Vikan


Vikan - 25.09.1980, Qupperneq 7

Vikan - 25.09.1980, Qupperneq 7
ösp hf. í ‘Stykkishólmi er tré- smiðja sem hefur verið starfrækt allt frá árinu 1963. Síðustu 6 árin hafa verið smíðuð timbur- hús þar en þær teikningar sem nú er verið að kynna eru nýjar og aukin áhersla er nú lögð á smíði einingahúsa hjá fyrir- tækinu. Reyndar er Ösp hf. líka með steypustöð á sínum snærum „eiginlega í samkeppni við okkur sjálfa,” sagði Gunnar Haraldsson, sem gaf allar nauðsynlegar upplýsingar fúslega, er þessi þáttur var unninn. Timburhúsin hafa verið í áberandi sókn á seinustu árum, og Gunnar taldi margar ástæður fyrir því, þau væru meira lifandi en steinhús, viðhald væri ekki meira en á steinhúsum, svo það ætti ekki að fæla menn frá því aðfá sér timburhús. Einingahúsin frá Ösp hf. eru sem stendur framleidd í þrem stærðum, 95 mJ, 115 m2 og 138 m2 vinkilhús, og mun miðstærðin vera vinsælust. Ot frá grunnteikningunum er hægt að vikja, breyta herbergja- skipan, svo og öðrum atriðum að einhverju leyti. Húsin eru afhent á nokkrum byggingar- stigum, allt frá því að vera uppsett fullfrágengin að utan en ólituð, þá eru útveggir einangr- aðir og klæddir að innan, og til þess að vera fullbúin að öllu leyti, afhent með lykli, eins og sagt er. Uppsetningu sjá menn frá Ösp um og það er skilyrði til að tryggja rétta uppsetningu. Flutningskostnaður, sem er hverfandi lítill, bætist á heildar- verðið, en það var í byrjun júlí frá 20 milljónum upp í rétt rúmar 30 milljónir, eftir stærðum, á fyrstnefndu byggingarstigi, þ.e. fullbúið að utan, án málningar. Verðið fylgir síðan okkar margrómuðu vísitölu gegnum þykkt og þunnt. Og auðvitað verður kaupandi að vera búinn að koma upp plötu og huga að þessum venjulega undirbúningi LÓÐ — LÁNUM — GRUNNI OG PLÖTU. Asparhúsin eru heldur dýrari en önnur einingahús á markaði og það er fyrst og fremst vegna óvenjumikillar einangrunar sem r í kynningarbæklingnum frá Ösp hf. cr m.a. þcssi tciknint* og auk þcss allar hclstu uppfVsingar um stærö, pcrö, afhcndingarskilmála og annaö scm gctur vcriö forvitnilegt væntanlcpum kaupanda. auðvitað skilar sér í lægri kyndingarkostnaði. Það er svo alltaf matsatriði hvað mönnum þykir hagkvæmast hverju sinni. Auk einangrunarinnar hefur áhersla verið lögð á mikla vinnu við þéttingar og útkoman er þá væntanlega hlýrri hús. Afgreiðslufrestur húsanna er 4-6 mánuðir, sem er heppilegur tími til að búa allt undir komu hússins, og þeir sem heillast af Asparhúsunum fá allar nánari upplýsingar á skrifstofunni í Stykkishólmi. Algengustu greiðsluskilmálar eru að borga 40-50% kaupverðs fyrir afhendingu og eftirstöðvar á 12- 18 mánuðum. Þrátt fyrir að engin opinber fyrirgreiðsla sé við fyrirtæki sem framleiða einingahús hefur verið mikill hugur í þeim sem í þessari framleiðslu standa. Fólk kann vel að meta að geta byggt falleg hús á hagkvæman hátl og óneitanlega hlýtur að vera golt fyrir byggðarlög eins og t.d. Stykkishólm að slík fyrirtæki blómstri. Nú er á 3. tug manna starfandi hjá ösp hf. og sem betur fer er bjartsýni ríkjandi og mikill hugur í mönnum og varla ástæða til annars. aöb. 39. tbl. Vlkan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.