Vikan


Vikan - 25.09.1980, Side 8

Vikan - 25.09.1980, Side 8
Stórborgir Grunsamlegur passi og kapí- talískur hávaði Það gengur ekki eins glatt fyrir sig að komast yfir rússnesku landamærin og þau finnsku. Þrir hreinsunareldar og sá siðasti hvað áhrifamestur. Að minnsta kosti hvað mig snertir. Á meðan Sviarnir ganga nokkurn veginn klakklaust i gegn og á vit tollaranna, sem skoða blöð þau og bókmenntir er hver og einn hefur valið sér i veganesti af mikilli nákvæmni, stend ég ein eftir við búr passaskoðarans, kornungs, Ijós- hærðs manns i einkennisbúningi rússneska hersins. Hann þráflettir pass- anunt minunt eins og hann ætli að ein- hvers staðar á milli þunnra blaðanna levnist lausnin á sjálfri lífsgátunni. Loks þrýstir hann fingrinum á bjöllu, ótal ljós taka að blikka i klefanum og hjartað er óneitanlega farið að siga nokkuð i brjósti mér. Tveir eldri menn koma á vettvang og hafa greinilega nokkur völd á staðnum. Þeir taka einnig til við að fletta þessu merka plaggi og ræða saman i ákafa. Þcir kalla á fjórða manninn og eftir að þcir liafa borið saman bækur sinar um stund snýr hann sér að mér og spyr á cnsku: Af hverju er cnginn stintpill á myndinni i passanum þinum? — Ég veit það ekki, svara ég og sé strax i hendi mér hvað ég hlýt að vera grunsamleg pcrsóna. — Ég bjó hann ekki til sjálf. Og það er að ntinnsta kosti alveg satt. borgaði meira að segja 2000 krónur fyrir að fá þessa viðurkenningu lands ntins á tilveru ntinni. Þetta svar fellur greinilega ekki í góðan jarðveg. Þeir hverfa á brott með hinn örlagarika passa ásamt öllunt öðrum skilríkjum sem ég hef handbær til sönnunar á sjálfri rnér. Rútan er farin að biða og samferðamennirnir greinilega fúlir yfir töfinni. Eftir nokkra bið í viðbót birlist sá enskumælandi rneð plöggin og tjáir mér aðég megi halda áfrant. Hann ráðleggur mér jafnframt fastlega að reyna ekki aftur inngöngu i Sovétrikin á svo vafasömum passa. Við höldum áfrant og verðum ekki vör við frekari tálmanir fyrr en vegir greinast í áttina Moskva og Leningrad. Þar beygjunt við en bílar til Moskvu eru stöðvaðir. Það er út af ólympiuleikunum. segir leiðsögu- maðurinn. Okkur er komið fyrir á nýju Intourist- hóteli, Moskvu, sem stendur viðendann á stærstu breiðgötu borgarinnar, Nevsky Prospekt. Þetta er mikið steinbákn i vestrænum stíl með öllum hugsanlegum kapítalískum þægindum, meira að segja sjónvarp á herbergjunum. Við gátum þó Feneyjar norðursins, vagga bylt- ingarinnar Hún hét áður Heilög Pétursborg til dýrðar keisar- anum. Nú heitir hún Leníngrad til dýrðar byltingunni. En hvað sem allri pólitík líður hljóta menn að vera á eitt sáttir um að Leníngrad er ein af athyglisverðustu borgum Evrópu, bæði frá sögulegu og listrænu sjónar- - miði. Þvílík byggingarlist! Þegar langferðabíllinn, hlaðinn sænskum á selskapsreisu og tveimur íslend- ingum á sama báti, rennur inn í borgina grípum við öndina á lofti. Og klerkurinn frá Södertálje fær ekki orða bundist: Ja, það mega þeir eiga, þeir rauðu! Þeir hafa svei mér haldið þessu vel við. Enda hlýtur þetta að vera eftirtektarverð staðreynd í augum Svía sem hafa lagt sig fram um að ryðja öllu því úr vegi sem minnt getur á byggingarstíl forfeðranna. Óskabrunnurinn vM Monplabir Litla stúlkan hafur hitt 6 óskasteininn og þarf þvi engu að kviða i framtíðinni. aldrei fengið það til að virka, kannski gerði það ekkert til, það virtust ekki margir innfæddir gista þetta hótel. Við dyrnar stóðu verðir sem gættu þess vel að enginn slyppi inn án þess að sýna skilriki til sönnunar dvöl sinni þar. Við borðum kvöldmat í matsalnum. Klukkan er farin að halla í tíu og hljómsveit þegar farin að leika fyrir dansi. Þær fréttir hafa greinilega borist að fyrir vestan þyki ekkert til tónlistar koma nema hún sé framin að minnsta kosti nokkrum desibelum hærra en hollt þykir fyrir mannlega heyrn. Við þetta bætist með eindæmum raddsterk söng- kona og tilraun til flóðlýsingar sem heldur sig við liti regnbogans. Samræður við borðið eru útilokaðar. Á eftir förum við á barinn þar sem hægt er að kaupa drykki fyrir erlendan gjaldeyri. Þjónamir eru glaðlegir og vingjamlegir, þeir hirða litt um tíkarlega sjússamæla og hálffylla glasið af vodka þegar við biðjum um tvöfaldan. En einnig þarna er hávaðinn frá hljómsveitinni ærandi, magnarakerfi hótelsins er greinilega í fullkomnu lagi. Verðmœtasköpun í skjóli mannfyrirlitningar Morguninn eftir höldum við i Vetrarhöllina og hinar þrjár viðbyggingar hennar, sem nú hýsa óumdeilanlega eitt af stórkostlegustu listasöfnum heims. Þar er að finna tæpar þrjár milljónir listaverka og dýrgripa viðs vegar að úr veröldinni. allt frá for- 8 Vikan 39. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.