Vikan


Vikan - 25.09.1980, Síða 18

Vikan - 25.09.1980, Síða 18
Fjölskyldumál — Guöfinna Eydal Böm og Guð Börn og trúmál Trúmál og stjórnmál eiga það sameiginlegt að það er erfitt að gefa mönnum ráð um hvaða skoðanir þeir eiga að hafa á þeim málum. Þær skoðanir sem börn hafa á trúmálum eru yfirleitt mjög háðar því hvaða skoðanir foreldrar þeirra hafa. Foreldrar sem eru mjög trúaðir reyna yfirleitt snemma að hafa trúarleg áhrif á börn sín með því að tala um Guð, kenna þeim sálma og bænir, en foreldrar sem trúa lítið eða eru algjörlega trúlausir reyna yfirleitt að tala sem allra minnst um þessa hluti við börn sin. Börn geta hins vegar orðið fyrir trúarlegum áhrifum utan heimilisins en þau rista sjaldan eins djúpt og þau áhrif sem börn verða fyrir innan veggja heimilisins. Það er erfitt að gefa fólki ráð um hvort það sé æskilegt eða ekki að tala um trúmál við börn, enda þótt margir spyrji um það. Þetta á þó sérstaklega við um foreldra sem líta á sjálfa sig sem trúlausa. Það er hins vegar hægt að gefa upplýsingar um að hve miklu leyti börn eru fær um að tileinka sér skoðanir um trúmál og hvernig þau hugsanlega spyrja um þessi mál á mismunandi aldri. 4-ra ára börn Flestar rannsóknir sýna að það er mjög sjaldgæft að börn undir fjögurra ára aldri hafi trúarlegar tilhneigingar. I þeim tilvikum sem þetta kemur fyrir er það gjarnan háð því að börnin eru sérstaklega fljót til eða að foreldrarnir hafa byrjað mjög snemma að ræða um trúarleg efni við bömin. Það er yfirleitt fyrst þegar „hvers i’egna"spurningarnar byrja fyrir alvöru, og börn vilja vita um alla hluti milli himins og jarðar, að þau virðast vera fær um að spyrja um hugtakið Guð. Þeim þykir þá mjög áhugavert að íhuga hið óþekkta og þau vilja gjarnan fá að vita meira og meira. Börn vilja fá auðveld og stutt svör en ekki langar flóknar lýsingar. Þau geta komið með furðulegustu spurningar eins og „Flver er Guð?” „Er Guð karlmaður eða kvenmaður?” „Finnst Guði gott súkkulaði?” o.s.frv. Það er yfirleitt verk- efni hinna fullorðnu að svara þessum spurni.ngum og leiða hugsunina og 18 Vikan 39. tbl. reyna að svara spurningunum á þann hátt að barnið sé fært um að skilja og taka á móti svörunum. Ýmsar athugasemdir sem fjögurra ára börn koma með í sambandi við Guð finnast fullorðnum oft ankannalegar en börnin eru yfirleitt sjálf mjög ánægð með ímyndanir sínar og skoðanir. Ein tegund trúmála er ólík venjuleg- um trúmálum hjá litlum börnum. Þaðer sú tegund trúmála sem sálfræðingurinn Piaget kallar „foreldratrúna”. Þessi trú endurspeglar tilhneigingu flestra fjögurra ára barna til þess að halda að foreldrar þeirra viti allt milli himins og jarðar, séu alvitrir og eilífir. Þess vegna hafa böm á þessum aldri ekki svo mikil not fyrir aðrar guðlegar verur en for- eldrana, þeir einir nægja þeim. Þessa tilhneigingu hefur lítil fjögurra ára stúlka orðað á mjög hrífandi hátt: „Ég veit vel að Guð er alveg eins og pabbi. Hann er bara svolítið stærri.” 5ára böm Böm á þessum aldri halda áfram að sýna Guði áhuga en áhugi þeirra snýst gjarnan um hagnýtari hluti en hugsanir 4 ára barna. „Hvernig litur Guð út?” „Hvar á hann heima?” „Er hægt að hringja til hans?” eru t.d. ekki óalgengar spurningar. Spurningar fimm ára barna geta einnig virst vera furðulegar út frá sjónarhóli fullorðinna en út frá sjónar- hóli barnsins eru þær bæði nauðsynlegar og eðlilegt stig í þróun barnsins. Mörg fimm ára börn hafa mikinn áhuga á almætti Guðs en hafa tilhneigingu til að vera gagnrýnin á það sem þau lita á sem mistök hans. Fimm ára barn getur t.d. fundið upp á að segja að sér finnist rangt af Guði að hafa búið til kóngulær. 6árabörn Sex ára börn eru yfirleitt mjög upptekin af trúarlegum hugleiðingum. Þeim finnst gjarnan bænir áhugaverðar og þau þreytast aldrei á því að heyra sögur um Guð og Jesúm. Sex ára börn hafa tilhneigingu til að taka trúarleg efni mjög persónulega og þessir hlutir geta skipt þau miklu máli. Á þessum aldri hafa börn yfirleitt áhuga á trúarlegum efnum, hvort sem þau koma úr trúuðum fjölskyldum eða ekki. Þau vilja oft fara i kirkju, sjá presta og upplifa hvernig messa fer fram. Sex ára börn byrja smám saman að uppgötva að foreldrar þeirra og aðrir fullorðnir eru ekki almáttugir og þau yfirfæra oft þá eiginleika sem þau vita að fullorðnir hafa ekki yfir á Guð. Einnig geta sex ára börn beint þeim til- finningum sem þau ætla fullorðnum að Guði. 7 ára böm 7 ára börn koma með fleiri spurningar um Guð og trúarleg efni en þau hafa áður. Þau eru hins vegar miklu var- færnari og gagnrýnni en áður á þessa hluti. Börn á þessum aldri vilja gjarnan fá sannanir fyrir að Guð sé til. Þau eru ekki eins örugg og áður um tilveru hans Eitt mesta listaverk sem gert hefur verið um börnin og Guð er Sköpun Adams eftir Michelangelo. Myndin sýnir hluta af þvi málverki. og geta svarað spurningum á þann hátt að þær virðast líkjast hugsunarhætti fullorðinna. Ef þau eru t.d. spurð um hvað þeim finnst um Guð geta þau auðveldlega svarað: „Ég hef aldrei séð hann.” Afstaða sjö ára barna til Guðs er ekki einstilfinningahlaðin og áður en er orðin vitsmunalegri og furðulegar spurningar eins og hvort Guði finnist gott súkkulaði, eða hvort hann hafi sima. eru horfnar. Spumingar 7 ára barna virðast oft vel þróaðar og úthugsaðar. „Hvernig komst Guð upp i himininn?” „Hvernig getur hann horft á allt í einu?” eru spurningar sem getakomið fram. Ef á heildina er litið bera spurningar og gagnrýni sjö ára barna vott um þroskaðri og raunhæfari áhuga á trúar- legum efnum, og þau eru mun jarð- bundnari en áður. Guð og börn á aldrinum 8-10 ára Þegar börn eru orðin átta ára sýna þau trúarlegum efnum gjarnan mjög jákvæðan áhuga og gagnrýni þeirra er ekki eins mikil og áður. Börn á þessum aldri taka oft á móti þeirri kennslu sem að þeim er rétt um þessi efni og þau spyrja ekki ýkja mikið. Áhugi barna á þessum aldri er oft háður áhuga þeirra á dauðanum og þau hugsa oft um hvað verði um þau þegar þau deyja. Sum börn á þessum aldri hafa komist á það stig að álíta að það sé sálin en ekki líkaminn sem fer upp i himininn þegar þau deyja. Börn á aldrinum 8-10 ára hafa yfirleitt svipaðan áhuga á trúarlegum efnum en síðan breytist oft afstaða þeirra þegar þau komast á gelgjuskeiðið. 39. tbl. Víkan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.