjá girðingar úr grönn- um bolum og jafnvel með berki á, en þess konar girðingar þarf að hirða sér- staklega vel vegna fúahættu. En oft þarf alls ekki mikilla girðinga við, ef nokk- urra. Og sumir vilja helst girða eingöngu með limgerði eða annars konar trjá- gróðri. Það er vel hægt en þó þurfa plönturnar alltaf skjól til að byrja með. Þær gerðir girðinga sem hér hefur verið lögð áhersla á eru flestar heldur viða- miklar og voru valdar því helst er leið- beininga þörf ef lagt er út i mikil og kostnaðarsöm mannvirki. En ekki má gleyma heildarumhverfinu þegar girt er og sums staðar í þéttbýli er hreinlega yfirþyrmandi að hafa of voldugar girð- ingar. Refanet, galvaniserað eða plast- húðað, getur oft verið hentugt efni i létt- ari girðingar og það er best að strengja upp á vinkiljárnstólpa, með 2 m miilibili. Einfaldar lágar girðingar úr timbri, t.d. með tveimur langböndum á lágum stólp- um, eru oft skemmtileg lausn og einfald ar að gerð. Undir léttar girðingar getur oft verið nauðsynlegt að steypa lága veggi eða sökkla undir stólpana, sérstak- lega ef götur eru ófrágengnar. Og svo eru auðvitaðgömlu islensku veggirnir úr torfi og grjóti möguleiki sem allt of litið er notaður og hætt við að fáir kunni að gera slíka garða ef enginn heldur kunn- áttunni við. Ef notuð eru borð í klæðningu er nauðsynlegt að taka eftir Þegar gamlir staurar fara að fúna er þessi lausn möguleg. hvernig þau eru söguð úr viðnum, til að vita í hvaða att þau Einnig má byggja svona i upphafi. geta undið sig. Hér er ýkt dæmi. <x- b. o_. Hér sjást steyptir stólpar, með boltum sem eru steyptir inn, og girðingin er timburgirðing með standandi klæðningu af al- Steyptur stólpi, með tréverki steyptu inn í. Hentugt þegar 28. tbl. Vikan IS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.