Vikan


Vikan - 21.08.1980, Blaðsíða 18

Vikan - 21.08.1980, Blaðsíða 18
Stórbær með Ijómandi torg Borgarfjarðarbrúin er ein af ástœðum uppbygginyiir i Borgar nesi. ' ; ■ "■ " VAXANDI KAUPTÚN: Úr byggingarkrana við nýju mjólkursamlagsbygginguna sér í nýja vatnsgeyminn til vinstri og yfir Borgames til hœgri. 18 Vikan 34. tbl LJÓSM.: JÓNÁSGEIR Borgames hefur stækkað jafnt og þétt á undanfömum árum, að sögn Guðmund- ar Ingimundarsonar oddvita Borgarness- hrepps. tbúar Borgarness eru nær 1600 talsins og hefur þeim fjölgað um 2-5 prósent undanfarin ár. Húsbyggingar og iðnaðaruppbygging hafa verið stöðugar að undanförnu. Ekki hefur borið á atvinnuleysi í Borgarnesi á þessum uppgangstímum þótt ibúafjölgunina megi að talsverðum hluta rekja til þess að fólk úr nágranna- sveitum Borgarness og af Reykjavikur- svæðinu hefur sest þar að. Guðmundur Ingimundarson telur áberandi að ungt fólk flytur af Reykjavíkursvæðinu til staða þar sem uppbygging er mikil. Borgarfjarðarbrúin Hraðari uppbygging Borgarness hefur meðal annars orsakast af byggingu Borgarfjarðarbrúarinnar. Vatnsveitan og heita vatnið sem fylgja í kjölfar brúarinnar hafa einnig áhrif í sömu átt. Bílaumferðin á Snæfellsnes, Vestfirði og til Norðurlands fer núna um Borgar- nes eftir nýju brúnni. Að mati Guðmundar oddvita hefur umferðin um kauptúnið aukist um 80-90 prósent. Umferðin fer í gegnum kauptúnið eins og er en áríðandi er að leggja veg utan byggðar, frá brúnni út á Snæfellsnes- vegamótin, umferðin verður þá við bæjardyrnar en ekki i gegnum kauptúnið, segir Guðmundur. Við nýja veginn frá brúnni verður byggð þjónustumiðstöð sem Hótel Borgarness og kaupfélagið munu reka. Þjónustumiðstöðin verður 1000 fermetrar að flatarmáli og í henni verða verslun og kaffitería. Eigendur hótelsins í Borgarnesi eru Kaupfélag Borgfirðinga, sveitarfélagið og Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Við hótelbygginguna hefur verið reist viðbygging sem komin er í gagnið að hluta til. Tekin hafa verið í notkun 10 herbergi á efstu hæð nýbyggingarinnar, önnur 10 bætast við næsta vor og veitingaaðstaðan verður stækkuð um 150 prósent. Byggingariðnaður Byggingariðnaður er öflugur i Borgar- nesi og við hann hafa margir vinnu. Nokkrir tugir íbúða eru í byggingu á hverjum tíma og einnig iðnaðar- og þjónustuhúsnæði. Nægt framboð hefur verið á iðnaðarlóðum i Borgarnesi enda hefur iðnaður sifellt aukist og þannig verið rennt traustum stoðum undir íbúa- fjölgunina. Aukning íbúðarhúsabygginga hefur verið nokkuð jöfn. Sú meginbreyting hefur þó orðið, að sögn Guðmundar Ingimundarsonar, að uppsetning verksmiðjuframleiddra húsa er algeng í Borgarnesi. „Það væri örugglega þensla í byggingariðnaði hér ef ekki kæmi til að um helmingur nýrra húsa í Borgarnesi er fluttur hingað tilbúinn,” segir Guðmundur. Þessi byggingarháttur hefur tekið af kúfinn í byggingar- iðnaðinum í kauptúninu. Vatnsveitan Verið er að leggja tvær nýjar vatns- leiðslur um Borgarfjarðarbrúna og eiga þær að flytja Borgnesingum allt kalt vatn sem þeir þurfa. Vatnið hefur verið flutt eftir leiðslum sem liggja á botni fjarðarins, nokkuð neðan við nýju brúna. Guðmundur segir það undrunar- éfni að þessar leiðslur skuli ekki hafa rofnað enn, svo mjög hefur straum- þunginn aukist við brúarsmiðina. Neysluvatnið fæst að mestu leyti úr borholum á Seleyri undir Hafnarfjalli. Til að dæla neysluvatninu hefur rafmagn verið leitt frá Borgarnesi um 34- tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.