Vikan


Vikan - 10.07.1980, Side 35

Vikan - 10.07.1980, Side 35
lokaði á eftir sér og sneri lyklin- um í skránni. Kardínálarnir djöfluðust á hurðinni, börðu og bönkuðu — en án árangurs. Bill Nagel hélt áfram ferð sinni og stóð nú and- spænis hans heilagleika í allri sinni dýrð. Aldrei nokkru sinni fyrr í samanlagðri sögu kaþólsku kirkjunnar hafði nokkur vogað sér að ryðjast þannig inn á páf- ann. Bonifacius kardínáli, sem tekið hafði við boðskorti Bills frammi á ganginum stundu áður, skoðaði það nú vel og rækilega og saman komust allir kardínálarnir að því að þessi maður hlyti að vera Ameríkani, hluti þeirrar þjóðar sem hvorki þekkti mannasiði, kurteisi eða auðmýkt. En hvaða erindi ætli hann hafi átt við hans heilag- leika? Bonifacius lagðist á hnén og kikti gegnum skráargatið. Páf- inn sat við skrifborð sitt en yfir honum stóð þessi Amerikani og virtist vera að reyna að fá páf- ann til að skrifa undir eitthvað. Bonifacius sneri nú höfðinu og lagði eyrað upp að hurðinni. Nú heyrði hann páfann mót- mæla af ákafa því sem Ameríkaninn var að fara fram á. — No! No! No! signore! Kemur ekki til mála! No e poi no! Rödd páfans hækkaði í hvert sinn sem hann reyndi að yfir- gnæfa Ameríkanann sem með orðaflaumi reyndi að tala hann inn á ráðagerðir sínar. Bonifacius nagaði neglurnar i örvæntingu. Hinir kardínálarnir gerðu það líka. Var um annað að ræða? Nú upphófst mikil háreysti inni á skrifstofu páfa. Bonifacius skaut auganu með leifturhraða upp í skráargatið. Brjálaði Ameríkaninn var nú byrjaður að elta páfann hringinn í kring- um stóra skrifborðið veifandi skjölum sínum í annarri hendi og kúlupenna í hinni. — No e poi no, signore! æpti páfinn á auglýsingamanninn, — ég get ekki tekið þátt í þessu hvað sem þú býður! Aldrei, aldrei. Lasciami tranquillo! Eltingarleikurinn hélt áfram. Rándýrar postulínsstyttur hrundu í gólfið með braki og brotnuðu í þúsund mola. Páfinn æpti á lífvörð sinn, aðstoðar- menn, móður sína og Guð al- máttugan. En allt kom fyrir ekki. Ameríska auglýsinga- manninum tókst að króa hann út í eitt hornið, hélt honum þar föstum og bað hann í guðanna bænum að slaka á og hafa ekki svo hátt. — Líttu á málið af skynsemi, páfi góður, sagði hann og hélt hans heilagleika í skrúfstykki. — Take it easy, man, og skrifaðu bara undir í snatri! En páfanum tókst að rífa sig lausan og aftur hófst trylltur eltingarleikur um skrifstofuna. í hvert sinn sem Ameríkaninn velti einhverju um koll í skrifstofu páfa rann Boni- facius kardínála kalt vatn milli skinns og hörunds, þetta var það versta sem hann nokkru sinni hafði upplifað. Kardínálarnir nöguðu neglur af meiri krafti en áður, sumir litu til himins og enn aðrir báðu latn- eskar bænir með neglur á milli tanna og andlit mót himni. Hvað annað var hægt að gera? Maðurinn hafði læst dyrunum. Allt í einu varð allt hljótt. Boni- facius var í þann mund að leggja augað að skráargatinu þegar Ameríkaninn sparkaði upp hurðinni og rauk á dyr. — Þessi staði asni! Devil of a guy! hreytti hann út úr sér og leit sem snöggvast um öxl á páf- ann þar sem hann sat slappur i stól sínum — gjörsamlega upp- gefinn. Bill Nagel rétti úr bak- inu, keyrði höfuðið aftur og yfir- gaf samkunduna sem honum var bersýnilega ekki að skapi. Nokkrir kardínálanna ætluðu að elta hann en hættu við því mun mikilvægara var að komast að því hvað í raun og veru hafði gengið á. Bonifacius pantaði vatnsskál í snatri og strauk enni páfa með rökum klút. Stuttu síðar hafði páfinn róast nógu mikið til að geta sagt söguna eins og hún gekk. — Hvílíkur maður! Santo madonna! Hann bauð mér 10.000 dollara ef ég beitti mér fyrir því að í öllum kaþólskum kirkjum í veröldinni yrði tekinn upp sá siður að í stað þess að enda messur á orðinu AMEN skyldu prestar segja ESSO! Þýð.:e.j. 28. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.