Vikan


Vikan - 21.08.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 21.08.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga hafa meðferðis. Verðirnir voru sífellt með svipur og kylfur á lofti, ekki aðeins Þjóðverjar heldur einnig margir Pólverj- arsem voru á mála hjá SS-sveitunum. Þessir gyðingar voru fóðraðir á lygum. Annað fengu þeir ekki að heyra næstu árin. Og þeir trúðu lygunum. Bú- ferlaflutningar. Ykkar eigið samfélag. Eigin borgir. Burt frá Pólverjunum . . . Maður nokkur sem lenti I slíkum flutningum minnist þess að pabbi og Móses tóku á móti lest vetrardag einn. í lestinni voru freðin lik. Tvö ungbörn höfðu kafnað. Þeir reyndu að bjóða fólkið velkomið. Lowy starfaði með föður mínum og út- vegaði fólki samastað. Gyðingarnir urðu að hafast við átta og niu saman í her- bergi. Hreinlætistæki biluðu. Þök láku. Ógerlegt var að hita húsin. Með hverjum degi fjölgaði betlurum á götum borgarinnar. Kona sem kom með lestinni neitaði að láta af hendi barnið sitt. Rabbi einum tókst að sannfæra hana um að barnið yrði að fá sómasamlega jarðarför. Föður mínum var illa við að starfa í ráðinu en hætti þvi samt ekki. Hann vildi- heldur vinna i yfirfullum gyðinga- spítalanum þar sem skorti starfsl'ólk og aðbúnaður var hinn nöturlegasti. Hann hafði lent í hatrammri deilu við þýskan lækni og verið vikið frá störfum um tíma. Þýski læknirinn hafði gefið tauga- veikisjúklingi lyf sem nefnist úlíron. Það veitti enga lækningu heldur dóu sjúkl- ingarnir eftir hroðalegar þjáningar. Faðir minn mótmælti meðferðinni og •deildi við Þjóðverjann. Föður mínum var hótað refsingu, barsmiðum, fangels- isvist, en hann lét sig ekki. Úliron-gjöf var hætt um sinn. (Síðar voru miklu hroðalegri tilraunir gerðar á gyðingum. Þeir voru hrein tilraunadýr.) En þessa stundina var föður mínum aðeins leyft að vera örstutta stund á sjúkrahúsinu við lyflækningar sem áttu best við hann. Þegar þeir héldu burt frá lestinni þennan kalda dag ásamt hinum ný- komnu, sem voru úr vesturhluta Pól- lands, lýsti pabbi því fyrir Móses hve illt honum þætti að þurfa að ákveða hvar hver byggi, hvernig deila ætti matvælum ogsvoframvegis. „Fólkið ber virðingu fyrir þér,” sagði Móses. „Er það?" „Já, og það geri ég lika, alveg síðan við vorum strákar að stelast í ferðalög með lestunum hér. Þú varst svo flug- næmur og ég svo treggáfaður. Ég man hve stoltur pabbi varð daginn sem þú vannst efnafræðiverðlaunin." Pabbi brosti. „Og skólastjóri gat ekki afhent mér verðlaunin í hátíðasalnum vegna þess að ég væri hebreskrar sann- færingar eins og hann sagði.” „Einmitt, og ég rændi þeim af skrif- stofu hans. Skirteini og fimmtíu zloty. Hvar fékk ég kjark til þess? Það var fyrsta dirfskuverkið sem ég vann.” „Þú ert aldeilis minnugur.” Bræðurnir gengu inn í gyðingahverf- ið. Enn hafði múrinn ekki verið hlaðinn. Þeir komu úr svonefndum aríska hluta inn í gamla gyðingahverfið. „Og fornfálega lyfjabúðin,” hélt Móses áfram. „Hana fékk ég að launum fyrir að vera ekki eins gáfaður og þú.” Faðir minn tók um handlegg bróður síns. „Ég hef sært þig. Ég ætlaði ekki að gera það. Það var aðeins til fé handa mér til háskólanáms." „Nei, nei.” „Eftirlætissonurinn. Og hvenær hringdi ég eða skrifaði? Ef til vill hef ég skammast mín fyrir að vera kominn af fátækum gyðingum?” „Auðvitað ekki. Þú varst önnum kaf- inn við störf þín, áttir konu og börn.” Faðir minn nam staðar. Alls staðar sáust hin hungruðu, kúguðu, eilífu fórn- arlömb, gyðingar Austur-Evrópu. „Fyrirgefðu, Móses.” „Þú þarft ekki að biðjast fyrirgefning- ar. Við erum tengdir á ný, bræðrabönd- um eymdarinnar. Reynum að hjálpa þessu fólki eins og við megum.” Vinafundir voru í íbúð Helms-fjöl- skyldunnar á gamlárskvöld 1939. Karl var enn í Buchenwald. En Hans, bróðir Ingu, var kominn í leyfi af pólsku víg- stöðvunum. Og Múller, sem nú var orðinn liðþjálfi í SS-sveitunum, var til staðar. Móðir mín og systir bjuggu enn I gömlu vinnustofunni. Auðvitað voru þær ekki i boðinu. Mamma var stolt kona og þó að Anna væri gestur á heim- ili Ingu (og Karls) lét hún Helms-fólkið finna að henni likaði ekki framkoma þess í sinn garð. Enda þótt þýski herinn væri sigursæll I Póllandi og Frakkar og Englendingar væru hikandi við að hefja stríð en húktu þess í stað i byrgjum Maginot-línunnar ríkti styrjaldarástand í fjármálum. Þjóðverjar liðu ekki skort þótt einkenni- legt mætti virðast. Tékkar og Pólverjar voru rændir á kerfisbundinn hátt. Með því að flytja matvæli frá hemumdu löndunum var komið í veg fyrir skort. En það var orðið óbærilegt að vera gyðingur. Þeim var skylt að bera gulu stjörnuna. Þeir voru hafðir að skot- spæni á götunum. Móðir min sem var of stolt til að láta undan lokaði sig inni. Anna vogaði sér stöku sinnum út að finna vinkonu sina sem var svo óheppin að hafa orðið eftir. Þær máttu ekki fara i kvikmyndahús eða leikhús, aka með al- menningsfarartækjum eða versla í búðum kristinna manna. Inga annaðist enn alla mataraðdrætti. Maturinn var einhæfur, mjöl og kartöflur, dálítið af kjöti og gervikaffi. Inga hafði fengið rit- arastarf i verksmiðju. Henni hafði veist erfitt að fá atvinnu þegar i ljós kom að maðurinn hennar var gyðingur og sat i fangelsi. En Helms-fjölskyldan var í hátiða- skapi. Pólland var fallið og Bandamenn skulfu af ótta. Hans Helms var drukkinn og kjaftaði á honum hver tuska. Hann lýsti því stoltur hvernig skriðdrekamir hefðu ruðst inn i Pólland. Múller hló. „Eins og hnífur í gegnum smjör. Pólverjar hafa haft eitthvað að horfa á.” Hann tæmdi bjórkrús sina og leit til lngu. „Ég er orðinn of gamall til að berjast. Ég er bara aumur fangavörður. 1 Buch- enwald.” Inga hafði lengst af verið hljóð og sorgmædd. Hún settist nú upp. „Buch- enwald? Hefurðu séð manninn minn?” „Er hann þar?” „Þú sagðir það sjálfur . . . að liklega hefði hann veriðsendur þangað." „Sagði ég það?” Múller lék sér að henni eins og köttur að mús. Hann féllst á að leita að Karli í fangatalinu. Fangabúðimar væru geysi- stórar en Múller ætlaði samt að reyna. Hann snerti hné hennar einu sinni og hún hrökk frá honum. Hann ætlaði bara að fullvissa hana um að gyðinga gæti hent margt verra en að hafna í Buchen- wald. Hans, bróðir hennar, gæti sjálf- sagt sagt henni sögur af því sem gert væri við þá í Póllandi! Múller var drukkinn en vissi vel hvað hann sagði. Hann lýsti því hve ástandið ætti eftir að versna. Hvers vegna væru Englendingar og Frakkar komnir I stríð- ið? Auðvitað að ósk bankastjóra úr hópi gyðinga. Faðir Ingu blandaði sér í sam- ræðurnar. Honum var illa við að þau skyldu fela tvo gyðinga i næstu ibúð enda þótt það væri tengdafólk þeirra. lnga varð fjúkandi reið. Hún hrópaði upp yfir sig að hún þekkti varla lengur Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Sími 93-7200 BORGARNES verzlanir: Bókabúð, Kjöt- og nýlenduvöruverzlun, Mjólkurbúð, Búsáhaldaverzlun, Brauðbúð, Landbúnaðar- og byggingarvörur ENNFREMUR REKSTUR: Söluskála ESSO v/Borgarbraut, frystihúss, bifreiðastöðvar, mj ólkursamlags, sláturhúss, Kjötiðnaðarstöð K.B. TRYGGINGAUMBOÐ FYRIR SAMVINNUTRYGGINGAR. Grillstaður að Vegamótum í Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi. Opinn allt árið. 42 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.