Vikan


Vikan - 10.07.1980, Side 51

Vikan - 10.07.1980, Side 51
Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson sinni. „Já, en þetta er pabbi! Ó, það gleður mig að ég skuli vera að koma! Hann er svo undurglaður. Þetta væri með öllu fullkomið ef W kæmi líka!” Hér átti hún við eiginmann sinn. Henni var nú fært barnið svo hún gæti virt það fyrir sér. „Finnst þér ég ætti að vera kyrr vegna barnsins?” spurði hún þá. En siðan virtist hún snúa sér aftur að sýn sinni og sagði: „Ég get ekki — get ekki verið kyrr héma. Ef þú gætir séð það sem ég sé, myndi þér vera Ijóst að ég get ekki verið hér kyrr.” Það var bersýnilegt að þessi unga kona „sá” eitthvað sem var henni svo raunverulegt, svo fullnægjandi og svo mikils virði, að hún var reiðubúin að fórna fyrir það lífi sínu og eigin barni. Þegar eiginmaður hennar kom inn i herbergið sneri hún sér til hans og sagði: „Þú lætur ekki drenginn okkar í hend- urnar á neinum sem elskar hann ekki, er það?” En þegar hann nálgaðist hana vék hún honum undan og sagði: „Leyfðu mér að horfa á þessa yndislegu birtu!” Nú vaknar spurningin um það hvort hér hafi einungis verið um óskhyggju að ræða sem komið hafi fram i formi of- sjónar. Dr. Barrett velti slíkri skýringu fyrir sér en hafnaði henni sökum þess að meðal þess látna fólks sem Doris sá var manneskja sem hún átti ekki von á ?ð sjá þarna. En þannig var mál með vexti aðsystir hennar, Vilda, hafði látist þrem vikum áður. Hins vegar hafði þess vand- lega verið gætt að Doris frétti þetta ekki sökum þess hve heilsu hennar var ábóta- vant. Doris var því mjög hissa þegar það gerðist sem hér verður lýst. Lafði Barrett lýsti þessu meðeftirfarandi orðum: „Hún ávarpaði föður sinn heitinn og sagði: Ég er að koma. Um leið sneri hún sér til mín og sagði: Ó, hann er svo ná- Jægur. Svo leit hún aftur á sama stað og sagði með undrunarsvip: Hann er með Vildu hjá sér! Svo sneri hún sér aftur að mér og sagði: Vilda er hjá honum. Síðan sagði hún: Þú vilt fá mig, pabbi. Ég er að koma. Dr. Barrett varð fyrir svo miklum áhrifum af því að Doris skyldi sjá Vildu að hún safnaði saman öllum slíkum frá- sögnum sem hún gat fundið og gaf þær svo út í bók sem bar nafnið BANA- BEÐSSÝNIR. Hún kom út 1926. Þetta var fyrsta kerfisbundna rann- sóknin á þess konar fyrirbærum. Niður- stöður dr. Barretts voru þær, að hinir deyjandi hafi séð í sýn látnar persónur sem hafi komið til þess að færa hina deyjandi til sinna himnesku heimkynna. Hún komst einnig að þeirri niðurstöðu að slíkar sýnir væru algengari þegar hugur sjúklingsins er skýr og skynsam- legur og stundum komi það fram í slík- um sýnum sem hinn deyjandi eigi alls ekki von á. Til dæmis undruðust deyj- andi börn oft að sjá engla án vængja. Þá kom einnig fram i tilfellum Barr- etts að sýnunum fylgdi upphafning, unaðslegar tilfinningar, ró og friður. Þá nefndi hún einnig dæmi þess að við- staddur ættingi eða hjúkrunarkona fyndi einnig til þessara unaðslegu tilfinn- inga ásamt hinum deyjandi sjúkling. og meðsama árangri. Þeð hefur lengi verið skoðun min að dauðinn sé engan veginn endir allrar mannlegrar reynslu og að við lifum áfram að þessu lífi loknu. Ég er alveg sammála Dag Hammarskjöld um að það sé hverjum manni ákaflega mikilvægt að gera sér sem fyrst grein fyrir þessu og að þessum sannleik fylgi óhjákvæmilega skilningurinn á því að reikningar okkar verði ekki að fullu gerðir upp i þessu lifi. Þaðer hverjum hugsandi manni alveg Ijóst. með þvi einu að líta I kringum sig, að niðurstaðan af þvi að trúa ekki á lif eftir dauðann hlýtur að leiða til þeirrar skoðunar að réttlæti sé ekki til. Sú skoðun. að þetta lif sé öll tilvera mannsins, getur því leitt til eyðileggjandi hugsunarháttar. Ef maður telur sig staddan í frumskógi, þar sem ofbeldi, fals og fláræði sé eitt til nokkurs gagns og sá sterki eigi tvímælalaust að ráða, þá getur slikt leitt til miskunnarlauss lífs sem getureyðilagt viðkomandi persónu. Þeir sem trúa á annað lif, eins og komið hefur fram í vísindalegri körinun að meirihluti tslendinga gerir, eða telja það beinlínis hafa verið sannað fyrir sér sökum þess sem þeir hafa upplifað. hljóta þvi jafnfranu að gera sér þess fulla greina að hver er sinnar gcefu smiður. Að áminning Páls postula um að eins og maðurinn sái hljóti hann og að uppskera er lögmál sem enginn kemst undan. En okkur gengur stundum erfiðlega að átta okkur á þvi hvort gæfan sé okkur hliðholl, sökum rangs mats á þvi i hverju gæfa liggur. Hvaða trú sem menn þykjast játa opinberlega þá er það sannreynd að á Vesturlöndum og \ íðast hvar annars staðar á hnettinum eru menn fyrst og fremst metnir eftir hæfileikum sínum til þess að safna fé — græða. Áhrifamesti guð Vesturlanda er Mammon, þótt þess sé vandlega gætt að viðurkenna slikt aldrei opinberlega. Hér þarf að hefjasi endurmat slikra skoðana og er það reyndar þegar hafið meðal fjölda ungs fólks viða um heim. Það hefur séð á lifi foreldra sinna að gæfan er hvorki föl fyrir fé né frama. Meðal annars af þessum orsökum hljótum við að fagna nýjum rann sóknum vísindanna sem færa enn nýjar stoðir skynseminnar undir þá skoðun að látinn lifir. 28. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.