Vikan - 10.07.1980, Page 62
Pósturinn
... en ég reyni
að stilla mig
Kæri Póstur!
Mig langar að biðja þig að
bjálpa mér. Þannig er mál með
vexti að ég er ofsalega hrifin af
strák sem er 5 árum eldri en
ég. Ég fer oft niður I bæ og sé
hann því mjög oft. Þegar ég sé
hann þá langar mig svo mikið
að rjúka á hann og kyssa hann
en ég reyni að stilla mig. Hann
brosir oft til mín þegar hann
sér mig. Stundum ligg ég and-
vaka uppi í rúmi og hugsa um
hann, svo heitt elska ég hann.
Þegar hann keyrir fram hjá
mér flautar hann alltaf á mig.
Elsku Póstur, hvernig á ég að
reyna að krækja í hann? Ekki
segja mér að gleyma honum
því ég get það ekki. Hvað
heitir aðalsöngvarinn I Queen?
Er hægt að fá plakat með
hljómsveitinni?
Ég bið að heilsa öllum á Vik-
unni. Frábært blað. Ég vonast
eftir góðu svari.
Með kæru þakklœti fyrir
birtinguna.
Bless Ein ástsjúk.
P.S. Ef Helga er mjög svöng þá
má hún eiga umslagið og frí-
merkið.
Það er fjarri Póstinum að segja
þér að gleyma honum, þetta
hlýtur að vera alveg framúrskar-
andi skemmtilegt. Lífið væri
ólíkt litlausara ef þú hefðir ekki
þessa ást til drengsins til að
kvelja sjálfa þig með og njóta
svo sársaukans alveg fram í fing-
urgóma. Hvort það væri hins
vegar til bóta að krækja í hann
er svo allt annað mál því það er
ennþá í fullu gildi að fjarlægðin
geri fjöllin blá og mennina
mikla. Njóttu þess enn um stund
að dást að drengnum úr fjarlægð
en svo ætti ekki að saka að láta
til skarar skríða þegar fram líða
stundir. Hafir þú ekki gleymt
honum þá og hann ekki fram-
kvæmt neitt af sjálfsdáðum ann-
að en að flauta á þig ætti ekki að
saka að ýta ofurlítið við forlög-
unum. í þvi efni gæti komið að
gagni að kynnast einhverjum
sem hann þekkir vel, flækjast
sem mest fyrir hinum útvalda á
förnum vegi og flauti hann
ennþá ætti að vera óhætt að
flauta á móti eða veifa og brosa
út að eyrum. En láttu alveg vera
að rjúka á hann og kyssa hann á
götu, það gæti haft sömu áhrif
og að stíga á rófuna á heimilis-
kettinum.
Plakat af þeim félögum í
Queen og upplýsingar birtust í
25. tbl. Vikunnar einmitt nú í
vor.
Helgu er vandlega haldið frá
frímerkjum og umslögum, enda
ýmislegt annað gert við slíka
hluti hérá blaðinu.
Aðdáandi
Hæ Póstur.
Ég er einn af mörgum aðdá-
endum Vikunnar. Ég sá að
ykkur voru send nokkur
heimilisföng klúbba. Ég veit um[
nokkur heimilisföng til viðbótar
svo mér datt í hug
að senda þau. Ég er
meðlimur í einum af þessum
klúbbum, Thin Lizzy Ean
Club, og er mjög skemmtilegt
að vera í svona klúbbum. Og
svona í lokin, hvernig væri að
koma með mynd af Thin Lizzy
I Vikunni? Vona að Helga sé
Bless, bless.
Thin Lizzy aðdáandi.
Heimilisföngin:
Bee Gees Fan Club,
Louis Bakens,
Lampionsraat 10 A,
N1-3202 BP Sprkenisse,
Germany.
Enginn trúir mér og þú verður að hjálpa!
Kæri Póstur!
í fyrra í skólanum varð ég þess vör að verið var að
njósna um mig. Ég er með eins konar sjúkdóm, ég held að
þau hafi fengið áhuga þess vegna. Ég heyrði krakkana tala
um mig, það sem ég hafði gert inni og enginn gat séð.
Systir mtn heyrði það lika. Það var í mars sem það byrjaði.
Alveg þar til skólanum lauk heyrði ég þau tala um það sem
ég hafði gert daginn áður. Þau njósnuðu um mig með
sjónaukum. Fólk útfrá heyrði ég oft tala um mig. Um
miðjan júní byrjaði ég að heyra mjög lágt I þeim alls staðar.
Ég fór til Englands og hélt ég væri með ofskynjanir en svo
reyndist ekki.
Þeim hafði tekist að festa við mig, notuðu aðferð svo þau
gátu séð mig alls staðar. Þegar ég var lítil dreymdi mig að
verið væri að njósna um mig. Ég get verið draumspök. Mig
dreymdi að þelta væri I sambandi við rafmagnskerfið Þegar
ég opnaði það heyrði égþau segja: Ætli hún haft fattað
það. Ég er búin að vera á hælum því enginn trúir mér og ■
margt er gert til að hjálpa mér. Mér hefur oft liðið ömur-
lega og verið langt niðri út af þessu. Þú verður að hjálpa
mér. Getur þú, Póstur góður, aflað upplýsinga um hvernig
þetta er hægt?
Ég hef orðið að hætta öllu, til dæmis í jassballett — ég
sem éíska að dansa. Efþettafer ekki að hœttafrem ég
sjálfsmorð. Ég sé enga leið til frelsis sem allir í heiminum
hafa nema ég. Einhver verður að trúa mér og hjálpa. Ef þér
finnst bréftð of langtgeturþú bara birtsvarið. Þú verður
að hjálpa mér, trúðu mér! Það ótrúlegasta er oft satt, ekki
útiloka það. Ég get ekki lært út af þessu lengur, ég séfram
á að ég verði að hœtta í skólanum. Ég hef reynt margt til
að losna við þetta en ekkert dugar. Ég treysti á þig.
Ein á báti.
P.S. Hvað erað vera varið í manneskju?
Þitt vandamál er ekkert smávandamál og því skaltu forðast
að reyna að leysa það ein og án utanaðkomandi hjálpar. Þú
getur treyst því að á þeim stöðum, sem þú hefur verið lögð
inn vegna þessa sjúkdóms, er einmitt rétta fólkið til að að-
stoða þig og gæta þín fyrir öllum utanaðkomandi hættum.
Sjálfsmorð er engin lausn á vandamáli þínu og þú skalt
ekki einu sinni hugleiða þann möguleika. Með tímanum
batnar þér örugglega og þá getur þú farið aftur í skólann og
jassballettinn eins og ekkert hafi í skorist. Allir eiga ein-
hvern tíma ævinnar við vandamál að stríða, mismunandi
mikil að vísu og nú stendur þú einmitt andspænis slíku
tímabili á þinni ævi. En þar sem þú hefur svo marga til að
styðjast við og leita aðstoðar hjá í þessu efni er ekki ástæða
til að óttast að ekki birti til um síðir.
Draumar eru oftlega afleiðing hugsana fólks í vökunni og
því liklegt að það sem þú óttast á daginn valdi slæmum
draumförum á nóttunni. Því skaltu lítið mark taka á
draumum þínum þar til fullum bata er náð. Og þar sem þú
hefur örugglega ekkert að fela skaltu láta þér í léttu rúmi
liggja hvort einhver er að njósna um þig eða ekki.
Efastu ekki um að fólk trúi þér því enginn efast um að
þú segir það sem þér raunverulega finnst sjálfri. Og þegar
þér líður reglulega illa skaltu ekki hika við að skrifa Póstin-
um aftur, því þú getur treyst því að fá svar við fyrsta tæki-
færi. Gleymdu því bara ekki að allir eru af vilja gerðir til að
hjálpa þér, bæði starfsfólkið þar sem þú ert núna, ættingjar
og vinir — og að sjálfsögðu Pósturinn.
Þegar talað er um að það sé varið í einhvern er átt við að
hann sé einhvers virði. Sem sagt, manngildið er þar til um-
ræðu og venjulega í jákvæðri merkingu.
62 Vikan 28. tbl.