Vikan


Vikan - 21.08.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 21.08.1980, Blaðsíða 46
Framhaldssaga á byggingarsvæði þar sem vinna hafði verið lögð niður. Síðan hélt ég í suðurátt. Ég gætti þess að forðast varðmennina á veginum og smaug undir gaddavírs- girðinguna á bakinu en beitti vírklippun- um til að klippa vírana. Það var auðvelt. Þó aðTékkóslóvakia væri undir stjórn nasista — þeir kölluðu það „vemdarriki" — þá hafði ég frétt að Tékkamir væm lítt samvinnuþýðir við Þjóðverja og að tékkneska lögreglan tæki fremur létt á gyðingum. Ég mundi brátt komast að því. I Prag var stórt samfélag miðstéttar- BORGAR- I PLAST HF. Þórólfsgötu 7 Borgarnesi • FRAMLEIÐUM EINANGRUNAR PLAST • ALLS KONAR BYGGINGAR STARFSEMI Sími: 93-7370 gyðinga. Ef til vill hefðu Þjóðverjarnir einhverja ástæðu til að skipta sér ekki af þessum gyðingum, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Ég vonaðist til að komast sunnar ef Prag reyndist of hættuleg, komast til Júgóslavíu og svo jafnvel í hafnarbæ við Adríahaf, þar sem ég kæmist kannski á skipsfjöl. Þetta var einmanalegt og biturt líf, en mér fannst hin erfiða lífsbarátta mín, klókindin, sem ég þurfti að sýna, veita mér styrk til að halda áfram. Þetta var eins og fótboltaleikur, spennuandar- tökin, þegar allt riður á að bregðast rétt við á réttu augnabliki — sókn, spark, sending, að kasta sér á andstæðinginn eða forðast fætur hans. Ég stóð í dyraskoti við götu í gamla gyðingahverfinu í Prag og horfði á gyðinga borgarinnar. Þeir minntu mig á granna okkar í Berlín — menntað miðstéttarfólk, feimið, áhyggjufullt, ger- samlega óafvitandi um sleggjuhöggin sem á því myndu dynja innan skamms. Tveir tékkneskir lögreglumenn voru að festa upp fyrirmæli á dyr bænahúss. Þeir gerðu það — að því er mér virtist — næstum afsakandi. Tékkar höfðu aldrei verið heitir and-semítistar, að minnsta kosti ekki í Prag. Faðir minn hafði sagt þá vera notalega og vingjarnlega þjóð. En þessi fyrirmæli, sem nasistarnir höfðu fengið þeim í hendur, voru hvorki notaleg né vinsamleg. Þarna var Þýska- land afturuppmálað. Gamall maður las fyrirmælin upp, hinum í hópnum til sárrar gremju. #RKA FRAMLEIÐ- IR OG SELUR: Rör af öllum stærðum. Verktakar — Kranaleiga. EINNIG: Gangstéttarhellur — Garðhellur — KamtSteina —Milli- veggjasteina — Utveggjasteina — Steinsteypu og steypumöl. Ólafsvíkurbraut, sími 93-7113 Konráð Andrésson, heima, simi 7155 „Gyðingar fá enga fatamiða framar," las hann. „Allir þeir gyðingar sem ekki hafa gefið sig fram við Öldungaráðið skulu gera það þegar í stað eða hljóta þunga refsingu ella. Það er bannað selja gyðingum ferðavörur, bakpoka, töskur eða leðurvörur.” Gamli maðurinn snerist á hæli. „Hah! Ferðavörur! Hvert er égsvo sem að fara? Til Ameriku, kannski?” Einhver annar tók við lestrinum. „Enginn gyðingur má bera tösku, ferðatösku eða bakpoka án þess að hafa fengið leyfi fyrir því áður hjá lög- reglunni og án sérstakrar heimildar.” Og svo framvegis. Venjulegur undir- búningur. Fyrir handtökur, innilokun og guð veit hvað annað. Lögreglumennirnir sneru sér við. Ég var heldur seinn á mér að hverfa inn í dyraskotið. Annar þeirra tók eftir bakpokanum mínum. Ég gekk af stað og þóttist áhyggjulaus, og þeir eltu mig. „Heyrðu,” sagði annar. „Þú sást fyrirmælin. Hvað ertu að gera með þennan bakpoka?” Ég tautaði eitthvað um að hafa'ekki vitað fyrirmælin. Það væri áhætta að sýna þeim fölsuðu skilríkin mín. Hvað var þýskur verkamaður að gera í Prag? Ég reyndi að virðast heimskur, pataði höndum. Þeir ýttu mér upp að lítilli búð. Það var leður- og ferðavöruverslun, fremur óhrjálegur staður og annar þeirra tók upp minnisbók meðan hinn rýndi á mig. „Kristalsnóttin" sða „nótt hins brotna glers" þegar múgur Þjóðverja róðst að verslunum og eigum gyðinga i Berlin og limlesti og drap fjölda gyðinga. „Réttu mér bakpokann,” sagði annar. Ég hikaði. Ef til vill höfðu það verið mistök að fara til ókunnrar borgar. Hingað til hafði ég komist af með því að fela mig i sveitinni, fara huldu höfði i skógum, á engjum, í hlöðum. Ung stúlka stóð á bak við glerdyrnar á búðinni. Hún horfði á mig og sá í hverri klípu ég var og kom út. „Nei, hann lætur ykkur ekki hafa pokann,” sagði hún. „Hann lætur mig fá hann.” „Þig, ungfrú Slomova?” spurði lög- reglumaðurinn. „Ég seldi honum hann og hann hefur aldrei borgað mér. Svona, láttu mig fá hann. Ef þið takið bakpokann af honum eða handtakið hann þá fæ ég aldrei peningana mína.’” Hún var mjög lagleg. Smávaxin, með fíngerða andlitsdrætti og dökkbrúnt hár. Og hún hafði þau dekkstu brúnu augu sem ég hafði nokkru sinni séð. Auk þess laug hún prýðilega en ég var búinn að komast að þvi að það var ágætur eigin- leiki. „Seldir þú honum þetta drasl?” spurði lögregluþjónn. „Pokinn var nýr þegar hann keypti hann. Ég er öskureið út i hann.” Hún starði reiðilega á mig. „Reyndu ekki að komast undan. Þú veist að ég á pokann 46 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.